Hamingjusamt fólk þénar meira en aðrir Rakel Sveinsdóttir skrifar 5. ágúst 2020 10:00 Samkvæmt rannsóknum þénar hamingjusamt fólk umtalsvert meiri tekjur en aðrir. Vísir/Getty Þótt orðatiltækið kveði á um að hamingjan fáist ekki keypt með peningum eru þeir ófáir sem dreymir um að eiga meiri pening. Rannsóknir sýna hins vegar að til þess að eignast meiri pening á fólk fyrst að leggja áherslu á hamingjuna því henni fylgi oft meiri peningar. Nokkrar rannsóknir styðja þetta og var ein þeirra framkvæmd af National Academy of Sciences. Í niðurstöðum þeirrar rannsóknar mátti sjá að ungt fólk sem var hamingjusamt þénaði umtalsvert mikið meira en aðrir síðar á lífsleiðinni. Hér er þó gerður sá fyrirvari að niðurstöður sem þessar eiga einkum við um fólk sem þegar hefur náð ákveðnum lágmarkstekjum á ári. En hvers vegna kann það að vera að hamingjan skili sér í meiri peningum? Jú, ástæðurnar kunna að vera einfaldari en mörgum grunar og hér eru sex atriði sem eru einkum nefnd þessu til skýringar. 1. Hamingjusamt fólk er almennt jákvæðara Sá eiginleiki að vera jákvæður skilar sér í því að jákvætt fólk á oft auðveldara með að sjá tækifærin en aðrir því jákvætt fólk einblínir sjaldnast á vandamál nema til að leysa þau. Að sjá tækifærin hefur síðan áhrif á það hvernig fólki gengur í starfi. 2. Hamingjusamt fólk er sjaldnar veikt Samkvæmt rannsóknum er fólk sem líður vel og er hamingjusamt almennt heilsuhraustara og sjaldnar veikt í samanburði við fólk sem er óánægt eða líður illa. Þá hafa rannsóknir sýnt að hamingjusamt fólk lifir gjarnan lengur. 3. Hamingjusamt fólk afkastar meira en aðrir Í rannsókn sem gerð var í Englandi sýndu niðurstöður að bein tengsl eru á milli afkastagetu fólks og líðan. Þetta þýðir að fólk sem er hamingjusamt afkastar meira en fólk sem líður illa eða er óhamingjusamt. 4. Hamingjusamt fólk fær jákvæðari umsagnir Almennt fylgir því oftast að fólk sem er hamingjusamt, jákvætt og duglegt til vinnu fær betri umsagnir eða meðmæli sem starfsmenn en þeir sem eru það ekki. Þetta hefur bein áhrif á það hvernig fólki gengur að vinna sig upp í starfi eða að fá launahækkun. 5. Hamingjusamt fólk er lausnarmiðað Þá er hamingjusamt fólk lausnarmiðað í hugsun og þeim tamt að reyna að leysa úr vandamálum sem kunna að koma upp. Þessi eiginleiki gerir þetta fólk að eftirsóttu starfsfólki. 6. Hamingjusamt fólk fjárfestir í sjálfu sér Þá er því haldið fram að hamingjusamt fólk hugsi vel um sjálft sig enda sé það hluti af þeirra vellíðan. Að fjárfesta í sjálfum sér teljast hér atriði eins og menntun eða viljinn til að læra eitthvað nýtt, stunda líkamsrækt og fleira. Góðu ráðin Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Viðskipti innlent Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Höfum aldrei þurft að hugsa um þetta áður“ Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Að líða eins og svikara í vinnunni „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Starfsmenn sem ljúga Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Sjá meira
Þótt orðatiltækið kveði á um að hamingjan fáist ekki keypt með peningum eru þeir ófáir sem dreymir um að eiga meiri pening. Rannsóknir sýna hins vegar að til þess að eignast meiri pening á fólk fyrst að leggja áherslu á hamingjuna því henni fylgi oft meiri peningar. Nokkrar rannsóknir styðja þetta og var ein þeirra framkvæmd af National Academy of Sciences. Í niðurstöðum þeirrar rannsóknar mátti sjá að ungt fólk sem var hamingjusamt þénaði umtalsvert mikið meira en aðrir síðar á lífsleiðinni. Hér er þó gerður sá fyrirvari að niðurstöður sem þessar eiga einkum við um fólk sem þegar hefur náð ákveðnum lágmarkstekjum á ári. En hvers vegna kann það að vera að hamingjan skili sér í meiri peningum? Jú, ástæðurnar kunna að vera einfaldari en mörgum grunar og hér eru sex atriði sem eru einkum nefnd þessu til skýringar. 1. Hamingjusamt fólk er almennt jákvæðara Sá eiginleiki að vera jákvæður skilar sér í því að jákvætt fólk á oft auðveldara með að sjá tækifærin en aðrir því jákvætt fólk einblínir sjaldnast á vandamál nema til að leysa þau. Að sjá tækifærin hefur síðan áhrif á það hvernig fólki gengur í starfi. 2. Hamingjusamt fólk er sjaldnar veikt Samkvæmt rannsóknum er fólk sem líður vel og er hamingjusamt almennt heilsuhraustara og sjaldnar veikt í samanburði við fólk sem er óánægt eða líður illa. Þá hafa rannsóknir sýnt að hamingjusamt fólk lifir gjarnan lengur. 3. Hamingjusamt fólk afkastar meira en aðrir Í rannsókn sem gerð var í Englandi sýndu niðurstöður að bein tengsl eru á milli afkastagetu fólks og líðan. Þetta þýðir að fólk sem er hamingjusamt afkastar meira en fólk sem líður illa eða er óhamingjusamt. 4. Hamingjusamt fólk fær jákvæðari umsagnir Almennt fylgir því oftast að fólk sem er hamingjusamt, jákvætt og duglegt til vinnu fær betri umsagnir eða meðmæli sem starfsmenn en þeir sem eru það ekki. Þetta hefur bein áhrif á það hvernig fólki gengur að vinna sig upp í starfi eða að fá launahækkun. 5. Hamingjusamt fólk er lausnarmiðað Þá er hamingjusamt fólk lausnarmiðað í hugsun og þeim tamt að reyna að leysa úr vandamálum sem kunna að koma upp. Þessi eiginleiki gerir þetta fólk að eftirsóttu starfsfólki. 6. Hamingjusamt fólk fjárfestir í sjálfu sér Þá er því haldið fram að hamingjusamt fólk hugsi vel um sjálft sig enda sé það hluti af þeirra vellíðan. Að fjárfesta í sjálfum sér teljast hér atriði eins og menntun eða viljinn til að læra eitthvað nýtt, stunda líkamsrækt og fleira.
Góðu ráðin Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Viðskipti innlent Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Höfum aldrei þurft að hugsa um þetta áður“ Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Að líða eins og svikara í vinnunni „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Starfsmenn sem ljúga Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Sjá meira