Tölunum svipar til þess þegar faraldurinn fór fyrst á flug Sylvía Hall skrifar 7. ágúst 2020 20:03 Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands. Almannavarnir Teymið sem vinnur að spálíkani fyrir kórónuveirufaraldurinn ákvað að bíða aðeins með að gefa út spá eftir tíðindi dagsins. Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði, segir tölurnar hafa komið verulega á óvart en hann búist alveg eins við því að fleiri smit tengd verslunarmannahelginni komi upp. „Það eru sveiflur og kannski á eitthvað meira eftir að skila sér inn eftir verslunarmannahelgina, þannig ég ætla að vera varkár núna og vona það besta en ætla ekki að slá neinu föstu – ég hef áhyggjur af verslunarmannahelginni,“ sagði Thor í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag. Hann heldur að verslunarmannahelgin hafi komið á óheppilegum tímapunkti með tilliti til faraldursins og því miður hafi verið „aðeins of óvarlega farið“. Í stað þess að gefa út spálíkan á næstu dögum var ákveðið að birta öðruvísi yfirlit og því hægt að skoða samanburð á covid.hi.is. Hann segir sambærileg „stökk“ í fjölda smita hafa orðið í fyrstu bylgju faraldursins, en þá var það upphafið af enn fleiri staðfestum tilfellum. Því sé hann órólegur yfir þeim fjölda sem reynist jákvæður í sýnatöku. „Við sjáum brattan halla í vextinum, hann er alveg næstum því á pari – kannski aðeins lægri. Svo miðað við gögnin, hvernig smitin eru að dreifast og svona, þá virðist hinn svokallaði smitstuðull vera á svipuðu róli,“ segir Thor en smitstuðull segir til um hversu margir smitast út frá hverjum einstakling. Samkomutakmarkanir skila árangri Að sögn Thors munu næstu fjórir dagar skera úr um næstu skref yfirvalda í faraldrinum. Því gæti legið fyrir á þriðjudag hvernig faraldurinn mun þróast með tilliti til spálíkans og telur hann líklegt að staðan verði tekin á miðvikudag. „Það væri ekkert óeðlilegt að taka stöðuna á miðvikudeginum og setja spána í loftið á föstudeginum. Þá getum við áttað okkur á því hvað þetta tekur langan tíma og hvenær þetta mun toppa o.s.frv.“ Hann segir ljóst að samkomutakmarkanir hafa gríðarleg áhrif á fyrrnefndan smitstuðul og því sé hægt að takmarka frekara smit með því að grípa til hertra aðgerða. Til að mynda hafi orðið stór viðsnúningur á þegar hundrað manna samkomubann var sett á í vor og enn frekari þegar hámarksfjöldi var lækkaður í tuttugu. „Þetta tekur svona viku. Þetta eru alveg mjög öflugar aðgerðir þannig það getur vel verið að ef við sjáum t.d. næstu fjóra daga að þetta heldur áfram, þá verður fólk að átta sig á því að við þurfum að fara í 20 manna samkomubannið aftur. Þá virkar þetta, það náðist niður síðast.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Einn sexmenninganna í Eyjum sá sem er í öndunarvél Einstaklingur á fertugsaldri sem er í öndunarvél á gjörgæslu vegna kórónuveirusmits var einn þeirra sex sem greindust smitaðir í gær og höfðu verið í Vestmannaeyjum yfir verslunarmannahelgina. 7. ágúst 2020 18:39 Skikkuð í sóttkví í þriðja skiptið Knattspyrnukonan Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir er á leið í sóttkví í þriðja skiptið frá því að faraldurinn hófst. 7. ágúst 2020 16:39 Fóru öll á veitingastað í miðbænum og smituðust Búið er að rekja uppruna annarrar hópsýkingar af tveimur sem komu upp hér á landi í síðasta mánuði. 7. ágúst 2020 15:31 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Sjá meira
Teymið sem vinnur að spálíkani fyrir kórónuveirufaraldurinn ákvað að bíða aðeins með að gefa út spá eftir tíðindi dagsins. Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði, segir tölurnar hafa komið verulega á óvart en hann búist alveg eins við því að fleiri smit tengd verslunarmannahelginni komi upp. „Það eru sveiflur og kannski á eitthvað meira eftir að skila sér inn eftir verslunarmannahelgina, þannig ég ætla að vera varkár núna og vona það besta en ætla ekki að slá neinu föstu – ég hef áhyggjur af verslunarmannahelginni,“ sagði Thor í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag. Hann heldur að verslunarmannahelgin hafi komið á óheppilegum tímapunkti með tilliti til faraldursins og því miður hafi verið „aðeins of óvarlega farið“. Í stað þess að gefa út spálíkan á næstu dögum var ákveðið að birta öðruvísi yfirlit og því hægt að skoða samanburð á covid.hi.is. Hann segir sambærileg „stökk“ í fjölda smita hafa orðið í fyrstu bylgju faraldursins, en þá var það upphafið af enn fleiri staðfestum tilfellum. Því sé hann órólegur yfir þeim fjölda sem reynist jákvæður í sýnatöku. „Við sjáum brattan halla í vextinum, hann er alveg næstum því á pari – kannski aðeins lægri. Svo miðað við gögnin, hvernig smitin eru að dreifast og svona, þá virðist hinn svokallaði smitstuðull vera á svipuðu róli,“ segir Thor en smitstuðull segir til um hversu margir smitast út frá hverjum einstakling. Samkomutakmarkanir skila árangri Að sögn Thors munu næstu fjórir dagar skera úr um næstu skref yfirvalda í faraldrinum. Því gæti legið fyrir á þriðjudag hvernig faraldurinn mun þróast með tilliti til spálíkans og telur hann líklegt að staðan verði tekin á miðvikudag. „Það væri ekkert óeðlilegt að taka stöðuna á miðvikudeginum og setja spána í loftið á föstudeginum. Þá getum við áttað okkur á því hvað þetta tekur langan tíma og hvenær þetta mun toppa o.s.frv.“ Hann segir ljóst að samkomutakmarkanir hafa gríðarleg áhrif á fyrrnefndan smitstuðul og því sé hægt að takmarka frekara smit með því að grípa til hertra aðgerða. Til að mynda hafi orðið stór viðsnúningur á þegar hundrað manna samkomubann var sett á í vor og enn frekari þegar hámarksfjöldi var lækkaður í tuttugu. „Þetta tekur svona viku. Þetta eru alveg mjög öflugar aðgerðir þannig það getur vel verið að ef við sjáum t.d. næstu fjóra daga að þetta heldur áfram, þá verður fólk að átta sig á því að við þurfum að fara í 20 manna samkomubannið aftur. Þá virkar þetta, það náðist niður síðast.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Einn sexmenninganna í Eyjum sá sem er í öndunarvél Einstaklingur á fertugsaldri sem er í öndunarvél á gjörgæslu vegna kórónuveirusmits var einn þeirra sex sem greindust smitaðir í gær og höfðu verið í Vestmannaeyjum yfir verslunarmannahelgina. 7. ágúst 2020 18:39 Skikkuð í sóttkví í þriðja skiptið Knattspyrnukonan Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir er á leið í sóttkví í þriðja skiptið frá því að faraldurinn hófst. 7. ágúst 2020 16:39 Fóru öll á veitingastað í miðbænum og smituðust Búið er að rekja uppruna annarrar hópsýkingar af tveimur sem komu upp hér á landi í síðasta mánuði. 7. ágúst 2020 15:31 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Sjá meira
Einn sexmenninganna í Eyjum sá sem er í öndunarvél Einstaklingur á fertugsaldri sem er í öndunarvél á gjörgæslu vegna kórónuveirusmits var einn þeirra sex sem greindust smitaðir í gær og höfðu verið í Vestmannaeyjum yfir verslunarmannahelgina. 7. ágúst 2020 18:39
Skikkuð í sóttkví í þriðja skiptið Knattspyrnukonan Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir er á leið í sóttkví í þriðja skiptið frá því að faraldurinn hófst. 7. ágúst 2020 16:39
Fóru öll á veitingastað í miðbænum og smituðust Búið er að rekja uppruna annarrar hópsýkingar af tveimur sem komu upp hér á landi í síðasta mánuði. 7. ágúst 2020 15:31