Starfsfólk kvartað undan áreitni, ráðningum og stöðuveitingum Andri Eysteinsson skrifar 25. júlí 2020 19:57 Lögreglustöð lögreglunnar á Suðurnesjum í Reykjanesbæ. Vísir/Vilhelm Mikið hefur gustað um embætti lögreglunnar á Suðurnesjum undanfarna daga eftir að greint var frá því að fjórir yfirmenn innan embættisins hafi verið sagðir reyna að grafa undan Ólafi Helga Kjartanssyni lögreglustjóra. Í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins var greint frá lýsingum starfsmanna embættisins af stöðu mála. Vildu starfsmennirnir ekki koma fram undir nafni. Þar segir að óánægjan beinist ekki aðeins gegn lögreglustjóranum, sem lýst sé sem afskiptalausum stjórnanda sem tali niður til samstarfskvenna sinna, heldur einnig að Öldu Hrönn Jóhannsdóttur, yfirmanns á lögfræðisviði og mannauðsstjóra embættisins Helga Kristjánssonar. RÚV greinir frá því að Alda sé sögð beita hörku og ógnunum og hafi starfsmenn sem andmæla henni misst vinnuna. Kvartað væri undan ráðningum og stöðuveitingum og sagt að ófaglega sé staðið að þeim. Til að mynda séu dæmi um að lögreglumaður sem sakaður hafi verið um kynferðislega áreitni af samstarfskonum hafi fengið stöðu hækkun. Þá segir að mannauðsstjórinn hafi ekki tekið á kvörtunum og konur hafi því þurft að leita til karlkyns samstarfsmanna til þess að fá þá til að ræða við lögreglumanninn. Þá er Ólafur Helgi lögreglustjóri sagður skipta um föt fyrir opnum dyrum, hafa átt samtal við samstarfskonu ber að ofan á skrifstofu sinni og hafi notað tölvubúnað embættisins til að semja og senda klúran texta sem fannst í prentara á stöðinni. Lögreglustjórinn hafi brugðist illa við kvörtunum vegna þessa og hafi hótað starfsmönnum brottrekstri. Lögreglan Reykjanesbær Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Mikið hefur gustað um embætti lögreglunnar á Suðurnesjum undanfarna daga eftir að greint var frá því að fjórir yfirmenn innan embættisins hafi verið sagðir reyna að grafa undan Ólafi Helga Kjartanssyni lögreglustjóra. Í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins var greint frá lýsingum starfsmanna embættisins af stöðu mála. Vildu starfsmennirnir ekki koma fram undir nafni. Þar segir að óánægjan beinist ekki aðeins gegn lögreglustjóranum, sem lýst sé sem afskiptalausum stjórnanda sem tali niður til samstarfskvenna sinna, heldur einnig að Öldu Hrönn Jóhannsdóttur, yfirmanns á lögfræðisviði og mannauðsstjóra embættisins Helga Kristjánssonar. RÚV greinir frá því að Alda sé sögð beita hörku og ógnunum og hafi starfsmenn sem andmæla henni misst vinnuna. Kvartað væri undan ráðningum og stöðuveitingum og sagt að ófaglega sé staðið að þeim. Til að mynda séu dæmi um að lögreglumaður sem sakaður hafi verið um kynferðislega áreitni af samstarfskonum hafi fengið stöðu hækkun. Þá segir að mannauðsstjórinn hafi ekki tekið á kvörtunum og konur hafi því þurft að leita til karlkyns samstarfsmanna til þess að fá þá til að ræða við lögreglumanninn. Þá er Ólafur Helgi lögreglustjóri sagður skipta um föt fyrir opnum dyrum, hafa átt samtal við samstarfskonu ber að ofan á skrifstofu sinni og hafi notað tölvubúnað embættisins til að semja og senda klúran texta sem fannst í prentara á stöðinni. Lögreglustjórinn hafi brugðist illa við kvörtunum vegna þessa og hafi hótað starfsmönnum brottrekstri.
Lögreglan Reykjanesbær Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira