Innlent

Þrettán innan­lands­smit í gær

Sylvía Hall skrifar
Fólki í sóttkví fjölgar um 115.
Fólki í sóttkví fjölgar um 115. Vísir/vilhelm

Þrettán greindust með kórónuveiruna á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans í gær og einn við landamæraskimun. Sá sem greindist við landamærin bíður nú eftir niðurstöðum úr mótefnamælingu.

Því eru 72 í einangrun eins og er samkvæmt nýjustu tölum á Covid.is. Fólki í sóttkví fjölgar um 115 og eru því 569 í sóttkví í dag en í gær voru 454.

Einn liggur á sjúkrahúsi vegna Covid-19 en viðkomandi er ekki á gjörgæslu.

Töluverður fjöldi sýna var tekinn í gær: 555 hjá Íslenskri erfðagreiningu, 271 á sýkla- og veirufræðideild og 2.362 í landamæraskimun.

Boðað hefur verið til upplýsingafundar klukkan 14 í dag þar sem þau Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, Alma D. Möller landlæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra fara yfir stöðu mála í kórónuveirufaraldrinum hér á landi.

Fundurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×