Íslendingar hætti að leita að sökudólgum í faraldrinum Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. ágúst 2020 12:23 Gylfi Þór Þorsteinsson umsjónarmaður farsóttarhúsa. vísir/einar Umsjónarmaður farsóttarhúsa hvetur Íslendinga til að hætta að leita sökudólgum í faraldrinum. Engum sé um að kenna að smituðum fjölgi nú á ný, hvorki ferðamönnum né hælisleitendum en enginn hefur greinst í síðarnefnda hópnum. Fjögur farsóttarhús eru í landinu. Tvö við Rauðarárstíg í Reykjavík, eitt á Akureyri og annað á Egilsstöðum. Samanlagt dvelja þar á fjórða tug Íslendinga og útlendinga í einangrun og sóttkví, langflest í Reykjavík en ein fjölskylda er í farsóttarhúsinu á Akureyri eftir að einn fjölskyldumeðlima greindist með veiruna þar í gær. Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsanna, segir að risið í faraldrinum síðustu daga á Íslandi sé ekki ferðamönnum eða flóttamönnum að kenna. Borið hefur á gagnrýni í garð ferðaþjónustunnar síðustu daga, til að mynda úr röðum tónlistarfólks, og henni kennt um fjölgun smita að undanförnu. Gylfi Þór segir engan vera sökudólg í þessum efnum, hvað þá þau sem að endingu leita í farsóttarhúsin. „Ekki frekar en þeir Íslendingar sem smitast. Þetta er veira sem við erum að kljást við og hún fer ekki í manngreiningarálit,“ segir Gylfi Þór. „Hún getur sest í okkur öll og við verðum að hætta að benda hvort á annað, hætta að leita að sökudólgum og standa frekar saman í því að sigrast á henni.“ Þannig að fólk ætti að láta af gagnrýni sinni á þá ferðamenn sem hingað koma? „Já, við náum þeim ferðamönnum sem koma til landsins á landamærunum. Ef þeir eru sýktir þá koma þeir hingað [í farsóttarhús]. Ef ég man þetta rétt þá hefur aðeins einn ferðamaður, líklega sá sem er á Akureyri, fengið neikvætt í fyrri skimun en smitast svo. Hann getur allt eins hafa smitast af Íslendingi.“ Gylfi Þór segir þjóðerni því ekki skipta máli í baráttunni við faraldurinn. „Sem dæmi hefur enginn þeirra hælisleitenda sem komið hefur til landsins verið smitaður,“ segir Gylfi. „Þannig að við getum ekki bara verið að benda út í loftið.“ Gylfi sendi frá sér pistil um sama efni í gærkvöldi. Hann má lesa hér að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Flóttamenn Tengdar fréttir Boðað til upplýsingafundar í dag Fulltrúar landlæknis og almannavarna boða til upplýsingafundar um kórónuveirufaraldurinn klukkan 14:00 í dag. Nýjar og hertar sóttvarnareglur tóku gildi í gær eftir nýlega fjölgun nýrra smita. 1. ágúst 2020 11:12 Bransinn bregst við nýjum takmörkunum: „Reiður og sár“ Hertari aðgerðir vegna kórónuveirunnar taka gildi á hádegi á morgun. Þeirra á meðal er að fjöldatakmörk verða lækkuð úr 500 manns niður í 100 manns. 30. júlí 2020 12:05 Sjö greindust með veiruna Sjö greindust með kórónuveirusmit á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans í gær. 1. ágúst 2020 11:06 Bransinn bregst við nýjum takmörkunum: „Reiður og sár“ Hertari aðgerðir vegna kórónuveirunnar taka gildi á hádegi á morgun. Þeirra á meðal er að fjöldatakmörk verða lækkuð úr 500 manns niður í 100 manns. 30. júlí 2020 12:05 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Sjá meira
Umsjónarmaður farsóttarhúsa hvetur Íslendinga til að hætta að leita sökudólgum í faraldrinum. Engum sé um að kenna að smituðum fjölgi nú á ný, hvorki ferðamönnum né hælisleitendum en enginn hefur greinst í síðarnefnda hópnum. Fjögur farsóttarhús eru í landinu. Tvö við Rauðarárstíg í Reykjavík, eitt á Akureyri og annað á Egilsstöðum. Samanlagt dvelja þar á fjórða tug Íslendinga og útlendinga í einangrun og sóttkví, langflest í Reykjavík en ein fjölskylda er í farsóttarhúsinu á Akureyri eftir að einn fjölskyldumeðlima greindist með veiruna þar í gær. Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsanna, segir að risið í faraldrinum síðustu daga á Íslandi sé ekki ferðamönnum eða flóttamönnum að kenna. Borið hefur á gagnrýni í garð ferðaþjónustunnar síðustu daga, til að mynda úr röðum tónlistarfólks, og henni kennt um fjölgun smita að undanförnu. Gylfi Þór segir engan vera sökudólg í þessum efnum, hvað þá þau sem að endingu leita í farsóttarhúsin. „Ekki frekar en þeir Íslendingar sem smitast. Þetta er veira sem við erum að kljást við og hún fer ekki í manngreiningarálit,“ segir Gylfi Þór. „Hún getur sest í okkur öll og við verðum að hætta að benda hvort á annað, hætta að leita að sökudólgum og standa frekar saman í því að sigrast á henni.“ Þannig að fólk ætti að láta af gagnrýni sinni á þá ferðamenn sem hingað koma? „Já, við náum þeim ferðamönnum sem koma til landsins á landamærunum. Ef þeir eru sýktir þá koma þeir hingað [í farsóttarhús]. Ef ég man þetta rétt þá hefur aðeins einn ferðamaður, líklega sá sem er á Akureyri, fengið neikvætt í fyrri skimun en smitast svo. Hann getur allt eins hafa smitast af Íslendingi.“ Gylfi Þór segir þjóðerni því ekki skipta máli í baráttunni við faraldurinn. „Sem dæmi hefur enginn þeirra hælisleitenda sem komið hefur til landsins verið smitaður,“ segir Gylfi. „Þannig að við getum ekki bara verið að benda út í loftið.“ Gylfi sendi frá sér pistil um sama efni í gærkvöldi. Hann má lesa hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Flóttamenn Tengdar fréttir Boðað til upplýsingafundar í dag Fulltrúar landlæknis og almannavarna boða til upplýsingafundar um kórónuveirufaraldurinn klukkan 14:00 í dag. Nýjar og hertar sóttvarnareglur tóku gildi í gær eftir nýlega fjölgun nýrra smita. 1. ágúst 2020 11:12 Bransinn bregst við nýjum takmörkunum: „Reiður og sár“ Hertari aðgerðir vegna kórónuveirunnar taka gildi á hádegi á morgun. Þeirra á meðal er að fjöldatakmörk verða lækkuð úr 500 manns niður í 100 manns. 30. júlí 2020 12:05 Sjö greindust með veiruna Sjö greindust með kórónuveirusmit á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans í gær. 1. ágúst 2020 11:06 Bransinn bregst við nýjum takmörkunum: „Reiður og sár“ Hertari aðgerðir vegna kórónuveirunnar taka gildi á hádegi á morgun. Þeirra á meðal er að fjöldatakmörk verða lækkuð úr 500 manns niður í 100 manns. 30. júlí 2020 12:05 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Sjá meira
Boðað til upplýsingafundar í dag Fulltrúar landlæknis og almannavarna boða til upplýsingafundar um kórónuveirufaraldurinn klukkan 14:00 í dag. Nýjar og hertar sóttvarnareglur tóku gildi í gær eftir nýlega fjölgun nýrra smita. 1. ágúst 2020 11:12
Bransinn bregst við nýjum takmörkunum: „Reiður og sár“ Hertari aðgerðir vegna kórónuveirunnar taka gildi á hádegi á morgun. Þeirra á meðal er að fjöldatakmörk verða lækkuð úr 500 manns niður í 100 manns. 30. júlí 2020 12:05
Sjö greindust með veiruna Sjö greindust með kórónuveirusmit á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans í gær. 1. ágúst 2020 11:06
Bransinn bregst við nýjum takmörkunum: „Reiður og sár“ Hertari aðgerðir vegna kórónuveirunnar taka gildi á hádegi á morgun. Þeirra á meðal er að fjöldatakmörk verða lækkuð úr 500 manns niður í 100 manns. 30. júlí 2020 12:05
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?