Innlent

Stærsti skjálftinn á svæðinu síðan 21. júní

Sylvía Hall skrifar
Frá Siglufirði. Skjálftarnir hafa fundist vel í bænum.
Frá Siglufirði. Skjálftarnir hafa fundist vel í bænum. Vísir/Egill

Skjálfti að stærð 4,7 mældist tíu kílómetra norðvestur af Gjögurtá klukkan 03:07 í nótt. Um er að ræða stærsta skjálftann síðan 21. júní þegar skjálfti að stærð 5,8 mældist á svæðinu.

Samkvæmt athugasemdum jarðvísindamanns hjá Veðurstofu Íslands fannst skjálftinn í Ólafsfirði sem og á Siglufirði, Hofsósi, Dalvík og á Húsavík.

Minni skjálftar mælast enn á svæðinu og eru líkur á því að fleiri skjálftar muni verða.

Jarðskjálftahrina hefur staðið yfir frá 19. júní í Tjörnesbrotabeltinu og hefur sjálfvirkt jarðskjálftakerfi Veðurstofunnar staðsett yfir 14 þúsund skjálfta frá því að hrinan hófst. Þrír skjálftar hafa mælst stærri en 5.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×