Kórónuveiran í brennidepli í nýrri seríu Grey's Anatomy Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. júlí 2020 21:01 Kórónuveirufaraldurinn verður í brennidepli í sautjándu seríu vinsælu læknaþáttanna Grey's Anatomy, Kórónuveirufaraldurinn verður í brennidepli í sautjándu seríu vinsælu læknaþáttanna Grey‘s Anatomy að sögn aðalframleiðanda þáttanna. Undirbúningur seríunnar er þegar hafinn og verður fjallað um raunir og afrek heilbrigðisstarfsfólks á þessum erfiðu tímum í þáttunum. Krista Vernoff, aðalframleiðandi þáttanna, greindi frá þessu í pallborðsumræðum um sjónvarpsþáttagerð á vegum Entertainment Weekly. „Það er ekki séns að framleiða svona læknaþætti og ekki fjalla um helstu „heilbrigðissögu“ okkar tíma,“ sagði Krista. Fyrir gerð hverrar þáttaseríu setjast höfundar þáttanna niður með læknum til að heyra reynslusögur þeirra og oft eru sögurnar skrítnar og skemmtilegar. Krista segir hins vegar að fundir þessa árs hafi verið krefjandi þar sem fjöldinn allur af heilbrigðisstarfsfólki sagði frá upplifun sinni og reynslu af faraldrinum. „Læknarnir koma á fund okkar og við erum fyrstu einstaklingarnir sem þeir tala um þessa reynslu við. Þeir eru bókstaflega titrandi og halda aftur tárum, þeir eru fölir og tala um þetta eins og þetta sé stríð – stríð sem þeir voru ekki þjálfaðir til að heyja,“ sagði Krista. „Mér líður eins og þátturinn okkar hafi tækifæri og skyldu til að segja þessar sögur,“ bætti hún við. Tökur þáttanna eru enn ekki hafnar en höfundar þeirra vinna nú hörðum höndum að því að yfirfæra kórónuveirusögurnar yfir á sjúkrahúsið Grey Sloan, sögusvið þáttanna, og á sama tíma reyna að halda inni húmornum og rómantíkinni sem þættirnir eru þekktir fyrir að sögn Kristu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hollywood Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Kórónuveirufaraldurinn verður í brennidepli í sautjándu seríu vinsælu læknaþáttanna Grey‘s Anatomy að sögn aðalframleiðanda þáttanna. Undirbúningur seríunnar er þegar hafinn og verður fjallað um raunir og afrek heilbrigðisstarfsfólks á þessum erfiðu tímum í þáttunum. Krista Vernoff, aðalframleiðandi þáttanna, greindi frá þessu í pallborðsumræðum um sjónvarpsþáttagerð á vegum Entertainment Weekly. „Það er ekki séns að framleiða svona læknaþætti og ekki fjalla um helstu „heilbrigðissögu“ okkar tíma,“ sagði Krista. Fyrir gerð hverrar þáttaseríu setjast höfundar þáttanna niður með læknum til að heyra reynslusögur þeirra og oft eru sögurnar skrítnar og skemmtilegar. Krista segir hins vegar að fundir þessa árs hafi verið krefjandi þar sem fjöldinn allur af heilbrigðisstarfsfólki sagði frá upplifun sinni og reynslu af faraldrinum. „Læknarnir koma á fund okkar og við erum fyrstu einstaklingarnir sem þeir tala um þessa reynslu við. Þeir eru bókstaflega titrandi og halda aftur tárum, þeir eru fölir og tala um þetta eins og þetta sé stríð – stríð sem þeir voru ekki þjálfaðir til að heyja,“ sagði Krista. „Mér líður eins og þátturinn okkar hafi tækifæri og skyldu til að segja þessar sögur,“ bætti hún við. Tökur þáttanna eru enn ekki hafnar en höfundar þeirra vinna nú hörðum höndum að því að yfirfæra kórónuveirusögurnar yfir á sjúkrahúsið Grey Sloan, sögusvið þáttanna, og á sama tíma reyna að halda inni húmornum og rómantíkinni sem þættirnir eru þekktir fyrir að sögn Kristu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hollywood Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein