Hátíðleg en lágstemmd athöfn við innsetningu forseta Íslands Heimir Már Pétursson skrifar 1. ágúst 2020 10:36 Guðni Th. Jóhannesson verður settur i embætti forseta Íslands öðru sinni við hátíðlega en lágstemmda athöfn sem hefst klukkan 15:30 í alþingishúsinu. Gestum við athöfnina hefur verið fækkað umfram það sem áður hafði verið ákveðið og verða aðeins 29 manns viðstaddir innsetninguna. Um miðjan mánuðin hafði verið ákveðið að gestum yrði fækkað úr tæplega þrjú hundruð í áttatíu. En eftir að hert var á sóttvarnaaðgerðum í gær var gestum fækkað enn frekar. Bryndís Hlöðversdóttir ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu hefur þurft að gera miklar breytingar á dagskrá innsetningar Guðna Th. Jóhannessonar í embætti forseta Íslands, nú síðast í gær.Stöð 2/Einar Árnason Bryndís Hlöðversdóttir ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu hefur stjórnað undirbúningi embættistökunnar. „Fyrirkomulagið verður þannig, fyrir utan að við þurftum að fækka boðsgestum verulega í ljósi tveggja metra reglunnar sem hefur nú tekið gildi aftur, að þá verður athöfninni ekki varpað á skjá út á Austurvöll eins og verið hefur. Forsetahjónin munu ekki stíga út á svalir þinghússins. Auk þess sem það verður ekki helgistund í Dómkirkjunni og ganga milli kirkju og þinghúss eiins og verið hefur. En biskup mun flytja sín blessunarorð inni í alþingishúsinu," segir Bryndís. Forseti Alþingis, forseti Hæstaréttar og forsætisráðherra hafa farið með forsetavald frá miðnætti þegar fyrsta kjörtímabil Guðna rann út. Einungis þrír ráðherrar verða viðstaddir athöfnina í dag, forsætisráðherra, fjármálaráðherra og samgönguráðherra, það er að segja formenn stjórnarflokkanna. Þá verða formenn stjórnarandstöðuflokkanna sömuleiðis viðstaddir ásamt Vigdísi Finnbogadóttur og Ólafi Ragnari Grímssyni fyrrverandi forsetum Íslands og Dorrit Moussaieff eiginkonu hans og nánasta fjölskylda forseta Íslands. Forseta Íslands verður ekki óskað til hamingju að athöfn lokinni með handabandi vegna sóttvarna. Guðni hefur hætt við móttöku fyrir nánustu fjölskyldu og vini á Bessastöðum í dag vegna sóttvarnareglna sem kynntar voru í gær. Athöfninni verður streymt beint á Vísi. Forseti Íslands Tengdar fréttir Mun færri verða við innsetningu forseta Íslands en áður Mun færri verða viðstaddir innsetningu Guðna Th. Jóhannessonar í embætti forseta Íslands öðru sinni en venja er vegna kórónuveirufaraldursins. Þannig munu formenn flokkanna einir verða fulltrúar þingmanna við athöfnina. 18. júlí 2020 19:01 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson verður settur i embætti forseta Íslands öðru sinni við hátíðlega en lágstemmda athöfn sem hefst klukkan 15:30 í alþingishúsinu. Gestum við athöfnina hefur verið fækkað umfram það sem áður hafði verið ákveðið og verða aðeins 29 manns viðstaddir innsetninguna. Um miðjan mánuðin hafði verið ákveðið að gestum yrði fækkað úr tæplega þrjú hundruð í áttatíu. En eftir að hert var á sóttvarnaaðgerðum í gær var gestum fækkað enn frekar. Bryndís Hlöðversdóttir ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu hefur þurft að gera miklar breytingar á dagskrá innsetningar Guðna Th. Jóhannessonar í embætti forseta Íslands, nú síðast í gær.Stöð 2/Einar Árnason Bryndís Hlöðversdóttir ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu hefur stjórnað undirbúningi embættistökunnar. „Fyrirkomulagið verður þannig, fyrir utan að við þurftum að fækka boðsgestum verulega í ljósi tveggja metra reglunnar sem hefur nú tekið gildi aftur, að þá verður athöfninni ekki varpað á skjá út á Austurvöll eins og verið hefur. Forsetahjónin munu ekki stíga út á svalir þinghússins. Auk þess sem það verður ekki helgistund í Dómkirkjunni og ganga milli kirkju og þinghúss eiins og verið hefur. En biskup mun flytja sín blessunarorð inni í alþingishúsinu," segir Bryndís. Forseti Alþingis, forseti Hæstaréttar og forsætisráðherra hafa farið með forsetavald frá miðnætti þegar fyrsta kjörtímabil Guðna rann út. Einungis þrír ráðherrar verða viðstaddir athöfnina í dag, forsætisráðherra, fjármálaráðherra og samgönguráðherra, það er að segja formenn stjórnarflokkanna. Þá verða formenn stjórnarandstöðuflokkanna sömuleiðis viðstaddir ásamt Vigdísi Finnbogadóttur og Ólafi Ragnari Grímssyni fyrrverandi forsetum Íslands og Dorrit Moussaieff eiginkonu hans og nánasta fjölskylda forseta Íslands. Forseta Íslands verður ekki óskað til hamingju að athöfn lokinni með handabandi vegna sóttvarna. Guðni hefur hætt við móttöku fyrir nánustu fjölskyldu og vini á Bessastöðum í dag vegna sóttvarnareglna sem kynntar voru í gær. Athöfninni verður streymt beint á Vísi.
Forseti Íslands Tengdar fréttir Mun færri verða við innsetningu forseta Íslands en áður Mun færri verða viðstaddir innsetningu Guðna Th. Jóhannessonar í embætti forseta Íslands öðru sinni en venja er vegna kórónuveirufaraldursins. Þannig munu formenn flokkanna einir verða fulltrúar þingmanna við athöfnina. 18. júlí 2020 19:01 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Mun færri verða við innsetningu forseta Íslands en áður Mun færri verða viðstaddir innsetningu Guðna Th. Jóhannessonar í embætti forseta Íslands öðru sinni en venja er vegna kórónuveirufaraldursins. Þannig munu formenn flokkanna einir verða fulltrúar þingmanna við athöfnina. 18. júlí 2020 19:01