Þrjú innanlandssmit greindust í gær Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. júlí 2020 11:00 Kórónuveiran á bráðamótökunni í Fossvogi Þrír greindust með kórónuveiruna hér á landi í gær og tveir við landamærin. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Smit greindist á íþróttamótinu ReyCUP í gær og hefur sá sem greindist með veiruna verið sendur í einangrun og sextán aðrir, sem voru í nánu samneyti við hann, hafa verið sendir í fjórtán daga sóttkví. Einstaklingurinn tók þátt í félagsstarfi íþróttafélags í Reykjavík og er einungis hluti liðsins sem tók þátt á mótinu í sóttkví. Aðrir tengjast einstaklingnum öðrum böndum. Enn hefur uppruni smitsins ekki verið fundinn og smitrakning er enn í gangi. Íþróttafélagið og mótshaldari hafa farið eftir þeim leiðbeiningum og reglum sóttvarnalæknis og almannavarna sem eru í gildi og hafa viðeigandi ráðstafanir verið gerðar. Annað smit sem greindist í gær tengist smiti sem greint var frá á föstudag. Að sögn almannavarna hefur Íslensk erfðagreining raðgreint smitin og kom í ljós að um nýja tegund veirunnar er að ræða en hún hefur ekki greinst hér á landi áður. Smitrakningu í því máli er lokið en tólf eru í sóttkví eftir að hafa verið í nánu samneyti við þann einstakling. Þriðja smitið sem greindist í gær er hjá einstaklingi sem kom til landsins að utan þann 15. júlí síðastliðinn. Sá greindist með veiruna á suðvesturhorni landsins. Hann er kominn í einangrun og sex sem voru í samneyti við hann eru komnir í sóttkví. Þeir munu jafnframt fara í sýnatöku en tveir eru þegar farnir að sýna einkenni veirunnar. Þá greindust tvö smit við landamærin en beðið er eftir niðurstöðum frekari rannsókna á því hvort um virk smit eða gömul sé að ræða. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis brýna fyrir fólki að gæta varúðar og huga vel að einstaklingsbundnum smitvörnum. Leiki minnsti vafi á hvort einkenni Covid-19 veirunnar séu til staðar er sá hinn sami beðinn um að fara í sýnatöku á næstu heilsugæslustöð. Fréttin var uppfærð klukkan 11:06. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kórónuveirusmit greindist á Rey Cup: Á þriðja tug í sóttkví Fullorðinn einstaklingur sem var viðstaddur Rey Cup um helgina greindist með kórónuveirusmit í dag. Einstaklingurinn og hópurinn sem hann var með mun ekki taka frekari þátt í mótinu. 25. júlí 2020 21:37 Smitrakningu að mestu lokið Tveir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær í tveimur aðskildum tilfellum. Fjörtíu manns eru í sóttkví vegna þessa en ekki hefur tekist að finna upprunalegan smitbera. 24. júlí 2020 19:30 Tvö innanlandssmit greindust í gær Tveir greindust hér á landi í gær í tveimur aðgreindum málum. Báðir einstaklingar eru með einkenni Covid-19 og eru nú komnir í einangrun. 24. júlí 2020 10:04 Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Fleiri fréttir Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Sjá meira
Þrír greindust með kórónuveiruna hér á landi í gær og tveir við landamærin. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Smit greindist á íþróttamótinu ReyCUP í gær og hefur sá sem greindist með veiruna verið sendur í einangrun og sextán aðrir, sem voru í nánu samneyti við hann, hafa verið sendir í fjórtán daga sóttkví. Einstaklingurinn tók þátt í félagsstarfi íþróttafélags í Reykjavík og er einungis hluti liðsins sem tók þátt á mótinu í sóttkví. Aðrir tengjast einstaklingnum öðrum böndum. Enn hefur uppruni smitsins ekki verið fundinn og smitrakning er enn í gangi. Íþróttafélagið og mótshaldari hafa farið eftir þeim leiðbeiningum og reglum sóttvarnalæknis og almannavarna sem eru í gildi og hafa viðeigandi ráðstafanir verið gerðar. Annað smit sem greindist í gær tengist smiti sem greint var frá á föstudag. Að sögn almannavarna hefur Íslensk erfðagreining raðgreint smitin og kom í ljós að um nýja tegund veirunnar er að ræða en hún hefur ekki greinst hér á landi áður. Smitrakningu í því máli er lokið en tólf eru í sóttkví eftir að hafa verið í nánu samneyti við þann einstakling. Þriðja smitið sem greindist í gær er hjá einstaklingi sem kom til landsins að utan þann 15. júlí síðastliðinn. Sá greindist með veiruna á suðvesturhorni landsins. Hann er kominn í einangrun og sex sem voru í samneyti við hann eru komnir í sóttkví. Þeir munu jafnframt fara í sýnatöku en tveir eru þegar farnir að sýna einkenni veirunnar. Þá greindust tvö smit við landamærin en beðið er eftir niðurstöðum frekari rannsókna á því hvort um virk smit eða gömul sé að ræða. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis brýna fyrir fólki að gæta varúðar og huga vel að einstaklingsbundnum smitvörnum. Leiki minnsti vafi á hvort einkenni Covid-19 veirunnar séu til staðar er sá hinn sami beðinn um að fara í sýnatöku á næstu heilsugæslustöð. Fréttin var uppfærð klukkan 11:06.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kórónuveirusmit greindist á Rey Cup: Á þriðja tug í sóttkví Fullorðinn einstaklingur sem var viðstaddur Rey Cup um helgina greindist með kórónuveirusmit í dag. Einstaklingurinn og hópurinn sem hann var með mun ekki taka frekari þátt í mótinu. 25. júlí 2020 21:37 Smitrakningu að mestu lokið Tveir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær í tveimur aðskildum tilfellum. Fjörtíu manns eru í sóttkví vegna þessa en ekki hefur tekist að finna upprunalegan smitbera. 24. júlí 2020 19:30 Tvö innanlandssmit greindust í gær Tveir greindust hér á landi í gær í tveimur aðgreindum málum. Báðir einstaklingar eru með einkenni Covid-19 og eru nú komnir í einangrun. 24. júlí 2020 10:04 Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Fleiri fréttir Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Sjá meira
Kórónuveirusmit greindist á Rey Cup: Á þriðja tug í sóttkví Fullorðinn einstaklingur sem var viðstaddur Rey Cup um helgina greindist með kórónuveirusmit í dag. Einstaklingurinn og hópurinn sem hann var með mun ekki taka frekari þátt í mótinu. 25. júlí 2020 21:37
Smitrakningu að mestu lokið Tveir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær í tveimur aðskildum tilfellum. Fjörtíu manns eru í sóttkví vegna þessa en ekki hefur tekist að finna upprunalegan smitbera. 24. júlí 2020 19:30
Tvö innanlandssmit greindust í gær Tveir greindust hér á landi í gær í tveimur aðgreindum málum. Báðir einstaklingar eru með einkenni Covid-19 og eru nú komnir í einangrun. 24. júlí 2020 10:04
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent