Samræma ákvæði kjarasamnings við samning flugmanna Andri Eysteinsson og Birgir Olgeirsson skrifa 20. júlí 2020 13:42 Með nýundirrituðum kjarasamningi Flugfreyjufélags Íslands eru ákvæði samræmd við kjarasamning Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Þetta staðfestir Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður FFÍ, í samtali við fréttastofu eftir að kjarasamningurinn var kynntur félagsmönnum á Hilton Nordica-hótelinu við Suðurlandsbraut í dag. Nýr kjarasamningur Icelandair og FFÍ var óvænt undirritaður aðfaranótt sunnudags. Hann byggir á fyrri samningi sem felldur var í atkvæðagreiðslu hjá FFÍ í lok júní, eftir langar og strangar kjaraviðræður. Þá felur nýi samningurinn m.a. í sér breytingar á tveimur umdeildum ákvæðum, að því er fram kom í tilkynningu FFÍ um helgina. „Það gefur auga leið að flugmenn komast ekkert án okkar og við komumst ekkert án þeirra. Í þessu eru ákvæði sem áður hefur verið breytt hjá flugmönnum. Til dæmis varðandi það að geta flogið lengra til áfangastaða,“ sagði Guðlaug. Guðlaug sagði að um væri að ræða þó nokkur ákvæði og sagði gott dæmi um slíkt ákvæði vera hversu langt megi fljúga á einni vakt. „Það hefur verið samræmi í því og eftir þeirra nýja samning, og okkar nýundirritaða samning erum við á sama pari,“ sagði Guðlaug. Tilfinningaþrunginn og góður fundur Á þriðja hundrað félagsmanna FFÍ voru mættir á fundinn og sagði formaðurinn að umræður hafi verið góðar á fundinum sem var tilfinningaþrunginn en þó hafi ekki verið tekist á. „Það var ekki tekist á en fólk er enn þá í sárum eftir atburðarás síðustu daga.“ Guðlaug segir að með samningnum sé verið að mæta hagræðingarkröfu Icelandair og segist hún telja að samningurinn verði samþykktur þó ekki séu allir sáttir með efni hans. „Við erum ekki einungis að kjósa um kjarasamning. Við erum líka að kjósa um það að stéttarfélagið okkar hafi til framtíðar eitthvað um kaup og kjör fyrir flugfreyjur að segja. Við vitum ekki hvaða raunveruleiki bíður okkar ef leitað verður annarra leið og til stéttarfélaga sem eru ekki til,“ sagði formaðurinn. Samningurinn sem undirritaður var í karphúsinu aðfaranótt sunnudagsins er til fimm ára og er allt sem í honum stendur varanlegt. Áður höfðu samninganefndir náð saman en var sá samningur kolfelldur af flugfreyjum í atkvæðagreiðslu. „Það voru ákveðin atriði sem var ágreiningur um eftir síðasta undirritaða kjarasamning. Við tókum þau ákvæði upp og sömdum um þau í þessum nýja samning,“ sagði Guðlaug. Kjaramál Icelandair Fréttir af flugi Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Hugsa þurfi með gagnrýnum hætti um fólksfjölgun síðustu ára Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Með nýundirrituðum kjarasamningi Flugfreyjufélags Íslands eru ákvæði samræmd við kjarasamning Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Þetta staðfestir Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður FFÍ, í samtali við fréttastofu eftir að kjarasamningurinn var kynntur félagsmönnum á Hilton Nordica-hótelinu við Suðurlandsbraut í dag. Nýr kjarasamningur Icelandair og FFÍ var óvænt undirritaður aðfaranótt sunnudags. Hann byggir á fyrri samningi sem felldur var í atkvæðagreiðslu hjá FFÍ í lok júní, eftir langar og strangar kjaraviðræður. Þá felur nýi samningurinn m.a. í sér breytingar á tveimur umdeildum ákvæðum, að því er fram kom í tilkynningu FFÍ um helgina. „Það gefur auga leið að flugmenn komast ekkert án okkar og við komumst ekkert án þeirra. Í þessu eru ákvæði sem áður hefur verið breytt hjá flugmönnum. Til dæmis varðandi það að geta flogið lengra til áfangastaða,“ sagði Guðlaug. Guðlaug sagði að um væri að ræða þó nokkur ákvæði og sagði gott dæmi um slíkt ákvæði vera hversu langt megi fljúga á einni vakt. „Það hefur verið samræmi í því og eftir þeirra nýja samning, og okkar nýundirritaða samning erum við á sama pari,“ sagði Guðlaug. Tilfinningaþrunginn og góður fundur Á þriðja hundrað félagsmanna FFÍ voru mættir á fundinn og sagði formaðurinn að umræður hafi verið góðar á fundinum sem var tilfinningaþrunginn en þó hafi ekki verið tekist á. „Það var ekki tekist á en fólk er enn þá í sárum eftir atburðarás síðustu daga.“ Guðlaug segir að með samningnum sé verið að mæta hagræðingarkröfu Icelandair og segist hún telja að samningurinn verði samþykktur þó ekki séu allir sáttir með efni hans. „Við erum ekki einungis að kjósa um kjarasamning. Við erum líka að kjósa um það að stéttarfélagið okkar hafi til framtíðar eitthvað um kaup og kjör fyrir flugfreyjur að segja. Við vitum ekki hvaða raunveruleiki bíður okkar ef leitað verður annarra leið og til stéttarfélaga sem eru ekki til,“ sagði formaðurinn. Samningurinn sem undirritaður var í karphúsinu aðfaranótt sunnudagsins er til fimm ára og er allt sem í honum stendur varanlegt. Áður höfðu samninganefndir náð saman en var sá samningur kolfelldur af flugfreyjum í atkvæðagreiðslu. „Það voru ákveðin atriði sem var ágreiningur um eftir síðasta undirritaða kjarasamning. Við tókum þau ákvæði upp og sömdum um þau í þessum nýja samning,“ sagði Guðlaug.
Kjaramál Icelandair Fréttir af flugi Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Hugsa þurfi með gagnrýnum hætti um fólksfjölgun síðustu ára Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira