Yfirheyrslur hafa farið fram í rannsókn á Samherja Kjartan Kjartansson skrifar 23. júlí 2020 14:12 Kjarninn segir að Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri og einn aðaleigandi Samherja, sé á meðal þeirra sem séu nefndir í rannsókn sem fer fram í Namibíu. Vísir/Vilhelm Héraðssaksóknari hefur yfirheyrt einstaklinga í tengslum við rannsókn hans á málefnum Samherja í Namibíu. Kjarninn fullyrðir að nokkrir einstaklingar hafi réttarstöðu grunaðra í íslensku rannsókninni. Auk heimilda um íslensku rannsóknina er vísað til málsgagna sem voru lögð fyrir dómstóla í Namibíu um að yfirvöld þar telji fimm Íslendinga tengda spillingarmáli þar sem félög Samherja eru sökuð um að bera fé á embættismenn til að tryggja sér aflaheimildir í umfjöllun Kjarnans í dag. Auk Þorsteins Más eru þeir Ingvar Júlíusson, fjármálstjóri Samherja á Kýpur og í Afríku, Aðalsteinn Helgason, fyrrum starfsmaður Samherja, Egill Helgi Árnason, framkvæmdastjóri Mermaria Seafood Namibia og Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja í Namibíu, sagði nefndir í málinu í Namibíu. Jóhannes staðfestir við Kjarnann að hann hafi haft réttastöðu grunaðs á Íslandi frá því í nóvember. Hann var yfirheyrður hjá héraðssaksóknara sama dag og fréttaskýringarþáttur Ríkisútvarpsins um ásakanirnar á hendur Samherja fór í loftið 12. nóvember. Þar sagðist Jóhannes hafa framið lögbrot fyrir hönd Samherja í Namibíu. Samkvæmt heimildum Vísis hafa yfirheyrslur farið fram í tengslum við rannsókn héraðssaksóknara á ásökununum. Fram hefur komið að embætti skattrannsóknarstjóra sé einnig með mál tengd starfsemi Samherja í Namibíu til rannsóknar. Namibísk yfirvöld hafa lagt fram réttarbeiðnir til héraðssaksóknara vegna rannsóknarinnar sem fer fram þar í landi. Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, segist ekki geta tjáð sig um fullyrðingar Kjarnans en staðfestir að embættið hafi málið til rannsóknar og að það sé einnig í samskiptum við yfirvöld í Namibíu. Ekki náðist strax í forsvarsmenn Samherja við vinnslu þessarar fréttar. Dómari spurði hvort að um „rán um hábjartan dag“ væri að ræða Tveimur sakborningum í spillingarmálinu í Namibíu var neitað um lausn gegn tryggingu í Namibíu í gær, þeim Bernhardt Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, og tengdasyni hans. Þeir eru sakaðir um að hafa þegið mútur frá félögum Samherja í skiptum fyrir veitingu aflaheimilda. Taldi dómarinn í málinu afar ólíklegt að Esau hefði ekki verið kunnugt um fjármuni sem tengdasonur hans hafði upp úr úthlutun kvóta til félaga Samherja. Við fyrstu skoðun virtust gögn staðfesta að allt hafi verið með felldu og að lögum hafi verið fylgt en „þegar maður tekur eitt eða tvö skref til baka og horfir á stærri myndina verður að spyrja spurningarinnar: var þetta rán um hábjartan dag?“, sagði dómarinn að sögn staðarblaðsins The Namibian. Margt af því sem Jóhannes Stefánsson hefði borið vitni um í málinu eigi sér stoð í gögnum málsins, fjármagnsflutningum og framburði annarra vitna. Fréttin hefur verið uppfærð. Samherjaskjölin Namibía Tengdar fréttir Samherjaskjölin: Fyrrverandi ráðherra synjað um lausn gegn tryggingu Dómstóll í Namibíu hafnaði ósk Bernhardt Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, og tengdasonar hans um að þeir verði látnir lausir gegn tryggingu í dag, að sögn namibískra fjölmiðla. 22. júlí 2020 16:07 Samherji kannast ekki við mögulegar handtökur á Íslandi Namibísk stjórnvöld hafa ekki verið í sambandi við starfsfólk Samherja vegna spillingarrannsóknar þar í landi, að sögn fyrirtækisins. Aðstoðarríkissaksóknari í Namibíu hélt því fram að handtökur á Íslandi væru væntanlegar. 4. júní 2020 15:23 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur yfirheyrt einstaklinga í tengslum við rannsókn hans á málefnum Samherja í Namibíu. Kjarninn fullyrðir að nokkrir einstaklingar hafi réttarstöðu grunaðra í íslensku rannsókninni. Auk heimilda um íslensku rannsóknina er vísað til málsgagna sem voru lögð fyrir dómstóla í Namibíu um að yfirvöld þar telji fimm Íslendinga tengda spillingarmáli þar sem félög Samherja eru sökuð um að bera fé á embættismenn til að tryggja sér aflaheimildir í umfjöllun Kjarnans í dag. Auk Þorsteins Más eru þeir Ingvar Júlíusson, fjármálstjóri Samherja á Kýpur og í Afríku, Aðalsteinn Helgason, fyrrum starfsmaður Samherja, Egill Helgi Árnason, framkvæmdastjóri Mermaria Seafood Namibia og Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja í Namibíu, sagði nefndir í málinu í Namibíu. Jóhannes staðfestir við Kjarnann að hann hafi haft réttastöðu grunaðs á Íslandi frá því í nóvember. Hann var yfirheyrður hjá héraðssaksóknara sama dag og fréttaskýringarþáttur Ríkisútvarpsins um ásakanirnar á hendur Samherja fór í loftið 12. nóvember. Þar sagðist Jóhannes hafa framið lögbrot fyrir hönd Samherja í Namibíu. Samkvæmt heimildum Vísis hafa yfirheyrslur farið fram í tengslum við rannsókn héraðssaksóknara á ásökununum. Fram hefur komið að embætti skattrannsóknarstjóra sé einnig með mál tengd starfsemi Samherja í Namibíu til rannsóknar. Namibísk yfirvöld hafa lagt fram réttarbeiðnir til héraðssaksóknara vegna rannsóknarinnar sem fer fram þar í landi. Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, segist ekki geta tjáð sig um fullyrðingar Kjarnans en staðfestir að embættið hafi málið til rannsóknar og að það sé einnig í samskiptum við yfirvöld í Namibíu. Ekki náðist strax í forsvarsmenn Samherja við vinnslu þessarar fréttar. Dómari spurði hvort að um „rán um hábjartan dag“ væri að ræða Tveimur sakborningum í spillingarmálinu í Namibíu var neitað um lausn gegn tryggingu í Namibíu í gær, þeim Bernhardt Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, og tengdasyni hans. Þeir eru sakaðir um að hafa þegið mútur frá félögum Samherja í skiptum fyrir veitingu aflaheimilda. Taldi dómarinn í málinu afar ólíklegt að Esau hefði ekki verið kunnugt um fjármuni sem tengdasonur hans hafði upp úr úthlutun kvóta til félaga Samherja. Við fyrstu skoðun virtust gögn staðfesta að allt hafi verið með felldu og að lögum hafi verið fylgt en „þegar maður tekur eitt eða tvö skref til baka og horfir á stærri myndina verður að spyrja spurningarinnar: var þetta rán um hábjartan dag?“, sagði dómarinn að sögn staðarblaðsins The Namibian. Margt af því sem Jóhannes Stefánsson hefði borið vitni um í málinu eigi sér stoð í gögnum málsins, fjármagnsflutningum og framburði annarra vitna. Fréttin hefur verið uppfærð.
Samherjaskjölin Namibía Tengdar fréttir Samherjaskjölin: Fyrrverandi ráðherra synjað um lausn gegn tryggingu Dómstóll í Namibíu hafnaði ósk Bernhardt Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, og tengdasonar hans um að þeir verði látnir lausir gegn tryggingu í dag, að sögn namibískra fjölmiðla. 22. júlí 2020 16:07 Samherji kannast ekki við mögulegar handtökur á Íslandi Namibísk stjórnvöld hafa ekki verið í sambandi við starfsfólk Samherja vegna spillingarrannsóknar þar í landi, að sögn fyrirtækisins. Aðstoðarríkissaksóknari í Namibíu hélt því fram að handtökur á Íslandi væru væntanlegar. 4. júní 2020 15:23 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira
Samherjaskjölin: Fyrrverandi ráðherra synjað um lausn gegn tryggingu Dómstóll í Namibíu hafnaði ósk Bernhardt Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, og tengdasonar hans um að þeir verði látnir lausir gegn tryggingu í dag, að sögn namibískra fjölmiðla. 22. júlí 2020 16:07
Samherji kannast ekki við mögulegar handtökur á Íslandi Namibísk stjórnvöld hafa ekki verið í sambandi við starfsfólk Samherja vegna spillingarrannsóknar þar í landi, að sögn fyrirtækisins. Aðstoðarríkissaksóknari í Namibíu hélt því fram að handtökur á Íslandi væru væntanlegar. 4. júní 2020 15:23