Segir ríkisstjórnina hafa farið of seint af stað gegn veirunni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. ágúst 2020 09:14 Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi ráðherra og stofnandi Viðreisnar. Vísir/Daníel Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi ráðherra og stofnandi Viðreisnar, gagnrýnir ríkisstjórnina fyrir að hafa brugðist of seint við í baráttunni gegn kórónuveirunni nú í vikunni í pistli sem ber heitið „Hlauptu, hlunkur hlauptu“ og birtist í Morgunblaðinu í morgun. Þá segir hann stjórnarflokkana hafa sameinast um að stöðnun væri samheiti við stöðugleika við myndun síðustu ríkisstjórnar. „Þegar stefnumálin skipta engu er auðvelt að mynda ríkisstjórn, því að býsna margir þingmenn eru þægilegir í viðkynningu. Stjórnarflokkarnir sameinuðust um að stöðnun væri samheiti við stöðugleika. Í stöðnun nýtur hinn svifaseini sín,“ skrifar Benedikt. Hann gagnrýnir ríkisstjórnina jafnframt fyrir seinagang í ákvarðanatöku um aðgerðir við kórónuveirunni nú í liðinni viku. Vel hafi þó tekist til í vor þegar vísindin réðu ferðinni, „en þekking á þessum vágesti var auðvitað takmörkuð þá. Margir töldu sig vita betur en sérfræðingarnir. Þessir sjálfskipuðu spekingar fengu heitið kóvitar í almennri umræðu,“ skrifar Benedikt. Þá rifjar hann upp Facebook-pistil sem Jóhanna Jakobsdóttir, rannsóknarsérfræðingur við Miðstöð í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands, skrifaði í liðinni viku. Þar hafi hún gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir að „þurfa marga fundi til að ræða einfaldan hlut.“ „Það eru meira en tveir sólarhringar síðan ríkisstjórninni var ljóst að það er samfélagssmit (ekki hópsmit) í gangi og þau funda enn. Þetta getur þýtt, ef við erum óheppin, auka vikur í takmörkunum,“ segir í pistli Jóhönnu sem Benedikt vísar í. Hann segir að þegar loks hafi verið farið af stað hafi verið sett upp sýning með þremur ráðherrum, sem „greinilega vildu ná í hluta af þeirri virðingu sem þríeykið hefur notið. En vandinn snýst ekki um hégóma heldur skjót viðbrögð. Það bað nefnilega enginn um hik og aðgerðarleysi,“ skrifar Benedikt. „Fyrir rúmum áratug bar misheppnuð gamanmynd sama heiti og þessi pistill. Gagnrýnandi sagði: „Að upplagi hefur myndin alla burði til þess að verða skondin og lífleg. Leikarar eru góðir, sagan sniðug og sögusviðið sjarmerandi, en hún nær sér aldrei alveg upp úr þeim stirða fasa sem loðir við.“ Betur er varla hægt að lýsa ríkisstjórninni.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi ráðherra og stofnandi Viðreisnar, gagnrýnir ríkisstjórnina fyrir að hafa brugðist of seint við í baráttunni gegn kórónuveirunni nú í vikunni í pistli sem ber heitið „Hlauptu, hlunkur hlauptu“ og birtist í Morgunblaðinu í morgun. Þá segir hann stjórnarflokkana hafa sameinast um að stöðnun væri samheiti við stöðugleika við myndun síðustu ríkisstjórnar. „Þegar stefnumálin skipta engu er auðvelt að mynda ríkisstjórn, því að býsna margir þingmenn eru þægilegir í viðkynningu. Stjórnarflokkarnir sameinuðust um að stöðnun væri samheiti við stöðugleika. Í stöðnun nýtur hinn svifaseini sín,“ skrifar Benedikt. Hann gagnrýnir ríkisstjórnina jafnframt fyrir seinagang í ákvarðanatöku um aðgerðir við kórónuveirunni nú í liðinni viku. Vel hafi þó tekist til í vor þegar vísindin réðu ferðinni, „en þekking á þessum vágesti var auðvitað takmörkuð þá. Margir töldu sig vita betur en sérfræðingarnir. Þessir sjálfskipuðu spekingar fengu heitið kóvitar í almennri umræðu,“ skrifar Benedikt. Þá rifjar hann upp Facebook-pistil sem Jóhanna Jakobsdóttir, rannsóknarsérfræðingur við Miðstöð í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands, skrifaði í liðinni viku. Þar hafi hún gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir að „þurfa marga fundi til að ræða einfaldan hlut.“ „Það eru meira en tveir sólarhringar síðan ríkisstjórninni var ljóst að það er samfélagssmit (ekki hópsmit) í gangi og þau funda enn. Þetta getur þýtt, ef við erum óheppin, auka vikur í takmörkunum,“ segir í pistli Jóhönnu sem Benedikt vísar í. Hann segir að þegar loks hafi verið farið af stað hafi verið sett upp sýning með þremur ráðherrum, sem „greinilega vildu ná í hluta af þeirri virðingu sem þríeykið hefur notið. En vandinn snýst ekki um hégóma heldur skjót viðbrögð. Það bað nefnilega enginn um hik og aðgerðarleysi,“ skrifar Benedikt. „Fyrir rúmum áratug bar misheppnuð gamanmynd sama heiti og þessi pistill. Gagnrýnandi sagði: „Að upplagi hefur myndin alla burði til þess að verða skondin og lífleg. Leikarar eru góðir, sagan sniðug og sögusviðið sjarmerandi, en hún nær sér aldrei alveg upp úr þeim stirða fasa sem loðir við.“ Betur er varla hægt að lýsa ríkisstjórninni.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira