Innlent

Fjórir greindust með veiruna innanlands

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Tveir voru greindir með veiruna við sýnatöku hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítala.
Tveir voru greindir með veiruna við sýnatöku hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítala. Þorkell Þorkelsson/Landspítali háskólasjúkrahús

Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, tveir á sýkla- og veirufræðideild Landspítala og tveir í skimun hjá Íslenskri erfðagreiningu. Tveir greindust með veiruna við landamærin og bíða báðir eftir mótefnamælingu. Þetta kemur fram í nýbirtum tölum á Covid.is.

97 eru nú í einangrun og 795 í sóttkví. Við sóttkví bætast þannig 49 síðan í gær. Nýgengi innanlandssmita er nú 22,4. Það þýðir að undanfarna 14 daga hafa greinst 22,4 smit á hverja 100 þúsund íbúa.

Alls voru tekin rétt um þrjú þúsund sýni á landinu í gær. 2.154 sýni á landamærunum, 498 á sýkla- og veirufræðideild Landspítala og 327 hjá Íslenskra erfðagreiningu. 

Eftir sem áður eru langflestir með virk smit og í sóttkví á höfuðborgarsvæðinu; 70 eru í einangrun og 610 í sóttkví. Næstflestir eru, eða 10, eru smitaðir á Vesturlandi og 54 þar í sóttkví.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×