Guardiola segir Bielsa tróna á toppi listans Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. júlí 2020 07:30 Bielsa og Pep á hliðarlínunni þegar þeir þjálfuðu á Spáni. Vísir/Manchester Evening News Argentínumaðurinn Marcelo Bielsa er eflaust kominn í guðatölu hjá stuðningsfólki Leeds United eftir að hafa stýrt liðinu upp í ensku úrvalsdeildinni eftir 16 ára fjarveru. Pep Guardiola – þjálfari enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester City – segir Bielsa hafa unnið stórbrotið verk með lið Leeds. Sá spænski telur Bielsa vera einn besta þjálfara samtímans. Sjá einnig: Segir Guardiola B-hliðina af Bielsa „Hann er einstakur í knattspyrnuheiminum sökum þess hvernig hann vill spila leikinn. Ég lærði mikið af honum og hann er einstök manneskja. Enskur fótbolti mun njóta góðs af að fá Bielsa í ensku úrvalsdeildina á næstu leiktíð,“ sagði Pep í viðtali við BBC. Bielsa hefur farið um víðan völl á þjálfunarferli sínum. Hann hefur þjálfað lið á borð við Athletic Bilbao, Marseille, Lazio og Lille. Þá hefur hann þjálfað landslið Argentínu og Síle. Bielsa tók síðan við Leeds sumarið 2018 og var nálægt því að koma liðinu upp á sínu fyrsta tímabili. Það gekk ekki eftir en tókst nú í ár og verður Leeds því í ensku úrvalsdeildinni þegar deildin fer aftur af stað í haust. „Að vinna bikara hjálpar þér að halda starfinu en á endanum þá eru það minningarnar sem lifa með þér og hversu mikið hver þjálfari kenndi þér á sínum tíma. Það sem við munum eftir er lífsreynslan, leikmennirnir sem þú þjálfaðir og þjálfararnir sem þú varst með. Þar trónir Marcelo á toppnum,“ sagði Pep einnig í viðtalinu. Eftir háværa orðróma um að Pep myndi yfirgefa City-skútuna í sumar þá stefnir í að verði áfram í Manchester-borg. Hann mun því mæta lærifaðir sínum á næstu leiktíð þegar Leeds og Man City mætast. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Enduðu árið með stæl Enski boltinn Dómari blóðugur eftir slagsmál Sport Strákarnir komnir í úrslit Handbolti Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Kærkominn sigur City Enski boltinn Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Enski boltinn Ófarir Spurs halda áfram Enski boltinn Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Fleiri fréttir Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Kærkominn sigur City Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Sjá meira
Argentínumaðurinn Marcelo Bielsa er eflaust kominn í guðatölu hjá stuðningsfólki Leeds United eftir að hafa stýrt liðinu upp í ensku úrvalsdeildinni eftir 16 ára fjarveru. Pep Guardiola – þjálfari enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester City – segir Bielsa hafa unnið stórbrotið verk með lið Leeds. Sá spænski telur Bielsa vera einn besta þjálfara samtímans. Sjá einnig: Segir Guardiola B-hliðina af Bielsa „Hann er einstakur í knattspyrnuheiminum sökum þess hvernig hann vill spila leikinn. Ég lærði mikið af honum og hann er einstök manneskja. Enskur fótbolti mun njóta góðs af að fá Bielsa í ensku úrvalsdeildina á næstu leiktíð,“ sagði Pep í viðtali við BBC. Bielsa hefur farið um víðan völl á þjálfunarferli sínum. Hann hefur þjálfað lið á borð við Athletic Bilbao, Marseille, Lazio og Lille. Þá hefur hann þjálfað landslið Argentínu og Síle. Bielsa tók síðan við Leeds sumarið 2018 og var nálægt því að koma liðinu upp á sínu fyrsta tímabili. Það gekk ekki eftir en tókst nú í ár og verður Leeds því í ensku úrvalsdeildinni þegar deildin fer aftur af stað í haust. „Að vinna bikara hjálpar þér að halda starfinu en á endanum þá eru það minningarnar sem lifa með þér og hversu mikið hver þjálfari kenndi þér á sínum tíma. Það sem við munum eftir er lífsreynslan, leikmennirnir sem þú þjálfaðir og þjálfararnir sem þú varst með. Þar trónir Marcelo á toppnum,“ sagði Pep einnig í viðtalinu. Eftir háværa orðróma um að Pep myndi yfirgefa City-skútuna í sumar þá stefnir í að verði áfram í Manchester-borg. Hann mun því mæta lærifaðir sínum á næstu leiktíð þegar Leeds og Man City mætast.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Enduðu árið með stæl Enski boltinn Dómari blóðugur eftir slagsmál Sport Strákarnir komnir í úrslit Handbolti Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Kærkominn sigur City Enski boltinn Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Enski boltinn Ófarir Spurs halda áfram Enski boltinn Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Fleiri fréttir Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Kærkominn sigur City Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Sjá meira