Ekki ólíklegt að áfram verði hert og slakað þar til bóluefni kemur á markað Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. júlí 2020 15:15 Alma Möller, landlæknir. Vísir/vilhelm Það kæmi ekki á óvart þótt ýmist þyrfti að slaka á aðgerðum vegna kórónuveirunnar og herða þær á ný þangað til bóluefni við veirunni er komið á markað. Þetta kom fram í máli Ölmu Möller á upplýsingafundi almannavarna nú síðdegis. Alma sagði að vegna þeirrar stöðu sem uppi er núna þurfi allir að vera sérstaklega á varðbergi gagnvart einkennum. Hún minnti á að helstu einkenni sem borið hefur á undanfarið eru hálssærindi, hiti, slappleiki, höfuðverkur, hósti og andþyngsli. Þá minnti hún á sjaldgæfari einkenni eins og tap á bragð- og lyktarskyni, ógleði, uppköst og niðurgangur. Fólk með einkenni haldi sig heima og veri ekki á ferðinni fyrr en neikvætt sýni liggi fyrir. Þá þakkaði Alma almenningi fyrir að hafa brugðist vel við hertum aðgerðum. „Mér finnst fólk almennt sýna mikinn skilning og ég veit að það mun enginn láta sitt eftir liggja, enda mikið í húfi. […] Við þurfum öll að sýna yfirvegun, tala af varfærni og skynsemi, notum ekki stærri orð en þörf er á og völdum ekki öðrum kvíða. Einhverjum finnst of lítið gert, öðrum of mikið en sóttvarnalæknir reynir að fara bil beggja og það hefur alltaf verið helsta markmiðið að grípa ekki til harðari aðgerða en þörf er á,“ sagði Alma. „Þessi veira er sjálfri sér samkvæm. Hún rís upp þegar slakað er á og það kæmi ekki á óvart þótt við yrðum í því að herða og slaka þar til bóluefni er fram komið.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Skólar og aðrar stofnanir þurfa að undirbúa skerta starfsemi Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir skynsamlegt að skólastjórnendur og fyrirtæki undirbúi sig ef grípa þarf til hertari aðgerða í haust. 31. júlí 2020 15:10 „Við erum alls ekki að mæla með almennri notkun á grímum“ Sóttvarnalæknir segir nýjar niðurstöður um grímunotkun í ákveðnum tilfellum hafa verið grunninn að nýjum tilmælum stjórnvalda. 31. júlí 2020 13:00 Níu af ellefu nýsmituðum voru ekki í sóttkví Níu af þeim ellefu sem greindust með innanlandssmit í gær voru ekki í sóttkví við greiningu. Tveir voru í sóttkví. 31. júlí 2020 12:23 Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Sjá meira
Það kæmi ekki á óvart þótt ýmist þyrfti að slaka á aðgerðum vegna kórónuveirunnar og herða þær á ný þangað til bóluefni við veirunni er komið á markað. Þetta kom fram í máli Ölmu Möller á upplýsingafundi almannavarna nú síðdegis. Alma sagði að vegna þeirrar stöðu sem uppi er núna þurfi allir að vera sérstaklega á varðbergi gagnvart einkennum. Hún minnti á að helstu einkenni sem borið hefur á undanfarið eru hálssærindi, hiti, slappleiki, höfuðverkur, hósti og andþyngsli. Þá minnti hún á sjaldgæfari einkenni eins og tap á bragð- og lyktarskyni, ógleði, uppköst og niðurgangur. Fólk með einkenni haldi sig heima og veri ekki á ferðinni fyrr en neikvætt sýni liggi fyrir. Þá þakkaði Alma almenningi fyrir að hafa brugðist vel við hertum aðgerðum. „Mér finnst fólk almennt sýna mikinn skilning og ég veit að það mun enginn láta sitt eftir liggja, enda mikið í húfi. […] Við þurfum öll að sýna yfirvegun, tala af varfærni og skynsemi, notum ekki stærri orð en þörf er á og völdum ekki öðrum kvíða. Einhverjum finnst of lítið gert, öðrum of mikið en sóttvarnalæknir reynir að fara bil beggja og það hefur alltaf verið helsta markmiðið að grípa ekki til harðari aðgerða en þörf er á,“ sagði Alma. „Þessi veira er sjálfri sér samkvæm. Hún rís upp þegar slakað er á og það kæmi ekki á óvart þótt við yrðum í því að herða og slaka þar til bóluefni er fram komið.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Skólar og aðrar stofnanir þurfa að undirbúa skerta starfsemi Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir skynsamlegt að skólastjórnendur og fyrirtæki undirbúi sig ef grípa þarf til hertari aðgerða í haust. 31. júlí 2020 15:10 „Við erum alls ekki að mæla með almennri notkun á grímum“ Sóttvarnalæknir segir nýjar niðurstöður um grímunotkun í ákveðnum tilfellum hafa verið grunninn að nýjum tilmælum stjórnvalda. 31. júlí 2020 13:00 Níu af ellefu nýsmituðum voru ekki í sóttkví Níu af þeim ellefu sem greindust með innanlandssmit í gær voru ekki í sóttkví við greiningu. Tveir voru í sóttkví. 31. júlí 2020 12:23 Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Sjá meira
Skólar og aðrar stofnanir þurfa að undirbúa skerta starfsemi Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir skynsamlegt að skólastjórnendur og fyrirtæki undirbúi sig ef grípa þarf til hertari aðgerða í haust. 31. júlí 2020 15:10
„Við erum alls ekki að mæla með almennri notkun á grímum“ Sóttvarnalæknir segir nýjar niðurstöður um grímunotkun í ákveðnum tilfellum hafa verið grunninn að nýjum tilmælum stjórnvalda. 31. júlí 2020 13:00
Níu af ellefu nýsmituðum voru ekki í sóttkví Níu af þeim ellefu sem greindust með innanlandssmit í gær voru ekki í sóttkví við greiningu. Tveir voru í sóttkví. 31. júlí 2020 12:23