Smitaðir í öllum fjórðungum en útbreitt smit ólíklegt Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. ágúst 2020 14:55 Upplýsingafundur almannavarna í dag hófst með lófataki en Björn Ingi Hrafnsson, einn viðstaddra, á afmæli í dag. Almannavarnir Kórónuveirusmitaða má nú finna í öllum landsfjórðungum. Fram til þessa hafði Austurland verið smitfrítt en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að það hafi breyst á liðnum sólarhring. Aðspurður sagðist hann þó ekki hafa á takteinum hversu mörg hafi þurft að fara í sóttkví vegna þess smitaða á Austurlandi. Níu greindust með veiruna síðastliðinn sólarhring og var einn í sóttkví. Því er 91 sjúklingur í einangrun þessa stundina. Aftur á móti er búið að útskrifa þann eina smitaða sem dvalið hefur á Landspítalanum síðustu daga. Már Kristjánsson yfirlæknir sagði í samtali við fréttastofu í hádeginu að þó sé grunur um að tveir inniliggjandi á spítalanum kunni að vera smitaðir. Þórólfur sagði að smit þeirra sem greindust síðasta sólarhring bæru með sér að þau tilheyrðu annarri hópsýkingunni sem greinst hefur hér á landi. Um 750 eru nú í sóttkví, langflest á höfuðborgarsvæðinu. Líklega ekki útbreitt smit Um 111 þúsund farþegar hafa komið til landsins frá 15. júní og sýni verið tekið úr um 71 þúsund einstaklingum. 27 hafa greinst með virkt smit og rúmlega hundrað með gömul smit. Íslensk erfðagreining hefur skimað rúmlega 4000 og af þeim reyndust þrír smitaðir. Því virðist, að mati Þórólfs, að ekki sé um mjög útbreitt smit í samfélaginu að ræða. Þórólfur segist telja að næstu dagar og næsta vika sýni betur hvort þær aðgerðir sem gripið hefur verið til muni skila árangri. Hann telur ekki tímabært að herða aðgerðir, þó einhver kalli því. Þau séu þó í startholunum með tillögur um að herða aðgerðir - eða slaka á þeim, ef svo ber undir. Lykilatriði sé að allir leggi sig fram við að fara eftir þeim leiðbeiningum sem í gildi eru. Þá séu líka breytingar til skoðunar hjá stjórnvöldum er lúta að skimun við landamærin, einkum í ljósi þess að nú sé unnið við hámarksgetu við landamærin. Ekkert sé þó ákveðið enn að sögn Þórólfs og margt til skoðunar. Hann segist þó gera ráð fyrir að senda stjórnvöldum tillögur sínar í þessum efnum í dag eða á morgun. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Íslendingar verði að læra að lifa með veirunni „Fólk verður að átta sig á því að líklegast er ár í bóluefni fyrir almenning,“ sagði Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir í morgunþættinum Bítinu á Bylgjunni. Bryndís sagði einnig að hræðsluáróður væri ekki besta leiðin til lengdar og að fólk þyrfti að læra að lifa með kórónuveirunni. 5. ágúst 2020 11:30 Níu innanlandssmit bætast við Einn greindist með veiruna við landamærin en sá er með mótefni. 5. ágúst 2020 11:12 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Sjá meira
Kórónuveirusmitaða má nú finna í öllum landsfjórðungum. Fram til þessa hafði Austurland verið smitfrítt en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að það hafi breyst á liðnum sólarhring. Aðspurður sagðist hann þó ekki hafa á takteinum hversu mörg hafi þurft að fara í sóttkví vegna þess smitaða á Austurlandi. Níu greindust með veiruna síðastliðinn sólarhring og var einn í sóttkví. Því er 91 sjúklingur í einangrun þessa stundina. Aftur á móti er búið að útskrifa þann eina smitaða sem dvalið hefur á Landspítalanum síðustu daga. Már Kristjánsson yfirlæknir sagði í samtali við fréttastofu í hádeginu að þó sé grunur um að tveir inniliggjandi á spítalanum kunni að vera smitaðir. Þórólfur sagði að smit þeirra sem greindust síðasta sólarhring bæru með sér að þau tilheyrðu annarri hópsýkingunni sem greinst hefur hér á landi. Um 750 eru nú í sóttkví, langflest á höfuðborgarsvæðinu. Líklega ekki útbreitt smit Um 111 þúsund farþegar hafa komið til landsins frá 15. júní og sýni verið tekið úr um 71 þúsund einstaklingum. 27 hafa greinst með virkt smit og rúmlega hundrað með gömul smit. Íslensk erfðagreining hefur skimað rúmlega 4000 og af þeim reyndust þrír smitaðir. Því virðist, að mati Þórólfs, að ekki sé um mjög útbreitt smit í samfélaginu að ræða. Þórólfur segist telja að næstu dagar og næsta vika sýni betur hvort þær aðgerðir sem gripið hefur verið til muni skila árangri. Hann telur ekki tímabært að herða aðgerðir, þó einhver kalli því. Þau séu þó í startholunum með tillögur um að herða aðgerðir - eða slaka á þeim, ef svo ber undir. Lykilatriði sé að allir leggi sig fram við að fara eftir þeim leiðbeiningum sem í gildi eru. Þá séu líka breytingar til skoðunar hjá stjórnvöldum er lúta að skimun við landamærin, einkum í ljósi þess að nú sé unnið við hámarksgetu við landamærin. Ekkert sé þó ákveðið enn að sögn Þórólfs og margt til skoðunar. Hann segist þó gera ráð fyrir að senda stjórnvöldum tillögur sínar í þessum efnum í dag eða á morgun.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Íslendingar verði að læra að lifa með veirunni „Fólk verður að átta sig á því að líklegast er ár í bóluefni fyrir almenning,“ sagði Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir í morgunþættinum Bítinu á Bylgjunni. Bryndís sagði einnig að hræðsluáróður væri ekki besta leiðin til lengdar og að fólk þyrfti að læra að lifa með kórónuveirunni. 5. ágúst 2020 11:30 Níu innanlandssmit bætast við Einn greindist með veiruna við landamærin en sá er með mótefni. 5. ágúst 2020 11:12 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Sjá meira
Íslendingar verði að læra að lifa með veirunni „Fólk verður að átta sig á því að líklegast er ár í bóluefni fyrir almenning,“ sagði Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir í morgunþættinum Bítinu á Bylgjunni. Bryndís sagði einnig að hræðsluáróður væri ekki besta leiðin til lengdar og að fólk þyrfti að læra að lifa með kórónuveirunni. 5. ágúst 2020 11:30
Níu innanlandssmit bætast við Einn greindist með veiruna við landamærin en sá er með mótefni. 5. ágúst 2020 11:12