Án umbóta muni íbúar Líbanon þjást áfram Samúel Karl Ólason skrifar 6. ágúst 2020 12:14 Emmanuel Macron og Michel Aoun, forsetar Frakklands og Líbanon. EPA/DALATI NOHRA Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir að án umbóta muni íbúar Líbanon halda áfram að þjást. Landið gangi nú í gegnum pólitíska og efnahagslega krísu og þörf sé á skjótum viðbrögðum. Hann hét því einnig að standa þétt við bakið á Líbanon. Tala látinna í Beirút er komin í 145 eftir sprenginguna þar á þriðjudaginn. Þúsundir særðust í sprengingunni og allt að 300 þúsund manns eru án heimila. Tuga er enn saknað eftir sprenginguna og er fastlega búist við því að tala látinna muni hækka mikið, samkvæmt frétt Reuters. Macron lenti á flugvellinum í Beirút í morgun og hitti þar fyrir Michel Aoun, forseta Líbanon. Íbúar Líbanon hafa gengið í gegnum erfiða tíma að undanförnu þar sem ástand efnahags ríkisins er mjög slæmt, sem hefur leitt til umfangsmikilla mótmæla í borgum landsins og áköllum eftir endurbótum. Þá hafa sjúkrahús í Líbanon einnig þurft að glíma við töluverða útbreiðslu Covid-19. Líbanon var frönsk nýlenda fyrir seinni heimsstyrjöldina og síðan þá hafa tengsl ríkjanna verið mjög náin. Í frétt France24 segir að Frakkland sé vinsælt í Líbanon en meðlimir í ríkisstjórn Macron hafa gagnrýnt ráðandi öfl í Líbanon og hefur það fallið í kramið hjá mótmælendum þar í landi. Jean Yves Le Drian, einn æðsti erindreki Frakklands, heimsótti Líbanon í síðasta mánuði. Þá sagði hann ráðandi öfl þar ekki nógu dugleg í að verða við kröfum mótmælenda og í kjölfarið Nassif Hitti, utanríkisráðherra, af sér í mótmælaskyni við eigin ríkisstjórn. Forsetinn franski mun heimsækja vettvang sprengingarinnar í dag og svo seinna mun hann funda með stjórnmálamönnum og embættismönnum. Þá mun Macron halda blaðamannafund í kvöld. Watch: During French President Emmanuel Macron's visit to Lebanon after the massive explosion, he tells a woman not to worry after she urges Macron not to give money to the Lebanese government. #BeirutExplosion #Lebanon https://t.co/tiKzo9PxE2 pic.twitter.com/fPBIGWi1tP— Al Arabiya English (@AlArabiya_Eng) August 6, 2020 Talið er að sprengingin hafi orðið í vöruskemmu þar sem verið var að geyma flugelda og ammóníum nítrat, sem notað er til að framleiða áburð og sprengiefni. Alls voru um 2.750 tonn af þessu efni í vöruskemmunni en hafnarstarfsmenn höfðu reynt að losna við það um árabil en án árangurs. Margir telja sprenginguna vera afleiðingu vanrækslu og spillingar stjórnvalda. Líbanon Frakkland Sprenging í Beirút Tengdar fréttir Innflutningur á efninu ammóníum nítrat í lágmarki hér á landi Innflutningur á efninu ammóníum nítrat er í lágmarki hér á landi að sögn slökkviliðsstjóra. Vel er fylgst með notkun og geymslu á efninu sem talið er að hafi valdið sprengingunni í Beirút. 5. ágúst 2020 20:00 Hefja neyðarsöfnun vegna sprenginganna í Beirút Rauði krossinn á Íslandi hefur hafið neyðarsöfnun vegna hamfarasprenginganna í Beirút. Á annað hundruð manns fórust í sprengingunum að minnsta kosti og þúsundir slösuðust. 5. ágúst 2020 17:46 Farþegaskip á hliðinni og stærðarinnar gígur í höfninni Gervihnattarmyndir frá höfninni í Beirút sýnir að sprengingin í gær skildi eftir sig stærðarinnar gíg. 5. ágúst 2020 14:13 Yfir 100 látin og þjóðarsorg lýst yfir Þjóðarsorg ríkir nú í Líbanon eftir hina gríðarlega öflugu sprengingu sem varð í gær á hafnarsvæðinu í höfuðborginni Beirút. Tala látinna stendur nú í rúmlega hundrað manns, 5. ágúst 2020 07:12 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Sjá meira
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir að án umbóta muni íbúar Líbanon halda áfram að þjást. Landið gangi nú í gegnum pólitíska og efnahagslega krísu og þörf sé á skjótum viðbrögðum. Hann hét því einnig að standa þétt við bakið á Líbanon. Tala látinna í Beirút er komin í 145 eftir sprenginguna þar á þriðjudaginn. Þúsundir særðust í sprengingunni og allt að 300 þúsund manns eru án heimila. Tuga er enn saknað eftir sprenginguna og er fastlega búist við því að tala látinna muni hækka mikið, samkvæmt frétt Reuters. Macron lenti á flugvellinum í Beirút í morgun og hitti þar fyrir Michel Aoun, forseta Líbanon. Íbúar Líbanon hafa gengið í gegnum erfiða tíma að undanförnu þar sem ástand efnahags ríkisins er mjög slæmt, sem hefur leitt til umfangsmikilla mótmæla í borgum landsins og áköllum eftir endurbótum. Þá hafa sjúkrahús í Líbanon einnig þurft að glíma við töluverða útbreiðslu Covid-19. Líbanon var frönsk nýlenda fyrir seinni heimsstyrjöldina og síðan þá hafa tengsl ríkjanna verið mjög náin. Í frétt France24 segir að Frakkland sé vinsælt í Líbanon en meðlimir í ríkisstjórn Macron hafa gagnrýnt ráðandi öfl í Líbanon og hefur það fallið í kramið hjá mótmælendum þar í landi. Jean Yves Le Drian, einn æðsti erindreki Frakklands, heimsótti Líbanon í síðasta mánuði. Þá sagði hann ráðandi öfl þar ekki nógu dugleg í að verða við kröfum mótmælenda og í kjölfarið Nassif Hitti, utanríkisráðherra, af sér í mótmælaskyni við eigin ríkisstjórn. Forsetinn franski mun heimsækja vettvang sprengingarinnar í dag og svo seinna mun hann funda með stjórnmálamönnum og embættismönnum. Þá mun Macron halda blaðamannafund í kvöld. Watch: During French President Emmanuel Macron's visit to Lebanon after the massive explosion, he tells a woman not to worry after she urges Macron not to give money to the Lebanese government. #BeirutExplosion #Lebanon https://t.co/tiKzo9PxE2 pic.twitter.com/fPBIGWi1tP— Al Arabiya English (@AlArabiya_Eng) August 6, 2020 Talið er að sprengingin hafi orðið í vöruskemmu þar sem verið var að geyma flugelda og ammóníum nítrat, sem notað er til að framleiða áburð og sprengiefni. Alls voru um 2.750 tonn af þessu efni í vöruskemmunni en hafnarstarfsmenn höfðu reynt að losna við það um árabil en án árangurs. Margir telja sprenginguna vera afleiðingu vanrækslu og spillingar stjórnvalda.
Líbanon Frakkland Sprenging í Beirút Tengdar fréttir Innflutningur á efninu ammóníum nítrat í lágmarki hér á landi Innflutningur á efninu ammóníum nítrat er í lágmarki hér á landi að sögn slökkviliðsstjóra. Vel er fylgst með notkun og geymslu á efninu sem talið er að hafi valdið sprengingunni í Beirút. 5. ágúst 2020 20:00 Hefja neyðarsöfnun vegna sprenginganna í Beirút Rauði krossinn á Íslandi hefur hafið neyðarsöfnun vegna hamfarasprenginganna í Beirút. Á annað hundruð manns fórust í sprengingunum að minnsta kosti og þúsundir slösuðust. 5. ágúst 2020 17:46 Farþegaskip á hliðinni og stærðarinnar gígur í höfninni Gervihnattarmyndir frá höfninni í Beirút sýnir að sprengingin í gær skildi eftir sig stærðarinnar gíg. 5. ágúst 2020 14:13 Yfir 100 látin og þjóðarsorg lýst yfir Þjóðarsorg ríkir nú í Líbanon eftir hina gríðarlega öflugu sprengingu sem varð í gær á hafnarsvæðinu í höfuðborginni Beirút. Tala látinna stendur nú í rúmlega hundrað manns, 5. ágúst 2020 07:12 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Sjá meira
Innflutningur á efninu ammóníum nítrat í lágmarki hér á landi Innflutningur á efninu ammóníum nítrat er í lágmarki hér á landi að sögn slökkviliðsstjóra. Vel er fylgst með notkun og geymslu á efninu sem talið er að hafi valdið sprengingunni í Beirút. 5. ágúst 2020 20:00
Hefja neyðarsöfnun vegna sprenginganna í Beirút Rauði krossinn á Íslandi hefur hafið neyðarsöfnun vegna hamfarasprenginganna í Beirút. Á annað hundruð manns fórust í sprengingunum að minnsta kosti og þúsundir slösuðust. 5. ágúst 2020 17:46
Farþegaskip á hliðinni og stærðarinnar gígur í höfninni Gervihnattarmyndir frá höfninni í Beirút sýnir að sprengingin í gær skildi eftir sig stærðarinnar gíg. 5. ágúst 2020 14:13
Yfir 100 látin og þjóðarsorg lýst yfir Þjóðarsorg ríkir nú í Líbanon eftir hina gríðarlega öflugu sprengingu sem varð í gær á hafnarsvæðinu í höfuðborginni Beirút. Tala látinna stendur nú í rúmlega hundrað manns, 5. ágúst 2020 07:12