Björgunarsveit á Dalvík var um fjögurleytið í dag kölluð út vegna slasaðs göngumanns í Karlsárdal við Eyjafjörð. Í tilkynningu frá Landsbjörg segir að greiðlega hafi gengið að komast að göngumanninum, sem var slasaður á fæti.
Björgunarmenn fluttu göngumanninn í sjúkrabíl, þangað sem hann var kominn rúmlega fimm. Þaðan var göngumaðurinn fluttur á sjúkrahús til frekari skoðunar en hann er ekki talinn alvarlega slasaður.