Strætó ekki skylt að hafa grímuskyldu Sylvía Hall skrifar 30. júlí 2020 19:53 Í minnisblaði sóttvarnalæknis stóð að grímuskyldan ætti við um almenningssamgöngur þar sem ekki væri hægt að tryggja tveggja metra fjarlægð. Vísir/Vilhelm Grímuskylda sem kveðið er á um í minnisblaði sóttvarnalæknis í tengslum við almenningssamgöngur á ekki við um Strætó. Þetta sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn í kvöldfréttum RÚV og bætti við að áherslan væri frekar á innanlandsflug og ferjur þar sem fólk væri í sama rými í lengri tíma. Jóhann K. Jóhannsson, samskiptastjóri hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, staðfestir í samtali við fréttastofu að Strætó falli ekki undir reglurnar. Reglurnar um grímunotkun séu í smíðum og verði tilbúnar í fyrramálið. Í tillögum sóttvarnalæknis, sem samþykktar voru af heilbrigðisráðherra og taka gildi í hádeginu á morgun segir: „Þar sem ekki er hægt að tryggja 2 metra fjarlægð milli ótengdra einstaklinga með fjöldatakmörkun verði krafist notkunar andlitsgrímu sem hylur nef og munn. Þetta á t.d. við um almenningssamgöngur, þ.m.t. innanlandsflug og farþegaferjur, og starfsemi s.s. hárgreiðslustofur og nuddstofur.“ Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir fyrirtækið hafa litið svo á að reglurnar ættu einnig við um farþegaflutninga í strætisvögnum. „Við lásum þessi fyrirmæli eins og aðrir í þjóðfélaginu og þar stóð almenningssamgöngur, ferjur og flug. Við miðuðum okkar fyrirmæli við það og svo erum við að heyra eitthvað annað núna. Við þurfum bara að taka stöðuna á því á morgun,“ segir Jóhannes í samtali við Vísi. „Það eru í sjálfu sér engar aðrar almenningssamgöngur en Strætó svo það er erfitt að taka því öðruvísi.“ Hann býst við því að stjórnendur Strætó taki stöðuna á morgun og ræði málin. Þeir hafi heyrt „allskonar útfærslur“ en þurfi að fá þetta á hreint. Nýtingin hafi aukist verulega hjá Strætó og farþegafjöldi sé um 30 þúsund manns á dag. „Ég held það sé bara til að auka öryggið að hafa grímu,“ segir Jóhannes um málið. Samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum var lagt upp með að Strætó yrði undanþegin grímuskyldu þar sem um styttri ferðir væri að ræða. Þeim væri þó velkomið að hafa grímuskyldu ef þeir kjósa það. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Samgöngur Strætó Tengdar fréttir Seldu 33 þúsund grímur á tveimur tímum Óhætt er að segja að andlitsgrímur rjúki út eftir að hertar kórónuveiruaðgerðir voru kynntar í hádeginu. 30. júlí 2020 13:39 Hertar aðgerðir: Tveggja metra reglan skylda og 100 manna samkomumörk Hertari aðgerðir vegna kórónuveirunnar taka gildi á hádegi á morgun. Þeirra á meðal er að fjöldatakmörk verða lækkuð úr 500 manns niður í 100 manns. 30. júlí 2020 11:09 Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Sjá meira
Grímuskylda sem kveðið er á um í minnisblaði sóttvarnalæknis í tengslum við almenningssamgöngur á ekki við um Strætó. Þetta sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn í kvöldfréttum RÚV og bætti við að áherslan væri frekar á innanlandsflug og ferjur þar sem fólk væri í sama rými í lengri tíma. Jóhann K. Jóhannsson, samskiptastjóri hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, staðfestir í samtali við fréttastofu að Strætó falli ekki undir reglurnar. Reglurnar um grímunotkun séu í smíðum og verði tilbúnar í fyrramálið. Í tillögum sóttvarnalæknis, sem samþykktar voru af heilbrigðisráðherra og taka gildi í hádeginu á morgun segir: „Þar sem ekki er hægt að tryggja 2 metra fjarlægð milli ótengdra einstaklinga með fjöldatakmörkun verði krafist notkunar andlitsgrímu sem hylur nef og munn. Þetta á t.d. við um almenningssamgöngur, þ.m.t. innanlandsflug og farþegaferjur, og starfsemi s.s. hárgreiðslustofur og nuddstofur.“ Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir fyrirtækið hafa litið svo á að reglurnar ættu einnig við um farþegaflutninga í strætisvögnum. „Við lásum þessi fyrirmæli eins og aðrir í þjóðfélaginu og þar stóð almenningssamgöngur, ferjur og flug. Við miðuðum okkar fyrirmæli við það og svo erum við að heyra eitthvað annað núna. Við þurfum bara að taka stöðuna á því á morgun,“ segir Jóhannes í samtali við Vísi. „Það eru í sjálfu sér engar aðrar almenningssamgöngur en Strætó svo það er erfitt að taka því öðruvísi.“ Hann býst við því að stjórnendur Strætó taki stöðuna á morgun og ræði málin. Þeir hafi heyrt „allskonar útfærslur“ en þurfi að fá þetta á hreint. Nýtingin hafi aukist verulega hjá Strætó og farþegafjöldi sé um 30 þúsund manns á dag. „Ég held það sé bara til að auka öryggið að hafa grímu,“ segir Jóhannes um málið. Samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum var lagt upp með að Strætó yrði undanþegin grímuskyldu þar sem um styttri ferðir væri að ræða. Þeim væri þó velkomið að hafa grímuskyldu ef þeir kjósa það.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Samgöngur Strætó Tengdar fréttir Seldu 33 þúsund grímur á tveimur tímum Óhætt er að segja að andlitsgrímur rjúki út eftir að hertar kórónuveiruaðgerðir voru kynntar í hádeginu. 30. júlí 2020 13:39 Hertar aðgerðir: Tveggja metra reglan skylda og 100 manna samkomumörk Hertari aðgerðir vegna kórónuveirunnar taka gildi á hádegi á morgun. Þeirra á meðal er að fjöldatakmörk verða lækkuð úr 500 manns niður í 100 manns. 30. júlí 2020 11:09 Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Sjá meira
Seldu 33 þúsund grímur á tveimur tímum Óhætt er að segja að andlitsgrímur rjúki út eftir að hertar kórónuveiruaðgerðir voru kynntar í hádeginu. 30. júlí 2020 13:39
Hertar aðgerðir: Tveggja metra reglan skylda og 100 manna samkomumörk Hertari aðgerðir vegna kórónuveirunnar taka gildi á hádegi á morgun. Þeirra á meðal er að fjöldatakmörk verða lækkuð úr 500 manns niður í 100 manns. 30. júlí 2020 11:09