Erlent

Segja Jóhann Karl njóta lífsins á lúxus­hóteli í Abú Dabí

Andri Eysteinsson skrifar
Jóhann Karl flúði Spán í vikunni.
Jóhann Karl flúði Spán í vikunni. Getty/ CDMeR

Fyrrverrandi konungur Spánar hefur notið lífsins á einu af glæsilegustu hótelum heims síðan að hann flúði heimalandið vegna fjársvikamáls sem er til rannsóknar á Spáni.

Spænski miðillinn ABC greinir frá því að hinn 82 ára gamli Jóhann Karl hafi innritað sig inn á Emirates Palace Hótelið í Abú Dabí, höfuðborg Sameinuðu arabísku furstadæmanna á mánudagskvöld. Sama kvöld var bréf sem hann sendi á son sinn Filippus VI. Spánarkonung gert opinbert.

Talið hefur verið að Jóhann Karl hafi flogið til Dóminíkanska lýðveldisins með viðkomu í Portúgal en ABC segir einkaþotu konungs hafa flogið frá Vigo til Arabíuskagans um hádegisbilið á mánudeginum.

Um borð hafi verið gamli konungurinn og fjórir lífverðir hans. Flugvélin hafi lent á Al Bateen flugvellinum þar sem að þyrla beið Jóhanns Karls og flaug hann þaðan á Emirates Palace hótelið. Sky greinir frá því að yfirvöld í Dóminíkanska lýðveldinu og í Portúgal hafi ekki vitað til þess að konungurinn hafi komið til landanna.

Stjórnvöld í Furstadæmunum hafa ekki viljað tjá sig um málið og sama má segja um starfsfólk hótelsins, sem raunar er í eigu stjórnvalda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×