Sá grunaði í máli Madeleine talinn tengjast nauðgun frá 2004 Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. júlí 2020 23:43 Christan B er grunaður um aðild að hvarfinu á Madeleine McCann. Vísir/Getty/Samsett Lögreglan í Portúgal rannsakar nú hvort maður sem hefur réttarstöðu grunaðs manns í rannsókninni á hvarfi Madeleine McCann geti einnig tengst nauðgun á Algarve í Portúgal, þremur árum fyrir hvarfið. Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá því að maðurinn, Christian Brückner, hafi mögulega tengsl við nauðgun á Hazel Behan, 37 ára írskri konu sem ráðist var á nálægt Praia da Luz árið 2004. Madeleine McCann hvarf árið 2007. Portúgalska lögreglan hefur þá sagst ætla að koma öllum sönnunargögnum sem kunni að koma fram í málinu til þýskra kollega sinna, sem rannsaka nú hvarf Madeleine. Þá hefur BBC eftir heimildamönnum sínum að lögregluyfirvöld hafi undir höndum „trúverðugar upplýsingar“ þess efnis að Brückner, sem er 43 ára Þjóðverji, gæti tengst nauðguninni á Behan en í rannsókn á máli hennar lá aldrei neinn undir grun og sönnunargögn eyðilögðust. Síðan þá hafa rannsóknir lögreglunnar þó leitt í ljós að Brückner var sakfelldur fyrir nauðgun í Praia da Luz, sambærilega þeirri sem nú er til rannsóknar. Þó að rannsóknin gæti leitt tengsl mannsins við árásina í ljós yrði hann þó ekki sakfelldur, en fyrningarfrestur nauðgana í Portúgal er 15 ár. Varð viðfangsefni rannsóknarinnar í síðasta mánuði Brückner, sem situr nú í fangelsi í Þýskalandi fyrir nauðgun, varð miðpunktur rannsóknar þýskra og breskra lögregluyfirvalda á hvarfi Madeleine McCann, sem hvarf af hótelherbergi í Praia da Luz á Algarve í Portúgal árið 2007. Hún var þá þriggja ára gömul. Brückner er talinn hafa verið á svæðinu þegar Madeleine hvarf. Lögregluyfirvöld í Bretlandi segja málið enn unnið út frá þeirri forsendu að Madeleine sé á lífi, þar sem aldrei hafi komið fram óyggjandi sönnunargögn fyrir andláti hennar. Þýskir saksóknarar sem hafa haft aðkomu að málinu segjast hins vegar gera ráð fyrir því að Madeleine sé látin. Madeleine McCann Portúgal Þýskaland Bretland Tengdar fréttir Leituðu að Madeleine við þrjá brunna Lögregla og slökkvilið í Portúgal leituðu í dag í og við þrjá gamla brunna á Algarve-ströndinni. 11. júlí 2020 17:59 Gætu þurft að hætta rannsókn ef fleiri vísbendingar berast ekki Rannsakendur segjast búa yfir verulegum sönnunargögnum sem benda til þess að Madeleine McCann sé látin. 9. júní 2020 22:43 Því velt upp hvort yfirvöld hafi hunsað ábendingar um manninn sem grunaður er í máli Madeleine Þýskir fjölmiðlar fjalla nú um hvort að rannsakendur á vegum þýsku sambandslögreglunnar hafi hunsað viðvaranir frá rannsakendum í Braunschweig árið 2013 varðandi Christian Brückner 6. júní 2020 20:24 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Fleiri fréttir Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sjá meira
Lögreglan í Portúgal rannsakar nú hvort maður sem hefur réttarstöðu grunaðs manns í rannsókninni á hvarfi Madeleine McCann geti einnig tengst nauðgun á Algarve í Portúgal, þremur árum fyrir hvarfið. Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá því að maðurinn, Christian Brückner, hafi mögulega tengsl við nauðgun á Hazel Behan, 37 ára írskri konu sem ráðist var á nálægt Praia da Luz árið 2004. Madeleine McCann hvarf árið 2007. Portúgalska lögreglan hefur þá sagst ætla að koma öllum sönnunargögnum sem kunni að koma fram í málinu til þýskra kollega sinna, sem rannsaka nú hvarf Madeleine. Þá hefur BBC eftir heimildamönnum sínum að lögregluyfirvöld hafi undir höndum „trúverðugar upplýsingar“ þess efnis að Brückner, sem er 43 ára Þjóðverji, gæti tengst nauðguninni á Behan en í rannsókn á máli hennar lá aldrei neinn undir grun og sönnunargögn eyðilögðust. Síðan þá hafa rannsóknir lögreglunnar þó leitt í ljós að Brückner var sakfelldur fyrir nauðgun í Praia da Luz, sambærilega þeirri sem nú er til rannsóknar. Þó að rannsóknin gæti leitt tengsl mannsins við árásina í ljós yrði hann þó ekki sakfelldur, en fyrningarfrestur nauðgana í Portúgal er 15 ár. Varð viðfangsefni rannsóknarinnar í síðasta mánuði Brückner, sem situr nú í fangelsi í Þýskalandi fyrir nauðgun, varð miðpunktur rannsóknar þýskra og breskra lögregluyfirvalda á hvarfi Madeleine McCann, sem hvarf af hótelherbergi í Praia da Luz á Algarve í Portúgal árið 2007. Hún var þá þriggja ára gömul. Brückner er talinn hafa verið á svæðinu þegar Madeleine hvarf. Lögregluyfirvöld í Bretlandi segja málið enn unnið út frá þeirri forsendu að Madeleine sé á lífi, þar sem aldrei hafi komið fram óyggjandi sönnunargögn fyrir andláti hennar. Þýskir saksóknarar sem hafa haft aðkomu að málinu segjast hins vegar gera ráð fyrir því að Madeleine sé látin.
Madeleine McCann Portúgal Þýskaland Bretland Tengdar fréttir Leituðu að Madeleine við þrjá brunna Lögregla og slökkvilið í Portúgal leituðu í dag í og við þrjá gamla brunna á Algarve-ströndinni. 11. júlí 2020 17:59 Gætu þurft að hætta rannsókn ef fleiri vísbendingar berast ekki Rannsakendur segjast búa yfir verulegum sönnunargögnum sem benda til þess að Madeleine McCann sé látin. 9. júní 2020 22:43 Því velt upp hvort yfirvöld hafi hunsað ábendingar um manninn sem grunaður er í máli Madeleine Þýskir fjölmiðlar fjalla nú um hvort að rannsakendur á vegum þýsku sambandslögreglunnar hafi hunsað viðvaranir frá rannsakendum í Braunschweig árið 2013 varðandi Christian Brückner 6. júní 2020 20:24 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Fleiri fréttir Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sjá meira
Leituðu að Madeleine við þrjá brunna Lögregla og slökkvilið í Portúgal leituðu í dag í og við þrjá gamla brunna á Algarve-ströndinni. 11. júlí 2020 17:59
Gætu þurft að hætta rannsókn ef fleiri vísbendingar berast ekki Rannsakendur segjast búa yfir verulegum sönnunargögnum sem benda til þess að Madeleine McCann sé látin. 9. júní 2020 22:43
Því velt upp hvort yfirvöld hafi hunsað ábendingar um manninn sem grunaður er í máli Madeleine Þýskir fjölmiðlar fjalla nú um hvort að rannsakendur á vegum þýsku sambandslögreglunnar hafi hunsað viðvaranir frá rannsakendum í Braunschweig árið 2013 varðandi Christian Brückner 6. júní 2020 20:24