Sport

Katrín Tanja: Ekki sjálfs­traust sem segir að ég sé sú besta eða að ég muni vinna

Anton Ingi Leifsson skrifar
Katrín Tanja Davíðsdóttir ræddi við CrossFit-unnendur um sjálfstraust.
Katrín Tanja Davíðsdóttir ræddi við CrossFit-unnendur um sjálfstraust. vísir/getty

Katrín Tanja Davíðsdóttir, ein af CrossFit-drottningum okkar Íslendinga, segir í samtali við CompTrain að sjálfstraust hennar byggist ekki á því að hún sé að fara vinna eitthvað, heldur því að gefa allt sitt í verkefnið.

Katrín Tanja ræddi um sjálfstraust í samtali við CompTrain en það er vefrænn æfingabanki fyrir þá sem stunda CrossFit. Undanfarin hefur síðan svo verið með röð fyrirlesara og í gær var komið að Katrínu Tönju að tala um sjálfstraust.

„Ég vil tala við ykkur um sjálfstraust. Eitt af því sem ég hef lært í gegnum minn keppnisferil er skilgreiningin á sjálfstrausti og hvernig það virkar fyrir mig,“ sagði Katrín.

„Þetta er ekki sjálfstraust sem segir að ég sé sú besta, ég sé að fara vinna eða muni enda efst - því þú getur ekki verið viss um það. Eina sem þú getur gert er að gera þitt besta og þú stjórnar því ekki hvað annað fólk gerir.“

„Sjálfstraustið sem ég elska og besta tilfinning sem ég veit um er þegar ég fer á CrossFit-leikana og ég hef trú á sjálfum mér og mínum hæfileikum. Sjálfstraust sem ég lagði mikið á mig til þess að ná og að ég sé jafn undirbúin og hægt er.“

Allt myndbandið með Katrínu má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×