Ekki ólíklegt að áfram verði hert og slakað þar til bóluefni kemur á markað Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. júlí 2020 15:15 Alma Möller, landlæknir. Vísir/vilhelm Það kæmi ekki á óvart þótt ýmist þyrfti að slaka á aðgerðum vegna kórónuveirunnar og herða þær á ný þangað til bóluefni við veirunni er komið á markað. Þetta kom fram í máli Ölmu Möller á upplýsingafundi almannavarna nú síðdegis. Alma sagði að vegna þeirrar stöðu sem uppi er núna þurfi allir að vera sérstaklega á varðbergi gagnvart einkennum. Hún minnti á að helstu einkenni sem borið hefur á undanfarið eru hálssærindi, hiti, slappleiki, höfuðverkur, hósti og andþyngsli. Þá minnti hún á sjaldgæfari einkenni eins og tap á bragð- og lyktarskyni, ógleði, uppköst og niðurgangur. Fólk með einkenni haldi sig heima og veri ekki á ferðinni fyrr en neikvætt sýni liggi fyrir. Þá þakkaði Alma almenningi fyrir að hafa brugðist vel við hertum aðgerðum. „Mér finnst fólk almennt sýna mikinn skilning og ég veit að það mun enginn láta sitt eftir liggja, enda mikið í húfi. […] Við þurfum öll að sýna yfirvegun, tala af varfærni og skynsemi, notum ekki stærri orð en þörf er á og völdum ekki öðrum kvíða. Einhverjum finnst of lítið gert, öðrum of mikið en sóttvarnalæknir reynir að fara bil beggja og það hefur alltaf verið helsta markmiðið að grípa ekki til harðari aðgerða en þörf er á,“ sagði Alma. „Þessi veira er sjálfri sér samkvæm. Hún rís upp þegar slakað er á og það kæmi ekki á óvart þótt við yrðum í því að herða og slaka þar til bóluefni er fram komið.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Skólar og aðrar stofnanir þurfa að undirbúa skerta starfsemi Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir skynsamlegt að skólastjórnendur og fyrirtæki undirbúi sig ef grípa þarf til hertari aðgerða í haust. 31. júlí 2020 15:10 „Við erum alls ekki að mæla með almennri notkun á grímum“ Sóttvarnalæknir segir nýjar niðurstöður um grímunotkun í ákveðnum tilfellum hafa verið grunninn að nýjum tilmælum stjórnvalda. 31. júlí 2020 13:00 Níu af ellefu nýsmituðum voru ekki í sóttkví Níu af þeim ellefu sem greindust með innanlandssmit í gær voru ekki í sóttkví við greiningu. Tveir voru í sóttkví. 31. júlí 2020 12:23 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar Sjá meira
Það kæmi ekki á óvart þótt ýmist þyrfti að slaka á aðgerðum vegna kórónuveirunnar og herða þær á ný þangað til bóluefni við veirunni er komið á markað. Þetta kom fram í máli Ölmu Möller á upplýsingafundi almannavarna nú síðdegis. Alma sagði að vegna þeirrar stöðu sem uppi er núna þurfi allir að vera sérstaklega á varðbergi gagnvart einkennum. Hún minnti á að helstu einkenni sem borið hefur á undanfarið eru hálssærindi, hiti, slappleiki, höfuðverkur, hósti og andþyngsli. Þá minnti hún á sjaldgæfari einkenni eins og tap á bragð- og lyktarskyni, ógleði, uppköst og niðurgangur. Fólk með einkenni haldi sig heima og veri ekki á ferðinni fyrr en neikvætt sýni liggi fyrir. Þá þakkaði Alma almenningi fyrir að hafa brugðist vel við hertum aðgerðum. „Mér finnst fólk almennt sýna mikinn skilning og ég veit að það mun enginn láta sitt eftir liggja, enda mikið í húfi. […] Við þurfum öll að sýna yfirvegun, tala af varfærni og skynsemi, notum ekki stærri orð en þörf er á og völdum ekki öðrum kvíða. Einhverjum finnst of lítið gert, öðrum of mikið en sóttvarnalæknir reynir að fara bil beggja og það hefur alltaf verið helsta markmiðið að grípa ekki til harðari aðgerða en þörf er á,“ sagði Alma. „Þessi veira er sjálfri sér samkvæm. Hún rís upp þegar slakað er á og það kæmi ekki á óvart þótt við yrðum í því að herða og slaka þar til bóluefni er fram komið.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Skólar og aðrar stofnanir þurfa að undirbúa skerta starfsemi Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir skynsamlegt að skólastjórnendur og fyrirtæki undirbúi sig ef grípa þarf til hertari aðgerða í haust. 31. júlí 2020 15:10 „Við erum alls ekki að mæla með almennri notkun á grímum“ Sóttvarnalæknir segir nýjar niðurstöður um grímunotkun í ákveðnum tilfellum hafa verið grunninn að nýjum tilmælum stjórnvalda. 31. júlí 2020 13:00 Níu af ellefu nýsmituðum voru ekki í sóttkví Níu af þeim ellefu sem greindust með innanlandssmit í gær voru ekki í sóttkví við greiningu. Tveir voru í sóttkví. 31. júlí 2020 12:23 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar Sjá meira
Skólar og aðrar stofnanir þurfa að undirbúa skerta starfsemi Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir skynsamlegt að skólastjórnendur og fyrirtæki undirbúi sig ef grípa þarf til hertari aðgerða í haust. 31. júlí 2020 15:10
„Við erum alls ekki að mæla með almennri notkun á grímum“ Sóttvarnalæknir segir nýjar niðurstöður um grímunotkun í ákveðnum tilfellum hafa verið grunninn að nýjum tilmælum stjórnvalda. 31. júlí 2020 13:00
Níu af ellefu nýsmituðum voru ekki í sóttkví Níu af þeim ellefu sem greindust með innanlandssmit í gær voru ekki í sóttkví við greiningu. Tveir voru í sóttkví. 31. júlí 2020 12:23