Jaguar Land Rover hannaði snertilausan snertiskjá Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 24. júlí 2020 07:00 Bendiskjár Cambridge og JLR Jaguar Land Rover hefur hafið prófanir á snertilausum snertiskjá, snertiskjá sem notar gervigreind til að lesa úr skynjurum til að ákveða hvaða hluta af skjánum notandinn er að benda á. Á íslensku útleggst svona skjár sennilegast sem bendiskjár. Bendi-tæknin er þróuð í samstarfi við Cambridge háskólann. Jaguar Land Rover vonar að tæknin muni „gera bíla öruggari með því að draga úr áreiti á skynjunarvit ökumanna og auka tímann sem ökumenn geta einbeitt sér að veginum fyrir framan sig“. Prófanir sýna að kerfið dragi úr tíma sem fer í notkun snertiskjáa um 50%. Markmiðið er að kerfið viti á hvað þú ert að benda um leið og þú hreyfir hönd í átt að skjánum. Hreyfiskynjarar eru notaðir ásamt útvarpsbylgju skynjurum, þær upplýsingar ásamt samhengi þess sem er á skjánum og er í gangi hverju sinni ásamt prófíl hvers ökumanns er notað til að reyna að giska á hvað ökumaður vill gera. Óvíst er hvort og þá hvenær Jaguar Land Rover setur búnaðinn í bíl frá sér. Hugbúnaðurinn er að sögn Jaguar Land Rover næstum klár og gæti verið settur í bíla sem nú þegar eru í umferð, en það er auðvitað háð því að réttir skynjarar séu til staðar í þeim bílum. Tækni Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Titringur á Alþingi Innlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent
Jaguar Land Rover hefur hafið prófanir á snertilausum snertiskjá, snertiskjá sem notar gervigreind til að lesa úr skynjurum til að ákveða hvaða hluta af skjánum notandinn er að benda á. Á íslensku útleggst svona skjár sennilegast sem bendiskjár. Bendi-tæknin er þróuð í samstarfi við Cambridge háskólann. Jaguar Land Rover vonar að tæknin muni „gera bíla öruggari með því að draga úr áreiti á skynjunarvit ökumanna og auka tímann sem ökumenn geta einbeitt sér að veginum fyrir framan sig“. Prófanir sýna að kerfið dragi úr tíma sem fer í notkun snertiskjáa um 50%. Markmiðið er að kerfið viti á hvað þú ert að benda um leið og þú hreyfir hönd í átt að skjánum. Hreyfiskynjarar eru notaðir ásamt útvarpsbylgju skynjurum, þær upplýsingar ásamt samhengi þess sem er á skjánum og er í gangi hverju sinni ásamt prófíl hvers ökumanns er notað til að reyna að giska á hvað ökumaður vill gera. Óvíst er hvort og þá hvenær Jaguar Land Rover setur búnaðinn í bíl frá sér. Hugbúnaðurinn er að sögn Jaguar Land Rover næstum klár og gæti verið settur í bíla sem nú þegar eru í umferð, en það er auðvitað háð því að réttir skynjarar séu til staðar í þeim bílum.
Tækni Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Titringur á Alþingi Innlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent