Hnúfubakar eltu Hríseyjarferjuna allan daginn Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. júlí 2020 13:00 Þessi hnúfubakur tengist fréttinni ekki beint. Myndband af hnúfubökunum sem eltu ferjuna má nálgast neðar í fréttinni. Vísir/vilhelm Hnúfubakar fylgdu Hríseyjarferjunni út í eyjuna á dögunum og léku listir sínar fyrir farþega. Ferðamannastraumur til Hríseyjar hefur aukist jafnt og þétt í sumar og telur skipstjóri Hríseyjarferjunnar að vel heppnuð markaðsherferð, auk fjölmiðlaumfjöllunar um stórbrunann sem varð í eyjunni í maí, eigi þar hlut að máli. Átta þúsund manns lögðu leið sína til Hríseyjar í júní og gert er ráð fyrir að fleiri láti sjá sig í júlí, sem yfirleitt er fjölmennasti mánuður ársins í Hrísey með tilliti til ferðamanna. Ásóknin hefur verið svo mikil að á fara þurfti allt að þrjár aukaferðir á dag þegar mest var til að ferja alla til og frá eyjunni. segir Þröstur Jóhannsson skipstjóri á Hríseyjarferjunni Sævari.Valgeir magnússon „Við áttum nú von á að þetta yrði gott sumar hjá okkur. Erlendir ferðamenn hafa ekki verið það mikið að koma til Hríseyjar, mest Íslendingar. Svo að þegar Íslendingum á ferðinni fjölgar þá fjölgar hjá okkur,“ segir Þröstur Jóhannsson skipstjóri á Hríseyjarferjunni Sævari. „Við fengum líka mikla athygli þegar frystihúsið brann og vorum sífellt í fréttum ásamt því að Akureyrarbær og Ferðamálafélag Hríseyjar fór í samstarf með okkur á ferjunni um að hafa frítt í ferjuna í tvær vikur í júní. Þetta hefur allt sitt að segja,“ bætir Þröstur við. Mannmergð um borð í Sævari.Valgeir Magnússon Ferjan leggur af stað frá Árskógsströnd á tveggja tíma fresti yfir sumarmánuðina. Þröstur segir eyjunni margt til framdráttar, þar á meðal gott leiksvæði fyrir ofan höfnina, fuglalíf, veitingastaði og sundlaug. „Svo veit maður aldrei hvaða ævintýri fólk fær í bónus. Um daginn þá fylgdu hnúfubakar ferjunni allan daginn og heldu sýningu fyrir farþegana,“ segir Þröstur. Jóhann Pétur Jóhannson, vélstjóri á Sævari og bróðir Þrastar, náði myndbandi af hnúfubökunum leika listir sínar. Myndbandið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Hrísey Dýr Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Sjá meira
Hnúfubakar fylgdu Hríseyjarferjunni út í eyjuna á dögunum og léku listir sínar fyrir farþega. Ferðamannastraumur til Hríseyjar hefur aukist jafnt og þétt í sumar og telur skipstjóri Hríseyjarferjunnar að vel heppnuð markaðsherferð, auk fjölmiðlaumfjöllunar um stórbrunann sem varð í eyjunni í maí, eigi þar hlut að máli. Átta þúsund manns lögðu leið sína til Hríseyjar í júní og gert er ráð fyrir að fleiri láti sjá sig í júlí, sem yfirleitt er fjölmennasti mánuður ársins í Hrísey með tilliti til ferðamanna. Ásóknin hefur verið svo mikil að á fara þurfti allt að þrjár aukaferðir á dag þegar mest var til að ferja alla til og frá eyjunni. segir Þröstur Jóhannsson skipstjóri á Hríseyjarferjunni Sævari.Valgeir magnússon „Við áttum nú von á að þetta yrði gott sumar hjá okkur. Erlendir ferðamenn hafa ekki verið það mikið að koma til Hríseyjar, mest Íslendingar. Svo að þegar Íslendingum á ferðinni fjölgar þá fjölgar hjá okkur,“ segir Þröstur Jóhannsson skipstjóri á Hríseyjarferjunni Sævari. „Við fengum líka mikla athygli þegar frystihúsið brann og vorum sífellt í fréttum ásamt því að Akureyrarbær og Ferðamálafélag Hríseyjar fór í samstarf með okkur á ferjunni um að hafa frítt í ferjuna í tvær vikur í júní. Þetta hefur allt sitt að segja,“ bætir Þröstur við. Mannmergð um borð í Sævari.Valgeir Magnússon Ferjan leggur af stað frá Árskógsströnd á tveggja tíma fresti yfir sumarmánuðina. Þröstur segir eyjunni margt til framdráttar, þar á meðal gott leiksvæði fyrir ofan höfnina, fuglalíf, veitingastaði og sundlaug. „Svo veit maður aldrei hvaða ævintýri fólk fær í bónus. Um daginn þá fylgdu hnúfubakar ferjunni allan daginn og heldu sýningu fyrir farþegana,“ segir Þröstur. Jóhann Pétur Jóhannson, vélstjóri á Sævari og bróðir Þrastar, náði myndbandi af hnúfubökunum leika listir sínar. Myndbandið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Hrísey Dýr Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Sjá meira