Ráðherra sagður hafa ýjað að dómgreindarbresti Ágústu Johnson Sylvía Hall skrifar 2. ágúst 2020 13:43 Kafli úr væntanlegri bók Björns Inga Hrafnssonar var birtur í dag. Vísir/Vilhelm Harkaleg umræða er sögð hafa átt sér stað innan ríkisstjórnarinnar á vormánuðum varðandi opnun landsins. Í kafla úr bók Björns Inga Hrafnssonar, sem birtur er í Morgunblaðinu í dag, er opnun landsins sett í samhengi við hagsmuni Ágústu Johnson, eiginkonu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra, og haft eftir ónefndum ráðherra að hún hafi mögulega gerst sek um dómgreindarbrest. Málið er sagt hafa verið umdeilt innan ríkisstjórnarinnar en því haldið fram að hagsmunaaðilar hafi þrýst mjög á að landið yrði opnað fyrir ferðamönnum á ný. Icelandair og aðilar í ferðaþjónustu hafi kallað eftir tilslökunum vegna góðs árangurs hér á landi á sama tíma og faraldurinn var í uppsveiflu á heimsvísu. Í bókinni segir að ráðherrar hafi tekist á um þessi mál, umræðan hafi verið mikil og harkaleg á köflum. Guðlaugur Þór hafi talað fyrir opnun landamæranna sem fyrst, sem og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir: „Innan ríkisstjórnarinnar var fólk meðvitað um persónulega hagsmuni utanríkisráðherrans í málinu, en eiginkona hans Ágústa Johnson á 2,4% hlut í Bláa lóninu, einu stærsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins, gegnum einkahlutafélagið Bogmanninn,“ segir í bók Björns Inga. Þá er þetta einnig sett í samhengi við arðgreiðslur Bláa lónsins árið 2018 sem numu 4,2 milljörðum króna og þá staðreynd að fyrirtækið ákvað að nýta sér hlutabótaúrræði stjórnvalda. Höfundur ræðir einnig við Kára Stefánsson um opnun landamæranna og „óþægilega stöðu“ utanríkisráðherrans. Hann fullyrði ekki að hagsmunir Ágústu Johnson hafi spilað þar inn í en það sé „óþægilegt“ að leiða hugann að því. Í kaflanum er Ágústa jafnframt sögð hafa sent erindi fyrir hönd eigenda líkamsræktarstöðva til sóttvarnalæknis og afrit af því á ráðherra þar sem því er mótmælt að stöðvunum væri skylt að hafa lokað eftir að sundlaugar voru opnaðar, en sundlaugum var heimilt að opna 18. maí og líkamsræktarstöðvum viku síðar. Er haft eftir ónefndum ráðherra í ríkisstjórn það að beri vott um „mikinn dómgreindarbrest“ af hálfu Ágústu, sem skrifaði erindið sem framkvæmdastjóri Hreyfingar. „Þetta sýnir vel hversu mikil taugaveiklun var í gangi. Átti landbúnaðarráðherra sem dæmi að fara að ýta á sóttvarnalækni að opna World Class eða Hreyfingu?“ Í svari Guðlaugs við fyrirspurn Björns Inga segir hann það alltaf hafa legið fyrir að hann væri kvæntur Ágústu. Hann hafi farið í einu og öllu eftir reglum um hagsmunaskráningu og ekki haft forræði yfir ákvörðunum sóttvarnalæknis. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sóknarmöguleikar með opnun landamæra en stíga varlega til jarðar Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir Íslendinga vera að færast nær því að frá frelsi til þess að ferðast eftir þau tíðindi bárust að Danir, Eistar og Færeyingar hafi ákveðið að opna landamæri sín fyrir landsmönnum í júní. 29. maí 2020 18:52 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Fái svigrúm til að líta inn á við og taka utan um fjölskylduna Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Sjá meira
Harkaleg umræða er sögð hafa átt sér stað innan ríkisstjórnarinnar á vormánuðum varðandi opnun landsins. Í kafla úr bók Björns Inga Hrafnssonar, sem birtur er í Morgunblaðinu í dag, er opnun landsins sett í samhengi við hagsmuni Ágústu Johnson, eiginkonu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra, og haft eftir ónefndum ráðherra að hún hafi mögulega gerst sek um dómgreindarbrest. Málið er sagt hafa verið umdeilt innan ríkisstjórnarinnar en því haldið fram að hagsmunaaðilar hafi þrýst mjög á að landið yrði opnað fyrir ferðamönnum á ný. Icelandair og aðilar í ferðaþjónustu hafi kallað eftir tilslökunum vegna góðs árangurs hér á landi á sama tíma og faraldurinn var í uppsveiflu á heimsvísu. Í bókinni segir að ráðherrar hafi tekist á um þessi mál, umræðan hafi verið mikil og harkaleg á köflum. Guðlaugur Þór hafi talað fyrir opnun landamæranna sem fyrst, sem og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir: „Innan ríkisstjórnarinnar var fólk meðvitað um persónulega hagsmuni utanríkisráðherrans í málinu, en eiginkona hans Ágústa Johnson á 2,4% hlut í Bláa lóninu, einu stærsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins, gegnum einkahlutafélagið Bogmanninn,“ segir í bók Björns Inga. Þá er þetta einnig sett í samhengi við arðgreiðslur Bláa lónsins árið 2018 sem numu 4,2 milljörðum króna og þá staðreynd að fyrirtækið ákvað að nýta sér hlutabótaúrræði stjórnvalda. Höfundur ræðir einnig við Kára Stefánsson um opnun landamæranna og „óþægilega stöðu“ utanríkisráðherrans. Hann fullyrði ekki að hagsmunir Ágústu Johnson hafi spilað þar inn í en það sé „óþægilegt“ að leiða hugann að því. Í kaflanum er Ágústa jafnframt sögð hafa sent erindi fyrir hönd eigenda líkamsræktarstöðva til sóttvarnalæknis og afrit af því á ráðherra þar sem því er mótmælt að stöðvunum væri skylt að hafa lokað eftir að sundlaugar voru opnaðar, en sundlaugum var heimilt að opna 18. maí og líkamsræktarstöðvum viku síðar. Er haft eftir ónefndum ráðherra í ríkisstjórn það að beri vott um „mikinn dómgreindarbrest“ af hálfu Ágústu, sem skrifaði erindið sem framkvæmdastjóri Hreyfingar. „Þetta sýnir vel hversu mikil taugaveiklun var í gangi. Átti landbúnaðarráðherra sem dæmi að fara að ýta á sóttvarnalækni að opna World Class eða Hreyfingu?“ Í svari Guðlaugs við fyrirspurn Björns Inga segir hann það alltaf hafa legið fyrir að hann væri kvæntur Ágústu. Hann hafi farið í einu og öllu eftir reglum um hagsmunaskráningu og ekki haft forræði yfir ákvörðunum sóttvarnalæknis.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sóknarmöguleikar með opnun landamæra en stíga varlega til jarðar Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir Íslendinga vera að færast nær því að frá frelsi til þess að ferðast eftir þau tíðindi bárust að Danir, Eistar og Færeyingar hafi ákveðið að opna landamæri sín fyrir landsmönnum í júní. 29. maí 2020 18:52 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Fái svigrúm til að líta inn á við og taka utan um fjölskylduna Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Sjá meira
Sóknarmöguleikar með opnun landamæra en stíga varlega til jarðar Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir Íslendinga vera að færast nær því að frá frelsi til þess að ferðast eftir þau tíðindi bárust að Danir, Eistar og Færeyingar hafi ákveðið að opna landamæri sín fyrir landsmönnum í júní. 29. maí 2020 18:52