Leiðtogar ESB funda um risavaxinn björgunarpakka Heimir Már Pétursson skrifar 17. júlí 2020 19:30 Thierry Monasse/Getty Leiðtogar Evrópusambandsins gera úrslitatilraun til að ná saman um risavaxinn björgunarpakka til aðildarríkjanna vegna efnahagsáfallsins að völdum kórónuveirufaraldurins. Suðurríki álfunnar leggja áherslu á skjótar aðgerðir og styrki en nokkur ríki í norðurálfunni vilja skilyrði fyrir þeim. Leiðtogar 27 aðildarríkja Evrópusambandsins komu saman við sama borð í dag í fyrsta skipti frá því í febrúar.Thierry Monasse/Getty Leiðtogaranir komu saman til helgarfundar í Brussel í dag í fyrsta skipti frá því í febrúar. Öll tuttugu og sjö ríki Evrópusambandsins hafa orðið fyrir miklum búsifjum vegna kórónuveirufaraldurins þar sem atvinnulíf hefur meira og minna verið lamað síðustu mánuði. