Þrátt fyrir þá miklu reynslu sem Branislav Ivanovic hefur af því að lyfta bikurum og fagna titlum þá missti hann og braut glæsilegan verðlaunagrip í fagnaðarlátum eftir að hafa orðið rússneskur bikarmeistari í gær.
Ivanovic vann til fjölda titla sem leikmaður Chelsea á árunum 2008-2017 en fór svo heim til Rússlands og gekk í raðir Zenit. Þar hefur hann nú orðið Rússlandsmeistari tvö ár í röð og í gær tryggði liðið sér bikarmeistaratitilinn með 1-0 sigri á Khimki, þar sem sigurmarkið kom úr vítaspyrnu Artem Dzyuba á 84. mínútu.
Verðlaunagripurinn í rússneska bikarnum er úr gleri og þegar Ivanovic, sem er fyrirliði Zenit, missti hann bikarinn í jörðina svo hann brotnaði, eins og sjá má. Ivanovic og félagar létu það ekki á sig fá og héldu áfram fögnuðinum fram á nótt.
« » ,
— (@MatchTV) July 25, 2020
https://t.co/o6R5LmUk18 pic.twitter.com/je35mVlNpa
Another angle of Branislav Ivanovic dropping the Russian Cup. It's made of glass
— ESPN FC (@ESPNFC) July 26, 2020
(via @zenit_spb)pic.twitter.com/MoPerSUTYb