Telur að hætta eigi „skaðlegum sóttvarnaaðferðum“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. ágúst 2020 09:09 Jóhannes Loftsson, formaður Frjálshyggjufélagsins. Vísir/Harmageddon Jóhannes Loftsson, formaður Frjálshyggjufélagsins, segir erfitt að sjá hvernig sú aðferðafræði sem nota á til þess að útrýma kórónuveirusmitum og hemja hópsýkingar gengur upp. Hann er á meðal þeirra sem skipuleggja mótmæli við þeim aðgerðum sem heilbrigðisráðherra ákvað að ráðist yrði í að tillögu sóttvarnalæknis. Rætt var við Jóhannes í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgunni í gær. „Grunnurinn er sá að við erum ekki að sjá fram á endann á þessu núna. Við heyrum í fréttum að þetta er ekkert að fara. Það sem við horfum fram á núna er að það á að stoppa atvinnulífið og fyrirtækin í landinu og ræsa aftur, bara eftir hentisemi, hugsanlega næstu árin,“ segir Jóhannes. Hann segist ekki telja að aðferðafræðin sem nota eigi við að hemja hópsýkingar þegar þær koma upp, það er að bregðast við með því að herða samkomutakmarkanir, gangi upp. „Það er verið að tala um að hægja á útbreiðslunni, en við verðum náttúrulega að efnahagslíf til þess að geta rekið heilbrigðisþjónustu. Það er bara örlítið af smiti að koma hingað.“ Jóhannes segist sjálfur telja að best væri ef látið væri af „skaðlegum sóttvarnaaðferðum.“ Áfram eigi að reyna að berjast gegn veirunni, en hann segir ákveðnar sóttvarnaaðgerðir hafa veruleg áhrif á réttindi fólks og atvinnulífið í landinu. „Einnig finnst okkur mikilvægt að menn fari að taka umræðu um það að dánartíðnin á Covid, eins og hún mælist á Íslandi, er ekki nema 0,16 prósent,“ segir Jóhannes og á þar við hlutfall þeirra sem látast hér á landi af þeim sem greinst hafa með veiruna. Hann segist ekki telja að það sé „skaðlegum sóttvarnaraðferðum“ að þakka, heldur viðbrögðum íslenska heilbrigðiskerfisins. Málin eigi ekki að vera pólitísk Jóhannes segist telja að smitsjúkdómavarnir eigi að vera í höndum sérfræðinganna, en ekki stjórnmálamanna. Hann segir málið vera orðið pólitískt hér á landi. „Ég hef aðeins horft til Svíþjóðar. Þar tóku menn þá ákvörðun að treysta fólkinu í landinu til að passa upp á sig og sína en voru svo með ráðleggingar til þegnanna,“ segir Jóhannes. Hann segir rétt að í Svíþjóð hafi yfirvöld viðurkennt mistök í viðbrögðum við faraldrinum en segir mistökin ekki hafa falist í að treysta þegnum sínum heldur að verja heilbrigðisstarfsfólk ekki nógu vel. „Meðal annars fengu þau ekki nógu mikið af sóttvarnabúnaði eins og við, grímum og hönskum á spítölum í Svíþjóð. Til marks um hvað sá hlutur klikkaði hjá þeim var það að 30 prósent allra smita sem voru mæld í Svíþjóð í miðjum maí voru heilbrigðisstarfsmenn.“ Segir beitingu sóttkvíar vafasama Jóhannes segist telja beitingu sóttkvíar vafasama aðgerð, þar sem hún hvetji fólk til þess að leyna veikindum sínum. Hann líkir sóttkví við stofufangelsi. „Við erum að tala um sjúkdóm með dánartíðni á við flensu. Við þurfum sjálfviljugar aðferðir og nota alla þessa auka orku til þess að verja spítala, verja elliheimilin, verja það sem skiptir máli þar sem virkileg hætta getur skapast.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Fleiri fréttir Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Sjá meira
Jóhannes Loftsson, formaður Frjálshyggjufélagsins, segir erfitt að sjá hvernig sú aðferðafræði sem nota á til þess að útrýma kórónuveirusmitum og hemja hópsýkingar gengur upp. Hann er á meðal þeirra sem skipuleggja mótmæli við þeim aðgerðum sem heilbrigðisráðherra ákvað að ráðist yrði í að tillögu sóttvarnalæknis. Rætt var við Jóhannes í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgunni í gær. „Grunnurinn er sá að við erum ekki að sjá fram á endann á þessu núna. Við heyrum í fréttum að þetta er ekkert að fara. Það sem við horfum fram á núna er að það á að stoppa atvinnulífið og fyrirtækin í landinu og ræsa aftur, bara eftir hentisemi, hugsanlega næstu árin,“ segir Jóhannes. Hann segist ekki telja að aðferðafræðin sem nota eigi við að hemja hópsýkingar þegar þær koma upp, það er að bregðast við með því að herða samkomutakmarkanir, gangi upp. „Það er verið að tala um að hægja á útbreiðslunni, en við verðum náttúrulega að efnahagslíf til þess að geta rekið heilbrigðisþjónustu. Það er bara örlítið af smiti að koma hingað.“ Jóhannes segist sjálfur telja að best væri ef látið væri af „skaðlegum sóttvarnaaðferðum.“ Áfram eigi að reyna að berjast gegn veirunni, en hann segir ákveðnar sóttvarnaaðgerðir hafa veruleg áhrif á réttindi fólks og atvinnulífið í landinu. „Einnig finnst okkur mikilvægt að menn fari að taka umræðu um það að dánartíðnin á Covid, eins og hún mælist á Íslandi, er ekki nema 0,16 prósent,“ segir Jóhannes og á þar við hlutfall þeirra sem látast hér á landi af þeim sem greinst hafa með veiruna. Hann segist ekki telja að það sé „skaðlegum sóttvarnaraðferðum“ að þakka, heldur viðbrögðum íslenska heilbrigðiskerfisins. Málin eigi ekki að vera pólitísk Jóhannes segist telja að smitsjúkdómavarnir eigi að vera í höndum sérfræðinganna, en ekki stjórnmálamanna. Hann segir málið vera orðið pólitískt hér á landi. „Ég hef aðeins horft til Svíþjóðar. Þar tóku menn þá ákvörðun að treysta fólkinu í landinu til að passa upp á sig og sína en voru svo með ráðleggingar til þegnanna,“ segir Jóhannes. Hann segir rétt að í Svíþjóð hafi yfirvöld viðurkennt mistök í viðbrögðum við faraldrinum en segir mistökin ekki hafa falist í að treysta þegnum sínum heldur að verja heilbrigðisstarfsfólk ekki nógu vel. „Meðal annars fengu þau ekki nógu mikið af sóttvarnabúnaði eins og við, grímum og hönskum á spítölum í Svíþjóð. Til marks um hvað sá hlutur klikkaði hjá þeim var það að 30 prósent allra smita sem voru mæld í Svíþjóð í miðjum maí voru heilbrigðisstarfsmenn.“ Segir beitingu sóttkvíar vafasama Jóhannes segist telja beitingu sóttkvíar vafasama aðgerð, þar sem hún hvetji fólk til þess að leyna veikindum sínum. Hann líkir sóttkví við stofufangelsi. „Við erum að tala um sjúkdóm með dánartíðni á við flensu. Við þurfum sjálfviljugar aðferðir og nota alla þessa auka orku til þess að verja spítala, verja elliheimilin, verja það sem skiptir máli þar sem virkileg hætta getur skapast.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Fleiri fréttir Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Sjá meira