Í athugun hvort grípa þurfi til hertari aðgerða Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 27. júlí 2020 12:22 Kamilla Sigríður Jósefsdóttir er sérfræðingur á sóttvarnarsviði embættis landlæknis. ARNAR HALLDÓRSSON Tuttugu og einn er með staðfest kórónuveirusmit hér á landi og 173 eru í sóttkví. Í athugun er hvort grípa þurfi til hertari aðgerða. Af þeim tuttugu og einum sem er smitaður eru tíu innanlandssmit. „Þar af eru sjö sem tengjast hópsýkingu sem var staðfest i gær. Nú í dag kom í ljós út frá raðgreiningarupplýsingum að sennilega tengjast þessi smit á einhvern hátt smitunum sem komu upp og voru kennd við íþróttamót,“ segir Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, sérfræðingur á sóttvarnarsviði embættis landlæknis í samtali við fréttastofu. Verið sé að skoða hver möguleg tengsl smitaðra séu. Ellefu af málunum tuttugu og einu eru aðskilin og í tveimur þeirra hefur uppruni smits ekki fengist staðfestur. Þeir einstaklingar sem eru með staðfest smit hafa sýnt einkenni sjúkdómsins sem veiran veldur en enginn er á sjúkrahúsi vegna þessa. 173 eru í sóttkví vegna þessa og enginn þeirra með einkenni enn sem stendur. Þarf að grípa til hertari aðgerða? „Það er enn bara allt í athugun,“ segir Kamilla. „Fyrst og fremst er ástæða til að vera vel vakandi fyrir því hverjir þurfa að fara i sýnatöku og gefa út skýrar línur með það. Slíkt er á dagskrá og verður rætt við heilsugæsluna og aðra aðila sem málið varðar.“ Of snemmt sé að segja til um hvort önnur bylgja faraldursins sé hafin. Einn hinna smituðu er með erlent ríkisfang og kom hingað til lands vegna starfs síns. Kamilla biðlar til vinnuveitenda sem eru með erlent vinnuafl í starfi að vera vakandi fyrir einkennum. „Það er mjög mikilvægt að þakka fyrir það að vinnuveitendur séu meðvitaðir um það að ef þeir eru með stóran hóp af erlendu vinnuafli að biðja um og ýta á að það séu tekin sýni ef það koma upp veikindi sem gætu verið vegna kórónuveirunnar,“ segir Kamilla. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir 21 með virkt kórónuveirusmit hér á landi Í dag eru í heildina 21 með staðfest smit veirunnar sem veldur sjúkdómnum Covid-19. 27. júlí 2020 10:34 Sex ný smit greindust innanlands Sex ný innanlandssmit kórónuveirunnar hafa greinst hér á landi í kvöld. Smitin tengjast öll einstaklingi sem kom til landsins 15. júlí síðastliðinn 26. júlí 2020 19:44 Tugir í sóttkví og nokkrir þeirra farnir að sýna einkenni sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur Fimm hafa greinst með kórónuveiruna innanlands á síðustu þremur dögum og eru flest hinna smituðu ótengd. Tugir eru komnir í sóttkví vegna þessa og nokkrir þeirra farnir að sýna einkenni sjúkdómsins sem veiran veldur. 26. júlí 2020 19:00 Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent „Það er allt á floti“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent Fleiri fréttir Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Sjá meira
Tuttugu og einn er með staðfest kórónuveirusmit hér á landi og 173 eru í sóttkví. Í athugun er hvort grípa þurfi til hertari aðgerða. Af þeim tuttugu og einum sem er smitaður eru tíu innanlandssmit. „Þar af eru sjö sem tengjast hópsýkingu sem var staðfest i gær. Nú í dag kom í ljós út frá raðgreiningarupplýsingum að sennilega tengjast þessi smit á einhvern hátt smitunum sem komu upp og voru kennd við íþróttamót,“ segir Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, sérfræðingur á sóttvarnarsviði embættis landlæknis í samtali við fréttastofu. Verið sé að skoða hver möguleg tengsl smitaðra séu. Ellefu af málunum tuttugu og einu eru aðskilin og í tveimur þeirra hefur uppruni smits ekki fengist staðfestur. Þeir einstaklingar sem eru með staðfest smit hafa sýnt einkenni sjúkdómsins sem veiran veldur en enginn er á sjúkrahúsi vegna þessa. 173 eru í sóttkví vegna þessa og enginn þeirra með einkenni enn sem stendur. Þarf að grípa til hertari aðgerða? „Það er enn bara allt í athugun,“ segir Kamilla. „Fyrst og fremst er ástæða til að vera vel vakandi fyrir því hverjir þurfa að fara i sýnatöku og gefa út skýrar línur með það. Slíkt er á dagskrá og verður rætt við heilsugæsluna og aðra aðila sem málið varðar.“ Of snemmt sé að segja til um hvort önnur bylgja faraldursins sé hafin. Einn hinna smituðu er með erlent ríkisfang og kom hingað til lands vegna starfs síns. Kamilla biðlar til vinnuveitenda sem eru með erlent vinnuafl í starfi að vera vakandi fyrir einkennum. „Það er mjög mikilvægt að þakka fyrir það að vinnuveitendur séu meðvitaðir um það að ef þeir eru með stóran hóp af erlendu vinnuafli að biðja um og ýta á að það séu tekin sýni ef það koma upp veikindi sem gætu verið vegna kórónuveirunnar,“ segir Kamilla.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir 21 með virkt kórónuveirusmit hér á landi Í dag eru í heildina 21 með staðfest smit veirunnar sem veldur sjúkdómnum Covid-19. 27. júlí 2020 10:34 Sex ný smit greindust innanlands Sex ný innanlandssmit kórónuveirunnar hafa greinst hér á landi í kvöld. Smitin tengjast öll einstaklingi sem kom til landsins 15. júlí síðastliðinn 26. júlí 2020 19:44 Tugir í sóttkví og nokkrir þeirra farnir að sýna einkenni sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur Fimm hafa greinst með kórónuveiruna innanlands á síðustu þremur dögum og eru flest hinna smituðu ótengd. Tugir eru komnir í sóttkví vegna þessa og nokkrir þeirra farnir að sýna einkenni sjúkdómsins sem veiran veldur. 26. júlí 2020 19:00 Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent „Það er allt á floti“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent Fleiri fréttir Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Sjá meira
21 með virkt kórónuveirusmit hér á landi Í dag eru í heildina 21 með staðfest smit veirunnar sem veldur sjúkdómnum Covid-19. 27. júlí 2020 10:34
Sex ný smit greindust innanlands Sex ný innanlandssmit kórónuveirunnar hafa greinst hér á landi í kvöld. Smitin tengjast öll einstaklingi sem kom til landsins 15. júlí síðastliðinn 26. júlí 2020 19:44
Tugir í sóttkví og nokkrir þeirra farnir að sýna einkenni sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur Fimm hafa greinst með kórónuveiruna innanlands á síðustu þremur dögum og eru flest hinna smituðu ótengd. Tugir eru komnir í sóttkví vegna þessa og nokkrir þeirra farnir að sýna einkenni sjúkdómsins sem veiran veldur. 26. júlí 2020 19:00