Heimsins stærsta dráttarvél fær ný dekk eftir 43 ár á sama dekkjagangi Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 27. júlí 2020 07:00 Big Bud á nýju dekkjunum. Big Bud er átta hjóla dráttarvél, sú stærsta í heimi sem er notuð í landbúnaði. Myndband af dekkjaskiptunum má sjá í fréttinni. Big Bud 16V-747 er sennilega einn frægasta dráttarvél í heimi. Myndband af dekkjaskiptunum er að finna hér að neðan af Youtube-rásinni Welker Farms. Big Bud býr í dag á safni í Iowa, þar sem hægt er að heimsækja Big Bud. Big Bud er sérsmíðuð dráttarvél, smíðuð af Ron Harmon og Northern Manufacturing fyrirtækinu árið 1977. Big Bud var ætlað að nýtast á bómullarökrum í að djúp-plægja ekrurnar. Að plægja niður á mikið dýpi kallar á afar öflugan tækjakost. Vélin í Big Bud er 1100 hestöfl. Vegna þess að Big Bud er sérsmíðaður frá grunni er erfitt að fá varahluti í hann. Dekkin voru til að mynda sérsmíðuð í Kanada á sínum tíma. Big Bud er nú kominn með ný dekk þökk sé Williams Brothers sem veittu aðstoð við verkið. Big Bud er á LSW1400/30r46 dekkjum sem eru stærstu landbúnaðardekk í heimi. Landbúnaður Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent
Big Bud er átta hjóla dráttarvél, sú stærsta í heimi sem er notuð í landbúnaði. Myndband af dekkjaskiptunum má sjá í fréttinni. Big Bud 16V-747 er sennilega einn frægasta dráttarvél í heimi. Myndband af dekkjaskiptunum er að finna hér að neðan af Youtube-rásinni Welker Farms. Big Bud býr í dag á safni í Iowa, þar sem hægt er að heimsækja Big Bud. Big Bud er sérsmíðuð dráttarvél, smíðuð af Ron Harmon og Northern Manufacturing fyrirtækinu árið 1977. Big Bud var ætlað að nýtast á bómullarökrum í að djúp-plægja ekrurnar. Að plægja niður á mikið dýpi kallar á afar öflugan tækjakost. Vélin í Big Bud er 1100 hestöfl. Vegna þess að Big Bud er sérsmíðaður frá grunni er erfitt að fá varahluti í hann. Dekkin voru til að mynda sérsmíðuð í Kanada á sínum tíma. Big Bud er nú kominn með ný dekk þökk sé Williams Brothers sem veittu aðstoð við verkið. Big Bud er á LSW1400/30r46 dekkjum sem eru stærstu landbúnaðardekk í heimi.
Landbúnaður Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent