Einhleypan: Tónlistarmaður með Titanic-röskun Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 27. júlí 2020 21:11 Tónlistarmaðurinn Bjarki Ómarsson er Einhleypa Makmála þessa vikuna. Vilhelm/Vísir „Ég var að gefa út nýtt lag og myndband fyrir stuttu ásamt Jóni Vali eða Jon Bird. Ég er einstaklega ánægður með það og það er mjög margt spennandi á döfinni, sumt sem ég þori ekki að tjá mig um akkúrat núna.“ Þetta segir Bjarki Ómarsson Einhleypa Makamála þessa vikuna. „Það er nóg af nýrri tónlist á leiðinni frá mér sem ég hlakka til að deila með fólki. Ég hef fengið góðar viðtökur undanfarið og er virkilega ánægður.“ Eitt af því sem ég sit á núna og hef setið á í nokkurn tíma, er lag með mér og Chris Medina (American Idol) sem kemur út strax eftir sumarið. „Myndbandið er eftir Fannar Birgisson og Óttar Inga Þorbergsson og þar fer Jökull Smári Jakobsson á kostum með leik og nútímadansi í íslenskri náttúru.“ Þegar Bjarki er spurður að því hvernig stefnumótalífið sé búið að vera á tímum Covid-19 segir hann það lítið breytt. „Það er svosem bara eins og áður. Litlar takmarkanir hér á landi svo að Covid er allavega ekkert að stoppa neitt.“ Bjarki segir mjög margt spennandi á döfinni hjá sér á næstunni og meðal annars er væntanlegt lag frá honum og tónlistarmanninum Chris Medina úr American Idol. Aðsend mynd Nafn? Bjarki Ómarsson. Gælunafn eða hliðarsjálf? Bomarz. Aldur í árum? 25 ára. Aldur í anda? Hvað var Pétur Pan gamall? Ég er svona andlegur Pétur Pan, vil ég meina. Menntun? Eitthvað lítið um menntun. Grunnskóli, ég kláraði hann nú. Hvað myndi sjálfsævisagan þín heita? Sá sem skrifar hana finnur örugglega eitthvað sniðugt nafn, vonandi eitthvað jákvætt. Guilty pleasure kvikmynd? Titanic. Ekkert „guilty“ svo sem við myndina, hún er geggjuð. En ég ætla ekkert endilega að fara út í það hvað ég er búinn að sjá hana oft. Það er eflaust til einhvað nafn yfir það eða greining, eins og við öllu nú til dags. Titanic Disorder? Talar þú stundum um þig í þriðju persónu? Já, stundum. Þegar ég er að tala við þriggja ára litla frænda minn. Syngur þú í sturtu? Nei, það geri ég ekki. Ég sápa mig í sturtu, kann bara að gera eitt í einu. Uppáhaldsappið þitt? Það mun vera TikTok held ég. Þó er ég mun háðari Instagram. Ertu á Tinder? Ég er á Tinder, já. Varstu skotinn í einhverjum frægum þegar þú varst yngri? Jebb, Jessica Alba. Hvar er hún í dag? Hvernig myndir þú lýsa þér í þremur orðum? Bara, skít, sæmilegur. Þrjú orð right? Hvernig myndu vinir þínir lýsa þér í þremur orðum? Hmm ekki viss. Bestur, flottastur og sætastur kannski? Það vona ég allavega. Hvaða persónueiginleikar finnast þér heillandi? Einlægni og jákvæðni. Hvaða persónueiginleikar finnast þér aldeilis ekki heillandi? Fólk sem veit allt best fer oft í taugarnar á mér. Svo má neikvætt fólk fara eitthvað annað. Hvaða dýr værir þú ef þú værir dýr? Gíraffi eða sæhestur. Bjarki segir fólk sem veit allt best fara í taugarnar á sér en hann heillist af einlægni og jákvæðni. Aðsend mynd Ef þú mættir velja einhverja þrjá einstaklinga úr sögunni (lífs eða liðna) til að bjóða í kvöldmat og spjall, hverja myndir þú velja? Phil Collins, John Candy og Ricky Gervais. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Ekki svo ég viti til. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Mér finnst afskaplega skemmtilegt að semja tónlist. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Þurrka mér eftir sturtu. Finnst ég alltaf þurfa að flýta mér voða mikið við það. Bjarka finnst leiðinlegast að þurrka sér eftir sturtu. Aldrei að vita nema að hann finni einhvern til þess að hjálpa sér við það að þerra sig eftir þetta viðtal.Aðsend mynd Ertu A eða B týpa? Full mikil bjartsýni. Ég er algjör ugla þannig að eflaust er ég D týpa. En ég lýg stundum að fólki að ég sé A týpa því það þykir voða flott. Hvernig viltu eggin þín? Ég vil þau ekkert. En ég vil tófúið mitt scrambled. Hvernig viltu kaffið þitt? Cappuccino með haframjólk og einhverju sýrópi. Þegar þú ferð út að skemmta þér, á hvaða staði ferðu? Petersen svítuna. Ef einhver kallar þig sjomli? Ætli ég segi ekki bara hæ eða halló. Draumastefnumótið? Ég á sennilega eftir að dreyma það. Einhver söngtexti sem þú hefur sungið vitlaust? Allir nema Úlpan mín með tvíhöfða, I got that one correct. Hvað horfðir þú á síðast á Netflix? Ég er að reyna að komast í gegnum Breaking Bad aftur svo að ég geti horft á myndina. Hvaða bók lastu síðast? Ég hef aldrei lesið bók. Hvað er Ást? Ég kemst vonandi einhvern tímann að því. Aðsend mynd Við þökkum Bjarka kærlega fyrir spjallið og fyrir áhugasama er hægt að nálgast Instagram prófílinn hans hér. Einnig er hægt að sjá myndbandið við nýja lagið hans og Jón Vals hér. Einhleypan Tengdar fréttir Flestir vilja ljósin kveikt þegar þeir stunda kynlíf 25. júlí 2020 10:00 Vildi helst hjálpa fólki að velja sér maka „Þegar það kemur upp framhjáhald í samböndum þá er fyrsta skrefið, að mínu mati, alltaf ráðgjöf.“ Þetta segir Kristín Tómasdóttir, fölskylduráðgjafi, í viðtali við Makamál. 25. júlí 2020 08:00 Spurning vikunnar: Hefur þú slasað þig í kynlífi? Þegar losti og leikgleði mætast í svefnherberginu getur ýmislegt gerst. Eins fim og frábær og við erum í bólfimi þá gerast óhöppin þar eins og annars staðar. 24. júlí 2020 07:54 Mest lesið Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Bönnuð á Tinder fyrir lífstíð Makamál Eru betri vinir, sterkari og hamingjusamari Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál Íris Björk: „Kemur ástin ekki bara þegar hún á að koma?“ Makamál Hefur þú orðið ástfangin(n) í gegnum netið? Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
„Ég var að gefa út nýtt lag og myndband fyrir stuttu ásamt Jóni Vali eða Jon Bird. Ég er einstaklega ánægður með það og það er mjög margt spennandi á döfinni, sumt sem ég þori ekki að tjá mig um akkúrat núna.“ Þetta segir Bjarki Ómarsson Einhleypa Makamála þessa vikuna. „Það er nóg af nýrri tónlist á leiðinni frá mér sem ég hlakka til að deila með fólki. Ég hef fengið góðar viðtökur undanfarið og er virkilega ánægður.“ Eitt af því sem ég sit á núna og hef setið á í nokkurn tíma, er lag með mér og Chris Medina (American Idol) sem kemur út strax eftir sumarið. „Myndbandið er eftir Fannar Birgisson og Óttar Inga Þorbergsson og þar fer Jökull Smári Jakobsson á kostum með leik og nútímadansi í íslenskri náttúru.“ Þegar Bjarki er spurður að því hvernig stefnumótalífið sé búið að vera á tímum Covid-19 segir hann það lítið breytt. „Það er svosem bara eins og áður. Litlar takmarkanir hér á landi svo að Covid er allavega ekkert að stoppa neitt.“ Bjarki segir mjög margt spennandi á döfinni hjá sér á næstunni og meðal annars er væntanlegt lag frá honum og tónlistarmanninum Chris Medina úr American Idol. Aðsend mynd Nafn? Bjarki Ómarsson. Gælunafn eða hliðarsjálf? Bomarz. Aldur í árum? 25 ára. Aldur í anda? Hvað var Pétur Pan gamall? Ég er svona andlegur Pétur Pan, vil ég meina. Menntun? Eitthvað lítið um menntun. Grunnskóli, ég kláraði hann nú. Hvað myndi sjálfsævisagan þín heita? Sá sem skrifar hana finnur örugglega eitthvað sniðugt nafn, vonandi eitthvað jákvætt. Guilty pleasure kvikmynd? Titanic. Ekkert „guilty“ svo sem við myndina, hún er geggjuð. En ég ætla ekkert endilega að fara út í það hvað ég er búinn að sjá hana oft. Það er eflaust til einhvað nafn yfir það eða greining, eins og við öllu nú til dags. Titanic Disorder? Talar þú stundum um þig í þriðju persónu? Já, stundum. Þegar ég er að tala við þriggja ára litla frænda minn. Syngur þú í sturtu? Nei, það geri ég ekki. Ég sápa mig í sturtu, kann bara að gera eitt í einu. Uppáhaldsappið þitt? Það mun vera TikTok held ég. Þó er ég mun háðari Instagram. Ertu á Tinder? Ég er á Tinder, já. Varstu skotinn í einhverjum frægum þegar þú varst yngri? Jebb, Jessica Alba. Hvar er hún í dag? Hvernig myndir þú lýsa þér í þremur orðum? Bara, skít, sæmilegur. Þrjú orð right? Hvernig myndu vinir þínir lýsa þér í þremur orðum? Hmm ekki viss. Bestur, flottastur og sætastur kannski? Það vona ég allavega. Hvaða persónueiginleikar finnast þér heillandi? Einlægni og jákvæðni. Hvaða persónueiginleikar finnast þér aldeilis ekki heillandi? Fólk sem veit allt best fer oft í taugarnar á mér. Svo má neikvætt fólk fara eitthvað annað. Hvaða dýr værir þú ef þú værir dýr? Gíraffi eða sæhestur. Bjarki segir fólk sem veit allt best fara í taugarnar á sér en hann heillist af einlægni og jákvæðni. Aðsend mynd Ef þú mættir velja einhverja þrjá einstaklinga úr sögunni (lífs eða liðna) til að bjóða í kvöldmat og spjall, hverja myndir þú velja? Phil Collins, John Candy og Ricky Gervais. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Ekki svo ég viti til. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Mér finnst afskaplega skemmtilegt að semja tónlist. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Þurrka mér eftir sturtu. Finnst ég alltaf þurfa að flýta mér voða mikið við það. Bjarka finnst leiðinlegast að þurrka sér eftir sturtu. Aldrei að vita nema að hann finni einhvern til þess að hjálpa sér við það að þerra sig eftir þetta viðtal.Aðsend mynd Ertu A eða B týpa? Full mikil bjartsýni. Ég er algjör ugla þannig að eflaust er ég D týpa. En ég lýg stundum að fólki að ég sé A týpa því það þykir voða flott. Hvernig viltu eggin þín? Ég vil þau ekkert. En ég vil tófúið mitt scrambled. Hvernig viltu kaffið þitt? Cappuccino með haframjólk og einhverju sýrópi. Þegar þú ferð út að skemmta þér, á hvaða staði ferðu? Petersen svítuna. Ef einhver kallar þig sjomli? Ætli ég segi ekki bara hæ eða halló. Draumastefnumótið? Ég á sennilega eftir að dreyma það. Einhver söngtexti sem þú hefur sungið vitlaust? Allir nema Úlpan mín með tvíhöfða, I got that one correct. Hvað horfðir þú á síðast á Netflix? Ég er að reyna að komast í gegnum Breaking Bad aftur svo að ég geti horft á myndina. Hvaða bók lastu síðast? Ég hef aldrei lesið bók. Hvað er Ást? Ég kemst vonandi einhvern tímann að því. Aðsend mynd Við þökkum Bjarka kærlega fyrir spjallið og fyrir áhugasama er hægt að nálgast Instagram prófílinn hans hér. Einnig er hægt að sjá myndbandið við nýja lagið hans og Jón Vals hér.
Einhleypan Tengdar fréttir Flestir vilja ljósin kveikt þegar þeir stunda kynlíf 25. júlí 2020 10:00 Vildi helst hjálpa fólki að velja sér maka „Þegar það kemur upp framhjáhald í samböndum þá er fyrsta skrefið, að mínu mati, alltaf ráðgjöf.“ Þetta segir Kristín Tómasdóttir, fölskylduráðgjafi, í viðtali við Makamál. 25. júlí 2020 08:00 Spurning vikunnar: Hefur þú slasað þig í kynlífi? Þegar losti og leikgleði mætast í svefnherberginu getur ýmislegt gerst. Eins fim og frábær og við erum í bólfimi þá gerast óhöppin þar eins og annars staðar. 24. júlí 2020 07:54 Mest lesið Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Bönnuð á Tinder fyrir lífstíð Makamál Eru betri vinir, sterkari og hamingjusamari Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál Íris Björk: „Kemur ástin ekki bara þegar hún á að koma?“ Makamál Hefur þú orðið ástfangin(n) í gegnum netið? Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Vildi helst hjálpa fólki að velja sér maka „Þegar það kemur upp framhjáhald í samböndum þá er fyrsta skrefið, að mínu mati, alltaf ráðgjöf.“ Þetta segir Kristín Tómasdóttir, fölskylduráðgjafi, í viðtali við Makamál. 25. júlí 2020 08:00
Spurning vikunnar: Hefur þú slasað þig í kynlífi? Þegar losti og leikgleði mætast í svefnherberginu getur ýmislegt gerst. Eins fim og frábær og við erum í bólfimi þá gerast óhöppin þar eins og annars staðar. 24. júlí 2020 07:54