Synti án nærfata í Gjánni í Þjórsárdal Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. ágúst 2020 21:04 Barbara Olguins frá Hellu, sem skellti sér í sund í Gjánni í öllum fötunum og sagði það hafa verið æðislegt. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Örtröð hefur verið um helgina í Þjórsárdal, ekki síst í Gjánni þar sem fólk naut náttúrufegurðar staðarins. Sumir brugðu á það ráð að synda í Gjánni á meðan tólf ára strákur stökk upp á borð og dansaði og söng fyrir viðstadda. Það er mikil náttúrufegurð í Þjórsárdal og margir fengu þá hugmynd um að nýta verslunarmannahelgina til að skoða sig þar um enda veðrið frábært og allir nutu sín hvort sem farið var að bænum Stöng, gengið að Háafossi eða farið í Gjánna þar sem fossar og falleg náttúra umlykur allt. „Þetta er svo fallegt land sem við eigum og það er gaman að sjá hvað það er mikið af Íslendingum hérna,“ segir Guðbjörg Bergsveinsdóttir íbúi á Selfossi, sem var með fjölskyldu sinni í Þjórsárdal. Guðbjörg Bergsveindsóttir, sem var hæstánægð með fjölskylduferðina í Þjórsárdal um helgina í blíðskapar veðri.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Hjónin Ragnhildur Inga Guðbjartsdóttir og Steinar Ingi Matthíasson, sem búa í Brussel komu í frí til Íslands til að njóta og slaka á innan um íslenska náttúru. „Þetta er bara magnað, mögnuð fegurð, hér er endalaus fegurð, ólíkt og stórbrotið. Hingað komum við til að fá innblástur, ekki spurning, sérstaklega af því að við búum erlendis, þetta er eins og vítamínsprauta, algjörlega,“ segja þau. Hjónin Ragnhildur Inga Guðbjartsdóttir og Steinar Ingi Matthíasson sóttu sér innblástur í íslenska náttúru í Þjórsárdalnum þegar þau voru þar á ferðinni í gær með börnum sínum.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Það er nokkuð vinsælt að skella sér til sunds í Gjánni þó hún sé ísköld. „Þetta var geggjað, þetta er bara yndislegt og yndislegur staður,“ segir Barbara Olguins íbúi á Hellu, sem skellti sér í sund í öllum fötunum. Hvernig stóð á því? „Ég er ekki í nærfötum því ég var líka að synda í Hjálparfossi, þannig að ég neyddist til að vera í fötunum í Gjánni,“ segir Barbara skellihlæjandi. Baldur Björn, sem skemmti gestum í Þjórsárdal í gær með dansi og söng en hann er aðeins 12 ára gamall. Baldur Björn býr í Árbænum með fjölskyldu sinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Ferðamennska á Íslandi Sund Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Sjá meira
Örtröð hefur verið um helgina í Þjórsárdal, ekki síst í Gjánni þar sem fólk naut náttúrufegurðar staðarins. Sumir brugðu á það ráð að synda í Gjánni á meðan tólf ára strákur stökk upp á borð og dansaði og söng fyrir viðstadda. Það er mikil náttúrufegurð í Þjórsárdal og margir fengu þá hugmynd um að nýta verslunarmannahelgina til að skoða sig þar um enda veðrið frábært og allir nutu sín hvort sem farið var að bænum Stöng, gengið að Háafossi eða farið í Gjánna þar sem fossar og falleg náttúra umlykur allt. „Þetta er svo fallegt land sem við eigum og það er gaman að sjá hvað það er mikið af Íslendingum hérna,“ segir Guðbjörg Bergsveinsdóttir íbúi á Selfossi, sem var með fjölskyldu sinni í Þjórsárdal. Guðbjörg Bergsveindsóttir, sem var hæstánægð með fjölskylduferðina í Þjórsárdal um helgina í blíðskapar veðri.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Hjónin Ragnhildur Inga Guðbjartsdóttir og Steinar Ingi Matthíasson, sem búa í Brussel komu í frí til Íslands til að njóta og slaka á innan um íslenska náttúru. „Þetta er bara magnað, mögnuð fegurð, hér er endalaus fegurð, ólíkt og stórbrotið. Hingað komum við til að fá innblástur, ekki spurning, sérstaklega af því að við búum erlendis, þetta er eins og vítamínsprauta, algjörlega,“ segja þau. Hjónin Ragnhildur Inga Guðbjartsdóttir og Steinar Ingi Matthíasson sóttu sér innblástur í íslenska náttúru í Þjórsárdalnum þegar þau voru þar á ferðinni í gær með börnum sínum.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Það er nokkuð vinsælt að skella sér til sunds í Gjánni þó hún sé ísköld. „Þetta var geggjað, þetta er bara yndislegt og yndislegur staður,“ segir Barbara Olguins íbúi á Hellu, sem skellti sér í sund í öllum fötunum. Hvernig stóð á því? „Ég er ekki í nærfötum því ég var líka að synda í Hjálparfossi, þannig að ég neyddist til að vera í fötunum í Gjánni,“ segir Barbara skellihlæjandi. Baldur Björn, sem skemmti gestum í Þjórsárdal í gær með dansi og söng en hann er aðeins 12 ára gamall. Baldur Björn býr í Árbænum með fjölskyldu sinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Ferðamennska á Íslandi Sund Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Sjá meira