United og Leicester gætu mæst í hreinum úrslitaleik um Meistaradeildarsæti Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. júlí 2020 14:00 Leicester City tekur á móti Manchester United í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudaginn. getty/Gary Prior Sá möguleiki er fyrir hendi að Manchester United og Leicester City þurfi að mætast í hreinum úrslitaleik um sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. Þau mætast í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudaginn og gætu þurft að mætast aftur skömmu síðar. Þrennt þarf að gerast til að þessi úrslitaleikur verði að veruleika: United þarf að vinna West Ham, 5-3, í kvöld, Leicester að vinna United, 1-0, á sunnudaginn og Chelsea að fá a.m.k. þrjú stig úr síðustu tveimur deildarleikjum sínum. Ef svo ólíklega vill til að allt þetta þrennt gangi eftir verða United og Leicester jöfn að stigum og með alveg jafna markatölu, 68-39. Þá þarf grípa til úrslitaleiks um fjórða og síðasta sæti Englands í Meistaradeildinni. If Man United win 5-3 against West Ham, lose 1-0 to Leicester and Chelsea take at least three points from their final two matches, there will be a playoff to decide fourth spot.Man United and Leicester will be tied on points, goal difference, goals scored and goals conceded pic.twitter.com/9FlwxOgPbE— ESPN FC (@ESPNFC) July 21, 2020 Leicester og United eru jöfn að stigum í 4. og 5. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Þau eru bæði með 62 stig en Chelsea er í 3. sætinu með 63 stig. Leicester hefur leikið 37 leiki en United og Chelsea 36. United tekur á móti West Ham í kvöld og Chelsea sækir Englandsmeistara Liverpool heim. Ef Chelsea vinnur Liverpool tryggir liðið sér Meistaradeildarsæti. Staða efstu tíu liða í ensku úrvalsdeildinni. Leicester fær svo United í heimsókn í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar klukkan 15:00 á sunnudaginn. Chelsea mætir þá Wolves á Stamford Bridge. Ef United vinnur West Ham í kvöld dugir liðinu jafntefli gegn Leicester í lokaumferðinni til að tryggja sér Meistaradeildarsæti. Jafnvel þótt United takist ekki að ná 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á liðið enn möguleika á að ná Meistaradeildarsæti með því að vinna Evrópudeildina. Henni lýkur í næsta mánuði. United er svo gott sem komið áfram í átta liða úrslit keppninnar eftir 0-5 sigur á LASK Linz í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitunum. Leicester hefur aðeins einu sinni leikið í Meistaradeildinni, tímabilið 2016-17, eftir að liðið varð Englandsmeistari. Sama í hvaða sæti endar þetta tímabil í verður það næstbesti árangur liðsins frá upphafi í ensku úrvalsdeildinni. Aldrei áður hefur það gerst að lið mætist í hreinum úrslitaleik um Meistaradeildarsæti. Það hefur þó hist þannig á að lið sem eru í baráttu um Meistaradeildarsæti mætist í lokaumferðinni. Það gerðist t.a.m. 2003 þegar Chelsea tryggði sér Meistaradeildarsæti með 2-1 sigri á Liverpool á Brúnni. Sumarið eftir keypti Roman Abramovich Chelsea og í kjölfarið hófst blómaskeið félagsins. Enski boltinn Mest lesið Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær Fótbolti Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sport Fleiri fréttir Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Sjá meira
Sá möguleiki er fyrir hendi að Manchester United og Leicester City þurfi að mætast í hreinum úrslitaleik um sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. Þau mætast í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudaginn og gætu þurft að mætast aftur skömmu síðar. Þrennt þarf að gerast til að þessi úrslitaleikur verði að veruleika: United þarf að vinna West Ham, 5-3, í kvöld, Leicester að vinna United, 1-0, á sunnudaginn og Chelsea að fá a.m.k. þrjú stig úr síðustu tveimur deildarleikjum sínum. Ef svo ólíklega vill til að allt þetta þrennt gangi eftir verða United og Leicester jöfn að stigum og með alveg jafna markatölu, 68-39. Þá þarf grípa til úrslitaleiks um fjórða og síðasta sæti Englands í Meistaradeildinni. If Man United win 5-3 against West Ham, lose 1-0 to Leicester and Chelsea take at least three points from their final two matches, there will be a playoff to decide fourth spot.Man United and Leicester will be tied on points, goal difference, goals scored and goals conceded pic.twitter.com/9FlwxOgPbE— ESPN FC (@ESPNFC) July 21, 2020 Leicester og United eru jöfn að stigum í 4. og 5. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Þau eru bæði með 62 stig en Chelsea er í 3. sætinu með 63 stig. Leicester hefur leikið 37 leiki en United og Chelsea 36. United tekur á móti West Ham í kvöld og Chelsea sækir Englandsmeistara Liverpool heim. Ef Chelsea vinnur Liverpool tryggir liðið sér Meistaradeildarsæti. Staða efstu tíu liða í ensku úrvalsdeildinni. Leicester fær svo United í heimsókn í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar klukkan 15:00 á sunnudaginn. Chelsea mætir þá Wolves á Stamford Bridge. Ef United vinnur West Ham í kvöld dugir liðinu jafntefli gegn Leicester í lokaumferðinni til að tryggja sér Meistaradeildarsæti. Jafnvel þótt United takist ekki að ná 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á liðið enn möguleika á að ná Meistaradeildarsæti með því að vinna Evrópudeildina. Henni lýkur í næsta mánuði. United er svo gott sem komið áfram í átta liða úrslit keppninnar eftir 0-5 sigur á LASK Linz í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitunum. Leicester hefur aðeins einu sinni leikið í Meistaradeildinni, tímabilið 2016-17, eftir að liðið varð Englandsmeistari. Sama í hvaða sæti endar þetta tímabil í verður það næstbesti árangur liðsins frá upphafi í ensku úrvalsdeildinni. Aldrei áður hefur það gerst að lið mætist í hreinum úrslitaleik um Meistaradeildarsæti. Það hefur þó hist þannig á að lið sem eru í baráttu um Meistaradeildarsæti mætist í lokaumferðinni. Það gerðist t.a.m. 2003 þegar Chelsea tryggði sér Meistaradeildarsæti með 2-1 sigri á Liverpool á Brúnni. Sumarið eftir keypti Roman Abramovich Chelsea og í kjölfarið hófst blómaskeið félagsins.
Enski boltinn Mest lesið Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær Fótbolti Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sport Fleiri fréttir Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Sjá meira