Leiðbeiningar fyrir grímuskyldu: Grímurnar koma ekki í stað tveggja metra reglu Sylvía Hall skrifar 30. júlí 2020 22:00 Ekki er mælt með almennri notkun á almannafæri og er gríman óþörf ef fjarlægðarmörk eru virt. Vísir/Getty Það er skylda að nota hlífðargrímur ef fólk getur ekki viðhaldið tveggja metra fjarlægðarmörkum þegar hin svokallaða tveggja metra regla tekur gildi að nýju á hádegi á morgun. Ekki er mælt með almennri notkun á almannafæri og er hún óþörf ef fjarlægðarmörk eru virt. Þetta kemur fram í leiðbeiningum frá Embætti landlæknis um notkun á hlífðargrímum. Þar er jafnframt áréttað að hlífðargríma kemur aldrei í stað almennra sýkingavarna sem skal viðhafa; handhreinsun, almennt hreinlæti og þrif á snertiflötum. Hlífðargrímurnar koma þó ekki í stað tveggja metra reglunnar. Í leiðbeiningunum er farið yfir hvar skal nota grímurnar. Fólk skal nota hlífðargrímur í öllu áætlunarflugi, farþegaferjum ef ekki er hægt að virða fjarlægðarmörk og í öðrum almenningssamgöngum ef ekki eru gerðar ráðstafanir til þess að viðhalda fjarlægð milli einstaklinga. „Sérstaklega er mikilvægt að nota grímu í rútum frá flugvelli eftir sýnatöku á landamærum og á lengri leiðum með hópferðabílum, en í innanbæjarsamgöngum þar sem ferð er gjarnan 15-30 mínútur eru það fyrst og fremst einstaklingar í áhættuhópum sem ættu að nota grímu,“ segir í leiðbeiningunum. Þannig er ekki skylda að nota grímu í Strætó nema fyrirtækið ákveði að halda sig við þær reglur sem gefnar voru út í dag. Einnota grímur skulu notaðar að hámarki í fjórar klukkustundir og þá skal henda grímunni í almennt sorp. Mikilvægt er að þvo hendur eða spritta eftir snertingu við grímuna. Einnig er hægt að nota margnota grímur úr taui en að lágmarki skal þvo þær daglega. Hafið í huga: Ekki er mælt með almennri grímunotkun á almannafæri Rök og skítug gríma gerir ekkert gagn og getur aukið sýkingahættu Einnota gríma sem notuð er oftar en einu sinni gerir ekkert gagn og getur aukið sýkingarhættu Hlífðargríma sem hylur ekki bæði nef og munn gerir ekkert gagn Hlífðargríma sem er höfð á enni eða undir höku gerir ekkert gagn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Fjórir handteknir í tengslum við rán Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Erlent Fleiri fréttir Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Sjá meira
Það er skylda að nota hlífðargrímur ef fólk getur ekki viðhaldið tveggja metra fjarlægðarmörkum þegar hin svokallaða tveggja metra regla tekur gildi að nýju á hádegi á morgun. Ekki er mælt með almennri notkun á almannafæri og er hún óþörf ef fjarlægðarmörk eru virt. Þetta kemur fram í leiðbeiningum frá Embætti landlæknis um notkun á hlífðargrímum. Þar er jafnframt áréttað að hlífðargríma kemur aldrei í stað almennra sýkingavarna sem skal viðhafa; handhreinsun, almennt hreinlæti og þrif á snertiflötum. Hlífðargrímurnar koma þó ekki í stað tveggja metra reglunnar. Í leiðbeiningunum er farið yfir hvar skal nota grímurnar. Fólk skal nota hlífðargrímur í öllu áætlunarflugi, farþegaferjum ef ekki er hægt að virða fjarlægðarmörk og í öðrum almenningssamgöngum ef ekki eru gerðar ráðstafanir til þess að viðhalda fjarlægð milli einstaklinga. „Sérstaklega er mikilvægt að nota grímu í rútum frá flugvelli eftir sýnatöku á landamærum og á lengri leiðum með hópferðabílum, en í innanbæjarsamgöngum þar sem ferð er gjarnan 15-30 mínútur eru það fyrst og fremst einstaklingar í áhættuhópum sem ættu að nota grímu,“ segir í leiðbeiningunum. Þannig er ekki skylda að nota grímu í Strætó nema fyrirtækið ákveði að halda sig við þær reglur sem gefnar voru út í dag. Einnota grímur skulu notaðar að hámarki í fjórar klukkustundir og þá skal henda grímunni í almennt sorp. Mikilvægt er að þvo hendur eða spritta eftir snertingu við grímuna. Einnig er hægt að nota margnota grímur úr taui en að lágmarki skal þvo þær daglega. Hafið í huga: Ekki er mælt með almennri grímunotkun á almannafæri Rök og skítug gríma gerir ekkert gagn og getur aukið sýkingahættu Einnota gríma sem notuð er oftar en einu sinni gerir ekkert gagn og getur aukið sýkingarhættu Hlífðargríma sem hylur ekki bæði nef og munn gerir ekkert gagn Hlífðargríma sem er höfð á enni eða undir höku gerir ekkert gagn
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Fjórir handteknir í tengslum við rán Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Erlent Fleiri fréttir Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Sjá meira