David Luiz setti vafasamt met Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. júlí 2020 11:30 David Luiz er ekki allra. getty/David Price David Luiz fékk á sig vítaspyrnu þegar Arsenal sigraði Watford, 3-2, í lokaumferð ensku úrvalsdeildinni í gær. Það eru ekki nýjar fréttir en þetta var fimmta vítaspyrnan sem Luiz fékk á sig á tímabilinu. Aldrei hefur einn leikmaður fengið á sig fleiri víti á einu tímabili í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Luiz fékk á sig víti í báðum leikjunum gegn Watford og svo gegn Liverpool, Chelsea og Manchester City. Liverpool. Watford. Chelsea. City. Watford again.David Luiz became the first player in Premier League history to concede five penalties in one season pic.twitter.com/uRWidwIX6W— B/R Football (@brfootball) July 27, 2020 Brasilíski miðvörðurinn kom til Arsenal frá Chelsea fyrir síðasta tímabil. Hann lék 33 leiki með Arsenal í ensku úrvalsdeildinni og skorað tvö mörk. Luiz fékk einnig tvö rauð spjöld, annað fyrir vítið sem hann fékk á sig gegn Chelsea í janúar og hitt fyrir vítið sem hann fékk á sig gegn City í júní. Luiz átti vægast sagt vonda innkomu í leiknum gegn City sem var sá fyrsti hjá liðunum eftir hléið vegna kórónuveirufaraldursins. Hann kom inn á þegar 24 mínútur voru liðnar af leiknum. Í uppbótartíma fyrri hálfleiks gerði hann mistök sem leiddu til marks Raheems Sterling. Í upphafi seinni hálfleiks togaði hann svo Riyad Mahrez niður innan teigs, fékk á sig víti og var rekinn út af. Margir bjuggust við að þetta yrði síðasti leikur Luiz í treyju Arsenal en svo reyndist ekki vera. Hann skrifaði undir nýjan eins árs samning við Lundúnaliðið skömmu eftir leikinn fræga gegn City. Arsenal endaði í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar sem er versti árangur liðsins frá tímabilinu 1994-95. Skytturnar geta þó endað tímabilið á góðum nótum en Arsenal mætir Chelsea í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar á laugardaginn. Enski boltinn Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Ronaldo trúlofaður Fótbolti Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Sjá meira
David Luiz fékk á sig vítaspyrnu þegar Arsenal sigraði Watford, 3-2, í lokaumferð ensku úrvalsdeildinni í gær. Það eru ekki nýjar fréttir en þetta var fimmta vítaspyrnan sem Luiz fékk á sig á tímabilinu. Aldrei hefur einn leikmaður fengið á sig fleiri víti á einu tímabili í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Luiz fékk á sig víti í báðum leikjunum gegn Watford og svo gegn Liverpool, Chelsea og Manchester City. Liverpool. Watford. Chelsea. City. Watford again.David Luiz became the first player in Premier League history to concede five penalties in one season pic.twitter.com/uRWidwIX6W— B/R Football (@brfootball) July 27, 2020 Brasilíski miðvörðurinn kom til Arsenal frá Chelsea fyrir síðasta tímabil. Hann lék 33 leiki með Arsenal í ensku úrvalsdeildinni og skorað tvö mörk. Luiz fékk einnig tvö rauð spjöld, annað fyrir vítið sem hann fékk á sig gegn Chelsea í janúar og hitt fyrir vítið sem hann fékk á sig gegn City í júní. Luiz átti vægast sagt vonda innkomu í leiknum gegn City sem var sá fyrsti hjá liðunum eftir hléið vegna kórónuveirufaraldursins. Hann kom inn á þegar 24 mínútur voru liðnar af leiknum. Í uppbótartíma fyrri hálfleiks gerði hann mistök sem leiddu til marks Raheems Sterling. Í upphafi seinni hálfleiks togaði hann svo Riyad Mahrez niður innan teigs, fékk á sig víti og var rekinn út af. Margir bjuggust við að þetta yrði síðasti leikur Luiz í treyju Arsenal en svo reyndist ekki vera. Hann skrifaði undir nýjan eins árs samning við Lundúnaliðið skömmu eftir leikinn fræga gegn City. Arsenal endaði í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar sem er versti árangur liðsins frá tímabilinu 1994-95. Skytturnar geta þó endað tímabilið á góðum nótum en Arsenal mætir Chelsea í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar á laugardaginn.
Enski boltinn Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Ronaldo trúlofaður Fótbolti Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Sjá meira