„Við erum alls ekki að mæla með almennri notkun á grímum“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. júlí 2020 13:00 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir í samtali við fréttastofu að líta verði í réttu ljósi á tilmæli stjórnvalda um grímuskyldu í almenningsrýmum þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra fjarlægð milli fólks. Þá segir hann grímunotkun alls ekki koma í staðinn fyrir tveggja metra regluna og almenn notkun á grímum sé ekki ákjósanleg. Tilmæli um notkun gríma í ákveðnum tilfellum var hluti af hertum aðgerðum stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins, sem kynntar voru í gær. „Við höfum talað um það allan tímann að almenn notkun almennings á grímum muni sennilega ekki skila miklu, jafnvel litlu, og geti veitt falskt öryggi. Það höfum við talað um það allan tímann. Síðan var talað um það hér í júni, með grímuskyldu, þá sögðum við að það væri engin þörf á að nota grímur. Sérstaklega í ljósi þess að engin smit voru í gangi.“ Síðan þá hafi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin birt niðurstöður um að grímur geti gert gagn þar sem ekki er hægt að viðhafa aðrar sóttvarnir, svo sem nægilega mikla fjarlægð milli fólks. „Það er á þeim grunni sem við erum að mæla með því að komið verði á leiðbeiningum um notkun gríma, þegar ekki er hægt að viðhafa aðrar sóttvarnir. Við erum alls ekki að mæla með almennri notkun á grímum.“ Þá segir Þórólfur að alltaf hafi legið fyrir að ef nýjar upplýsingar komi fram, um eitthvað sem gæti verið gagnlegt í sóttvörnum og baráttunni við kórónuveirufaraldurinn, verði það hiklaust tekið í notkun. „Það er verið að taka inn í leiðbeiningar nýjustu upplýsingar.“ En hefur afstaða sérfræðinga gagnvart notkun gríma eitthvað breyst frá upphafi faraldursins? „Hún hefur breyst að því leytinu til að það hafa komið nýjar niðurstöður fram um að grímur gætu komið að gagni í afmörkuðum tilvikum og aðstæðum. Það er á þeim grunni sem við komum með þetta núna, en alls ekki að almenningur fari að nota grímur almennt,“ segir Þórólfur. Hann ítrekar þá það sem áður hefur komið fram, að grímur komi alls ekki í stað tveggja metra reglunnar. Á covid.is, vef Landlæknis og Almannavarna, má nálgast allar helstu upplýsingar um gildandi takmarkanir, sóttvarnir og tölulegar upplýsingar um faraldurinn hér á landi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir í samtali við fréttastofu að líta verði í réttu ljósi á tilmæli stjórnvalda um grímuskyldu í almenningsrýmum þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra fjarlægð milli fólks. Þá segir hann grímunotkun alls ekki koma í staðinn fyrir tveggja metra regluna og almenn notkun á grímum sé ekki ákjósanleg. Tilmæli um notkun gríma í ákveðnum tilfellum var hluti af hertum aðgerðum stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins, sem kynntar voru í gær. „Við höfum talað um það allan tímann að almenn notkun almennings á grímum muni sennilega ekki skila miklu, jafnvel litlu, og geti veitt falskt öryggi. Það höfum við talað um það allan tímann. Síðan var talað um það hér í júni, með grímuskyldu, þá sögðum við að það væri engin þörf á að nota grímur. Sérstaklega í ljósi þess að engin smit voru í gangi.“ Síðan þá hafi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin birt niðurstöður um að grímur geti gert gagn þar sem ekki er hægt að viðhafa aðrar sóttvarnir, svo sem nægilega mikla fjarlægð milli fólks. „Það er á þeim grunni sem við erum að mæla með því að komið verði á leiðbeiningum um notkun gríma, þegar ekki er hægt að viðhafa aðrar sóttvarnir. Við erum alls ekki að mæla með almennri notkun á grímum.“ Þá segir Þórólfur að alltaf hafi legið fyrir að ef nýjar upplýsingar komi fram, um eitthvað sem gæti verið gagnlegt í sóttvörnum og baráttunni við kórónuveirufaraldurinn, verði það hiklaust tekið í notkun. „Það er verið að taka inn í leiðbeiningar nýjustu upplýsingar.“ En hefur afstaða sérfræðinga gagnvart notkun gríma eitthvað breyst frá upphafi faraldursins? „Hún hefur breyst að því leytinu til að það hafa komið nýjar niðurstöður fram um að grímur gætu komið að gagni í afmörkuðum tilvikum og aðstæðum. Það er á þeim grunni sem við komum með þetta núna, en alls ekki að almenningur fari að nota grímur almennt,“ segir Þórólfur. Hann ítrekar þá það sem áður hefur komið fram, að grímur komi alls ekki í stað tveggja metra reglunnar. Á covid.is, vef Landlæknis og Almannavarna, má nálgast allar helstu upplýsingar um gildandi takmarkanir, sóttvarnir og tölulegar upplýsingar um faraldurinn hér á landi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira