Hertar aðgerðir: Tveggja metra reglan skylda og 100 manna samkomumörk Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. júlí 2020 11:09 Svandís Svavarsdóttir hefur fallist á tillögur sóttvarnalæknis. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Hertari aðgerðir vegna kórónuveirunnar taka gildi á hádegi á morgun. Þeirra á meðal er að fjöldatakmörk verða lækkuð úr 500 manns niður í 100 manns. Tveggja metra reglan tekur aftur gildi og er því ekki lengur valkvæð. Þá verða breytingar á landamærunum. Þetta kom fram í máli heilbrigðisráðherra á blaðamannafundi í dag. Reglurnar byggja á tillögum landlæknis sem ráðherra segist hafa samþykkt. Þær gilda næstu tvær vikurnar hið minnsta. Þar sem er ekki hægt að tryggja tveggja metra regluna er grímuskylda, á þetta sérstaklega við um almenningssamgöngur og farþegaferjur. Vinnustaðir, opinberar byggingar og verslanir þurfa að skipuleggja starfsemina þannig að ekki verði fleiri en 100 samankomnir í einu auk þess sem tveggja metra reglan sé virt. Þá þurfa þessir staðir að tryggja aðgengi að sótthreinsibúnaði fyrir almenning, þ.e. spritti og slíku, og sinni þrifum eins og unnt er. Starfsemi þar sem fólk notar sama búnað, eins og líkamsræktarstöðvar og spilasalir, fá tvo valmöguleika. Annars vegar að gera hlé á starfsemi sinni eða tryggja sótthreinsun á milli notenda. Þá er því beint til safna og annarra menningarhúsa að þeir geri hlé á starfsemi sinni ef þau treysta sér ekki til þess að viðhalda tveggja metra fjarlægðarmörkum milli gesta. Opnunartími skemmti- og veitingastaða breytist ekki, áfram til 23. Tvær skimanir á landamærunum Þá verða aðgerðir hertar á landamærunum. Þau sem koma frá áhættusvæðum og dveljast lengur á Íslandi en í 10 daga þurfa að fara í tvær skimanir. Einu sinni við komuna til landsins og svo aftur að 4 til 6 dögum liðnum. Þá verður skerpt á reglum um heimkomusmitgát. Ef þessar aðgerðir bera ekki árangur og smit koma upp sem rekja má til komu ferðamanna sagði heilbrigðisráðherra að til skoðunar sé að grípa til enn frekari aðgerða á landamærunum. Fréttin hefur verið uppfærð Klippa: Svandís kynnir hertari aðgerðir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Níu ný innanlandssmit bætast við Tíu manns greindust með nýtt afbrigði kórónuveiru innanlands í gær og 39 eru nú í einangrun. Af þeim sem eru með virk smit eru 28 svonefnd innanlandssmit. 30. júlí 2020 11:15 Spítalainnlögn vegna Covid-19 Einstaklingur hefur verið lagður inn á Landspítalann vegna kórónuveirusýkingar 30. júlí 2020 10:47 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Umsvif Rúv takmörkuð og svona á að raða í uppþvottavél Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Sjá meira
Hertari aðgerðir vegna kórónuveirunnar taka gildi á hádegi á morgun. Þeirra á meðal er að fjöldatakmörk verða lækkuð úr 500 manns niður í 100 manns. Tveggja metra reglan tekur aftur gildi og er því ekki lengur valkvæð. Þá verða breytingar á landamærunum. Þetta kom fram í máli heilbrigðisráðherra á blaðamannafundi í dag. Reglurnar byggja á tillögum landlæknis sem ráðherra segist hafa samþykkt. Þær gilda næstu tvær vikurnar hið minnsta. Þar sem er ekki hægt að tryggja tveggja metra regluna er grímuskylda, á þetta sérstaklega við um almenningssamgöngur og farþegaferjur. Vinnustaðir, opinberar byggingar og verslanir þurfa að skipuleggja starfsemina þannig að ekki verði fleiri en 100 samankomnir í einu auk þess sem tveggja metra reglan sé virt. Þá þurfa þessir staðir að tryggja aðgengi að sótthreinsibúnaði fyrir almenning, þ.e. spritti og slíku, og sinni þrifum eins og unnt er. Starfsemi þar sem fólk notar sama búnað, eins og líkamsræktarstöðvar og spilasalir, fá tvo valmöguleika. Annars vegar að gera hlé á starfsemi sinni eða tryggja sótthreinsun á milli notenda. Þá er því beint til safna og annarra menningarhúsa að þeir geri hlé á starfsemi sinni ef þau treysta sér ekki til þess að viðhalda tveggja metra fjarlægðarmörkum milli gesta. Opnunartími skemmti- og veitingastaða breytist ekki, áfram til 23. Tvær skimanir á landamærunum Þá verða aðgerðir hertar á landamærunum. Þau sem koma frá áhættusvæðum og dveljast lengur á Íslandi en í 10 daga þurfa að fara í tvær skimanir. Einu sinni við komuna til landsins og svo aftur að 4 til 6 dögum liðnum. Þá verður skerpt á reglum um heimkomusmitgát. Ef þessar aðgerðir bera ekki árangur og smit koma upp sem rekja má til komu ferðamanna sagði heilbrigðisráðherra að til skoðunar sé að grípa til enn frekari aðgerða á landamærunum. Fréttin hefur verið uppfærð Klippa: Svandís kynnir hertari aðgerðir
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Níu ný innanlandssmit bætast við Tíu manns greindust með nýtt afbrigði kórónuveiru innanlands í gær og 39 eru nú í einangrun. Af þeim sem eru með virk smit eru 28 svonefnd innanlandssmit. 30. júlí 2020 11:15 Spítalainnlögn vegna Covid-19 Einstaklingur hefur verið lagður inn á Landspítalann vegna kórónuveirusýkingar 30. júlí 2020 10:47 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Umsvif Rúv takmörkuð og svona á að raða í uppþvottavél Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Sjá meira
Níu ný innanlandssmit bætast við Tíu manns greindust með nýtt afbrigði kórónuveiru innanlands í gær og 39 eru nú í einangrun. Af þeim sem eru með virk smit eru 28 svonefnd innanlandssmit. 30. júlí 2020 11:15
Spítalainnlögn vegna Covid-19 Einstaklingur hefur verið lagður inn á Landspítalann vegna kórónuveirusýkingar 30. júlí 2020 10:47