Íslendingar blésu á varnaðarorð um reykingar í faraldrinum Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. júlí 2020 06:43 Íslendingar virðast ekki hafa lagt reykingunum í faraldrinum. getty/boonchai wedmakawand Á meðan sum nýttu tilbreytingaleysi samkomubannsins í gönguferðir, framkvæmdir og umpottun virðast önnur hafa reykt sem aldrei fyrr. Sala á hvers kyns reyktókbaki á Íslandi hefur aukist umtalsvert á milli ára frá 16. mars, þegar fyrsta samkomubannið tók gildi, ef marka má sölutölur út ÁTVR. Á sama tíma hvöttu heilbrigðisyfirvöld Íslendinga til að leggja sígarettuna á hilluna í faraldrinum. Framleiðendur Marlboro-sígaretta leiðréttu í vikunni spár sínar fyrir árið. Þeir höfðu áður áætlað að samdráttur síðustu ára í Bandaríkjunum héldi áfram og sígarettusalan myndi dragast saman um 6 prósent á árinu. Eftir innreið kórónuveirunnar hefur salan hins vegar glæðst nokkuð. Marlboro-menn gera nú ráð fyrir því að samdrátturinn verði á bilinu 2 til 3,5 prósent, eða um helmingi minni en áætlað var. Haft er eftir forstjóranum í Wall Street Journal að svo virðist því sem Bandaríkjamenn reyki meira en áður. Líklega sé það vegna þess að þeir verji meiri tíma heima hjá sér en áður og eyði minna í ferðalög og aðra afþreyingu. Þar að auki hafa vinsældir rafsígaretta minnkað vestanhafs en Bandaríkjastjórn hefur takmarkað sölu þeirra með ýmsum hætti, t.a.m. bannað margar vinsæla bragðtegundir. Það varð þó enginn samdráttur í tóbakssölunni á Íslandi. Þvert á móti jókst sala reyktókbaks í öllum flokkum frá 16. mars til gærdagsins; það er sígarettum, vindlum og reyktóbaki sem fólk notar til að vefja eigin sígarettur. Sala tóbaks 16 mars til 28 júlí árin 2019 og 2020 Mest varð aukningin í síðasta flokknum. Rúmlega 2820 kíló af reyktóbaki seldist á landinu á þessu rúmlega 4 mánaða tímabili í fyrra en í ár var salan 3605 kíló. Það er aukning upp á rúmlega 27,5 prósent. Landsmenn reyktu auk þess 166 þúsund fleiri vindla á þessum mánuðum en þeir gerðu árið á undan. Rúmlega 1,6 milljónir vindla seldust í fyrra en næstum 1,8 milljón vindlar í ár, fjölgun um 10 prósent. Sígarettusalan jókst jafnframt nokkuð. Fjórtán prósent fleiri sígarettukarton hafa selst á landinu frá upphafi samkomubanns m.v. sama tímabil í fyrra. Íslendingar hafa því reykt um 3,7 milljónir sígarettupakka á síðustu fjórum mánuðum en reyktu 3,2 milljónir pakka á síðasta ári. Hins vegar hefur orðið nokkuð skarpur samdráttur í sölu neftóbaks á árinu, eins og Vísir greindi frá á dögunum. Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, telur innkomu nikótínpúða á íslenskan markað geta útskýrt þennan samdrátt. Neftóbakið er jafnframt eina tóbaksafurðin sem ÁTVR selur til Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli, annað tóbak er keypt í gegnum aðrar heildsölur. Söluaukningin sem ÁTVR tekur eftir í reyktóbaksflokkunum kann því að skýrast af fólki sem er hætt að kaupa sígarettur í flugstöðinni en kaupir þær þess í stað í sjoppum landsins. Hlýddu ekki Hvað sem því líður er ljóst að Íslendingar létu varnaðarorð heilbrigðisstétta um reykingar í faraldrinum sem vind um eyru þjóta. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga Landspítalans, sagði þannig í byrjun mars að kórónuveiran legðist illa á reykingafólk. „Það er ekki sögusögn. Það á sér líffræðilegar skýringar. Það verða þannig breytingar í öndunarþekju reykingafólks að viðtakinn fyrir veiruna, honum fjölgar. Magnið af viðbragðinu við sýkingunnni verður meira í lungunum á reykingarfólki heldur en öðrum þannig að þeir standa höllum fæti,“ sagði Már. Hvatning Tómasar Guðbjartssonar læknis um svipað leyti var einföld: Burt með tóbak og veip - og verjum lungun gegn árás Covid-19 Áfengi og tóbak Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Nikótínpúðar Tengdar fréttir Vinsældir nikótínpúða taldar hafa áhrif á sölu neftóbaks Sala á neftóbaki hefur dregist saman um 36 prósent milli ára. 24. júlí 2020 06:41 Um 17 þúsund Íslendingar reykja daglega og um 13 þúsund veipa Tæplega 17 þúsund Íslendingar reykja nú daglega, samkvæmt nýjum mælingum embættis landlæknis. Verkefnisstjóri Tóbaksvarna segir tölurnar aldrei hafa verið lægri og telur að kórónuveirufaraldurinn hafi áhrif. 25. maí 2020 19:16 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Sjá meira
Á meðan sum nýttu tilbreytingaleysi samkomubannsins í gönguferðir, framkvæmdir og umpottun virðast önnur hafa reykt sem aldrei fyrr. Sala á hvers kyns reyktókbaki á Íslandi hefur aukist umtalsvert á milli ára frá 16. mars, þegar fyrsta samkomubannið tók gildi, ef marka má sölutölur út ÁTVR. Á sama tíma hvöttu heilbrigðisyfirvöld Íslendinga til að leggja sígarettuna á hilluna í faraldrinum. Framleiðendur Marlboro-sígaretta leiðréttu í vikunni spár sínar fyrir árið. Þeir höfðu áður áætlað að samdráttur síðustu ára í Bandaríkjunum héldi áfram og sígarettusalan myndi dragast saman um 6 prósent á árinu. Eftir innreið kórónuveirunnar hefur salan hins vegar glæðst nokkuð. Marlboro-menn gera nú ráð fyrir því að samdrátturinn verði á bilinu 2 til 3,5 prósent, eða um helmingi minni en áætlað var. Haft er eftir forstjóranum í Wall Street Journal að svo virðist því sem Bandaríkjamenn reyki meira en áður. Líklega sé það vegna þess að þeir verji meiri tíma heima hjá sér en áður og eyði minna í ferðalög og aðra afþreyingu. Þar að auki hafa vinsældir rafsígaretta minnkað vestanhafs en Bandaríkjastjórn hefur takmarkað sölu þeirra með ýmsum hætti, t.a.m. bannað margar vinsæla bragðtegundir. Það varð þó enginn samdráttur í tóbakssölunni á Íslandi. Þvert á móti jókst sala reyktókbaks í öllum flokkum frá 16. mars til gærdagsins; það er sígarettum, vindlum og reyktóbaki sem fólk notar til að vefja eigin sígarettur. Sala tóbaks 16 mars til 28 júlí árin 2019 og 2020 Mest varð aukningin í síðasta flokknum. Rúmlega 2820 kíló af reyktóbaki seldist á landinu á þessu rúmlega 4 mánaða tímabili í fyrra en í ár var salan 3605 kíló. Það er aukning upp á rúmlega 27,5 prósent. Landsmenn reyktu auk þess 166 þúsund fleiri vindla á þessum mánuðum en þeir gerðu árið á undan. Rúmlega 1,6 milljónir vindla seldust í fyrra en næstum 1,8 milljón vindlar í ár, fjölgun um 10 prósent. Sígarettusalan jókst jafnframt nokkuð. Fjórtán prósent fleiri sígarettukarton hafa selst á landinu frá upphafi samkomubanns m.v. sama tímabil í fyrra. Íslendingar hafa því reykt um 3,7 milljónir sígarettupakka á síðustu fjórum mánuðum en reyktu 3,2 milljónir pakka á síðasta ári. Hins vegar hefur orðið nokkuð skarpur samdráttur í sölu neftóbaks á árinu, eins og Vísir greindi frá á dögunum. Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, telur innkomu nikótínpúða á íslenskan markað geta útskýrt þennan samdrátt. Neftóbakið er jafnframt eina tóbaksafurðin sem ÁTVR selur til Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli, annað tóbak er keypt í gegnum aðrar heildsölur. Söluaukningin sem ÁTVR tekur eftir í reyktóbaksflokkunum kann því að skýrast af fólki sem er hætt að kaupa sígarettur í flugstöðinni en kaupir þær þess í stað í sjoppum landsins. Hlýddu ekki Hvað sem því líður er ljóst að Íslendingar létu varnaðarorð heilbrigðisstétta um reykingar í faraldrinum sem vind um eyru þjóta. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga Landspítalans, sagði þannig í byrjun mars að kórónuveiran legðist illa á reykingafólk. „Það er ekki sögusögn. Það á sér líffræðilegar skýringar. Það verða þannig breytingar í öndunarþekju reykingafólks að viðtakinn fyrir veiruna, honum fjölgar. Magnið af viðbragðinu við sýkingunnni verður meira í lungunum á reykingarfólki heldur en öðrum þannig að þeir standa höllum fæti,“ sagði Már. Hvatning Tómasar Guðbjartssonar læknis um svipað leyti var einföld: Burt með tóbak og veip - og verjum lungun gegn árás Covid-19
Áfengi og tóbak Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Nikótínpúðar Tengdar fréttir Vinsældir nikótínpúða taldar hafa áhrif á sölu neftóbaks Sala á neftóbaki hefur dregist saman um 36 prósent milli ára. 24. júlí 2020 06:41 Um 17 þúsund Íslendingar reykja daglega og um 13 þúsund veipa Tæplega 17 þúsund Íslendingar reykja nú daglega, samkvæmt nýjum mælingum embættis landlæknis. Verkefnisstjóri Tóbaksvarna segir tölurnar aldrei hafa verið lægri og telur að kórónuveirufaraldurinn hafi áhrif. 25. maí 2020 19:16 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Sjá meira
Vinsældir nikótínpúða taldar hafa áhrif á sölu neftóbaks Sala á neftóbaki hefur dregist saman um 36 prósent milli ára. 24. júlí 2020 06:41
Um 17 þúsund Íslendingar reykja daglega og um 13 þúsund veipa Tæplega 17 þúsund Íslendingar reykja nú daglega, samkvæmt nýjum mælingum embættis landlæknis. Verkefnisstjóri Tóbaksvarna segir tölurnar aldrei hafa verið lægri og telur að kórónuveirufaraldurinn hafi áhrif. 25. maí 2020 19:16