Án umbóta muni íbúar Líbanon þjást áfram Samúel Karl Ólason skrifar 6. ágúst 2020 12:14 Emmanuel Macron og Michel Aoun, forsetar Frakklands og Líbanon. EPA/DALATI NOHRA Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir að án umbóta muni íbúar Líbanon halda áfram að þjást. Landið gangi nú í gegnum pólitíska og efnahagslega krísu og þörf sé á skjótum viðbrögðum. Hann hét því einnig að standa þétt við bakið á Líbanon. Tala látinna í Beirút er komin í 145 eftir sprenginguna þar á þriðjudaginn. Þúsundir særðust í sprengingunni og allt að 300 þúsund manns eru án heimila. Tuga er enn saknað eftir sprenginguna og er fastlega búist við því að tala látinna muni hækka mikið, samkvæmt frétt Reuters. Macron lenti á flugvellinum í Beirút í morgun og hitti þar fyrir Michel Aoun, forseta Líbanon. Íbúar Líbanon hafa gengið í gegnum erfiða tíma að undanförnu þar sem ástand efnahags ríkisins er mjög slæmt, sem hefur leitt til umfangsmikilla mótmæla í borgum landsins og áköllum eftir endurbótum. Þá hafa sjúkrahús í Líbanon einnig þurft að glíma við töluverða útbreiðslu Covid-19. Líbanon var frönsk nýlenda fyrir seinni heimsstyrjöldina og síðan þá hafa tengsl ríkjanna verið mjög náin. Í frétt France24 segir að Frakkland sé vinsælt í Líbanon en meðlimir í ríkisstjórn Macron hafa gagnrýnt ráðandi öfl í Líbanon og hefur það fallið í kramið hjá mótmælendum þar í landi. Jean Yves Le Drian, einn æðsti erindreki Frakklands, heimsótti Líbanon í síðasta mánuði. Þá sagði hann ráðandi öfl þar ekki nógu dugleg í að verða við kröfum mótmælenda og í kjölfarið Nassif Hitti, utanríkisráðherra, af sér í mótmælaskyni við eigin ríkisstjórn. Forsetinn franski mun heimsækja vettvang sprengingarinnar í dag og svo seinna mun hann funda með stjórnmálamönnum og embættismönnum. Þá mun Macron halda blaðamannafund í kvöld. Watch: During French President Emmanuel Macron's visit to Lebanon after the massive explosion, he tells a woman not to worry after she urges Macron not to give money to the Lebanese government. #BeirutExplosion #Lebanon https://t.co/tiKzo9PxE2 pic.twitter.com/fPBIGWi1tP— Al Arabiya English (@AlArabiya_Eng) August 6, 2020 Talið er að sprengingin hafi orðið í vöruskemmu þar sem verið var að geyma flugelda og ammóníum nítrat, sem notað er til að framleiða áburð og sprengiefni. Alls voru um 2.750 tonn af þessu efni í vöruskemmunni en hafnarstarfsmenn höfðu reynt að losna við það um árabil en án árangurs. Margir telja sprenginguna vera afleiðingu vanrækslu og spillingar stjórnvalda. Líbanon Frakkland Sprenging í Beirút Tengdar fréttir Innflutningur á efninu ammóníum nítrat í lágmarki hér á landi Innflutningur á efninu ammóníum nítrat er í lágmarki hér á landi að sögn slökkviliðsstjóra. Vel er fylgst með notkun og geymslu á efninu sem talið er að hafi valdið sprengingunni í Beirút. 5. ágúst 2020 20:00 Hefja neyðarsöfnun vegna sprenginganna í Beirút Rauði krossinn á Íslandi hefur hafið neyðarsöfnun vegna hamfarasprenginganna í Beirút. Á annað hundruð manns fórust í sprengingunum að minnsta kosti og þúsundir slösuðust. 5. ágúst 2020 17:46 Farþegaskip á hliðinni og stærðarinnar gígur í höfninni Gervihnattarmyndir frá höfninni í Beirút sýnir að sprengingin í gær skildi eftir sig stærðarinnar gíg. 5. ágúst 2020 14:13 Yfir 100 látin og þjóðarsorg lýst yfir Þjóðarsorg ríkir nú í Líbanon eftir hina gríðarlega öflugu sprengingu sem varð í gær á hafnarsvæðinu í höfuðborginni Beirút. Tala látinna stendur nú í rúmlega hundrað manns, 5. ágúst 2020 07:12 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Sjá meira
