Hátíðleg en lágstemmd athöfn við innsetningu forseta Íslands Heimir Már Pétursson skrifar 1. ágúst 2020 10:36 Guðni Th. Jóhannesson verður settur i embætti forseta Íslands öðru sinni við hátíðlega en lágstemmda athöfn sem hefst klukkan 15:30 í alþingishúsinu. Gestum við athöfnina hefur verið fækkað umfram það sem áður hafði verið ákveðið og verða aðeins 29 manns viðstaddir innsetninguna. Um miðjan mánuðin hafði verið ákveðið að gestum yrði fækkað úr tæplega þrjú hundruð í áttatíu. En eftir að hert var á sóttvarnaaðgerðum í gær var gestum fækkað enn frekar. Bryndís Hlöðversdóttir ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu hefur þurft að gera miklar breytingar á dagskrá innsetningar Guðna Th. Jóhannessonar í embætti forseta Íslands, nú síðast í gær.Stöð 2/Einar Árnason Bryndís Hlöðversdóttir ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu hefur stjórnað undirbúningi embættistökunnar. „Fyrirkomulagið verður þannig, fyrir utan að við þurftum að fækka boðsgestum verulega í ljósi tveggja metra reglunnar sem hefur nú tekið gildi aftur, að þá verður athöfninni ekki varpað á skjá út á Austurvöll eins og verið hefur. Forsetahjónin munu ekki stíga út á svalir þinghússins. Auk þess sem það verður ekki helgistund í Dómkirkjunni og ganga milli kirkju og þinghúss eiins og verið hefur. En biskup mun flytja sín blessunarorð inni í alþingishúsinu," segir Bryndís. Forseti Alþingis, forseti Hæstaréttar og forsætisráðherra hafa farið með forsetavald frá miðnætti þegar fyrsta kjörtímabil Guðna rann út. Einungis þrír ráðherrar verða viðstaddir athöfnina í dag, forsætisráðherra, fjármálaráðherra og samgönguráðherra, það er að segja formenn stjórnarflokkanna. Þá verða formenn stjórnarandstöðuflokkanna sömuleiðis viðstaddir ásamt Vigdísi Finnbogadóttur og Ólafi Ragnari Grímssyni fyrrverandi forsetum Íslands og Dorrit Moussaieff eiginkonu hans og nánasta fjölskylda forseta Íslands. Forseta Íslands verður ekki óskað til hamingju að athöfn lokinni með handabandi vegna sóttvarna. Guðni hefur hætt við móttöku fyrir nánustu fjölskyldu og vini á Bessastöðum í dag vegna sóttvarnareglna sem kynntar voru í gær. Athöfninni verður streymt beint á Vísi. Forseti Íslands Tengdar fréttir Mun færri verða við innsetningu forseta Íslands en áður Mun færri verða viðstaddir innsetningu Guðna Th. Jóhannessonar í embætti forseta Íslands öðru sinni en venja er vegna kórónuveirufaraldursins. Þannig munu formenn flokkanna einir verða fulltrúar þingmanna við athöfnina. 18. júlí 2020 19:01 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson verður settur i embætti forseta Íslands öðru sinni við hátíðlega en lágstemmda athöfn sem hefst klukkan 15:30 í alþingishúsinu. Gestum við athöfnina hefur verið fækkað umfram það sem áður hafði verið ákveðið og verða aðeins 29 manns viðstaddir innsetninguna. Um miðjan mánuðin hafði verið ákveðið að gestum yrði fækkað úr tæplega þrjú hundruð í áttatíu. En eftir að hert var á sóttvarnaaðgerðum í gær var gestum fækkað enn frekar. Bryndís Hlöðversdóttir ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu hefur þurft að gera miklar breytingar á dagskrá innsetningar Guðna Th. Jóhannessonar í embætti forseta Íslands, nú síðast í gær.Stöð 2/Einar Árnason Bryndís Hlöðversdóttir ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu hefur stjórnað undirbúningi embættistökunnar. „Fyrirkomulagið verður þannig, fyrir utan að við þurftum að fækka boðsgestum verulega í ljósi tveggja metra reglunnar sem hefur nú tekið gildi aftur, að þá verður athöfninni ekki varpað á skjá út á Austurvöll eins og verið hefur. Forsetahjónin munu ekki stíga út á svalir þinghússins. Auk þess sem það verður ekki helgistund í Dómkirkjunni og ganga milli kirkju og þinghúss eiins og verið hefur. En biskup mun flytja sín blessunarorð inni í alþingishúsinu," segir Bryndís. Forseti Alþingis, forseti Hæstaréttar og forsætisráðherra hafa farið með forsetavald frá miðnætti þegar fyrsta kjörtímabil Guðna rann út. Einungis þrír ráðherrar verða viðstaddir athöfnina í dag, forsætisráðherra, fjármálaráðherra og samgönguráðherra, það er að segja formenn stjórnarflokkanna. Þá verða formenn stjórnarandstöðuflokkanna sömuleiðis viðstaddir ásamt Vigdísi Finnbogadóttur og Ólafi Ragnari Grímssyni fyrrverandi forsetum Íslands og Dorrit Moussaieff eiginkonu hans og nánasta fjölskylda forseta Íslands. Forseta Íslands verður ekki óskað til hamingju að athöfn lokinni með handabandi vegna sóttvarna. Guðni hefur hætt við móttöku fyrir nánustu fjölskyldu og vini á Bessastöðum í dag vegna sóttvarnareglna sem kynntar voru í gær. Athöfninni verður streymt beint á Vísi.
Forseti Íslands Tengdar fréttir Mun færri verða við innsetningu forseta Íslands en áður Mun færri verða viðstaddir innsetningu Guðna Th. Jóhannessonar í embætti forseta Íslands öðru sinni en venja er vegna kórónuveirufaraldursins. Þannig munu formenn flokkanna einir verða fulltrúar þingmanna við athöfnina. 18. júlí 2020 19:01 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Mun færri verða við innsetningu forseta Íslands en áður Mun færri verða viðstaddir innsetningu Guðna Th. Jóhannessonar í embætti forseta Íslands öðru sinni en venja er vegna kórónuveirufaraldursins. Þannig munu formenn flokkanna einir verða fulltrúar þingmanna við athöfnina. 18. júlí 2020 19:01