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir að án umbóta muni íbúar Líbanon halda áfram að þjást. Landið gangi nú í gegnum pólitíska og efnahagslega krísu og þörf sé á skjótum viðbrögðum. Hann hét því einnig að standa þétt við bakið á Líbanon. Tala látinna í Beirút er komin í 145 eftir sprenginguna þar á þriðjudaginn. Þúsundir særðust í sprengingunni og allt að 300 þúsund manns eru án heimila. Tuga er enn saknað eftir sprenginguna og er fastlega búist við því að tala látinna muni hækka mikið, samkvæmt frétt Reuters. Macron lenti á flugvellinum í Beirút í morgun og hitti þar fyrir Michel Aoun, forseta Líbanon. Íbúar Líbanon hafa gengið í gegnum erfiða tíma að undanförnu þar sem ástand efnahags ríkisins er mjög slæmt, sem hefur leitt til umfangsmikilla mótmæla í borgum landsins og áköllum eftir endurbótum. Þá hafa sjúkrahús í Líbanon einnig þurft að glíma við töluverða útbreiðslu Covid-19. Líbanon var frönsk nýlenda fyrir seinni heimsstyrjöldina og síðan þá hafa tengsl ríkjanna verið mjög náin. Í frétt France24 segir að Frakkland sé vinsælt í Líbanon en meðlimir í ríkisstjórn Macron hafa gagnrýnt ráðandi öfl í Líbanon og hefur það fallið í kramið hjá mótmælendum þar í landi. Jean Yves Le Drian, einn æðsti erindreki Frakklands, heimsótti Líbanon í síðasta mánuði. Þá sagði hann ráðandi öfl þar ekki nógu dugleg í að verða við kröfum mótmælenda og í kjölfarið Nassif Hitti, utanríkisráðherra, af sér í mótmælaskyni við eigin ríkisstjórn. Forsetinn franski mun heimsækja vettvang sprengingarinnar í dag og svo seinna mun hann funda með stjórnmálamönnum og embættismönnum. Þá mun Macron halda blaðamannafund í kvöld. Watch: During French President Emmanuel Macron's visit to Lebanon after the massive explosion, he tells a woman not to worry after she urges Macron not to give money to the Lebanese government. #BeirutExplosion #Lebanon https://t.co/tiKzo9PxE2 pic.twitter.com/fPBIGWi1tP— Al Arabiya English (@AlArabiya_Eng) August 6, 2020 Talið er að sprengingin hafi orðið í vöruskemmu þar sem verið var að geyma flugelda og ammóníum nítrat, sem notað er til að framleiða áburð og sprengiefni. Alls voru um 2.750 tonn af þessu efni í vöruskemmunni en hafnarstarfsmenn höfðu reynt að losna við það um árabil en án árangurs. Margir telja sprenginguna vera afleiðingu vanrækslu og spillingar stjórnvalda.
Líbanon Frakkland Sprenging í Beirút Tengdar fréttir Innflutningur á efninu ammóníum nítrat í lágmarki hér á landi Innflutningur á efninu ammóníum nítrat er í lágmarki hér á landi að sögn slökkviliðsstjóra. Vel er fylgst með notkun og geymslu á efninu sem talið er að hafi valdið sprengingunni í Beirút. 5. ágúst 2020 20:00 Hefja neyðarsöfnun vegna sprenginganna í Beirút Rauði krossinn á Íslandi hefur hafið neyðarsöfnun vegna hamfarasprenginganna í Beirút. Á annað hundruð manns fórust í sprengingunum að minnsta kosti og þúsundir slösuðust. 5. ágúst 2020 17:46 Farþegaskip á hliðinni og stærðarinnar gígur í höfninni Gervihnattarmyndir frá höfninni í Beirút sýnir að sprengingin í gær skildi eftir sig stærðarinnar gíg. 5. ágúst 2020 14:13 Yfir 100 látin og þjóðarsorg lýst yfir Þjóðarsorg ríkir nú í Líbanon eftir hina gríðarlega öflugu sprengingu sem varð í gær á hafnarsvæðinu í höfuðborginni Beirút. Tala látinna stendur nú í rúmlega hundrað manns, 5. ágúst 2020 07:12 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Sjá meira
Innflutningur á efninu ammóníum nítrat í lágmarki hér á landi Innflutningur á efninu ammóníum nítrat er í lágmarki hér á landi að sögn slökkviliðsstjóra. Vel er fylgst með notkun og geymslu á efninu sem talið er að hafi valdið sprengingunni í Beirút. 5. ágúst 2020 20:00
Hefja neyðarsöfnun vegna sprenginganna í Beirút Rauði krossinn á Íslandi hefur hafið neyðarsöfnun vegna hamfarasprenginganna í Beirút. Á annað hundruð manns fórust í sprengingunum að minnsta kosti og þúsundir slösuðust. 5. ágúst 2020 17:46
Farþegaskip á hliðinni og stærðarinnar gígur í höfninni Gervihnattarmyndir frá höfninni í Beirút sýnir að sprengingin í gær skildi eftir sig stærðarinnar gíg. 5. ágúst 2020 14:13
Yfir 100 látin og þjóðarsorg lýst yfir Þjóðarsorg ríkir nú í Líbanon eftir hina gríðarlega öflugu sprengingu sem varð í gær á hafnarsvæðinu í höfuðborginni Beirút. Tala látinna stendur nú í rúmlega hundrað manns, 5. ágúst 2020 07:12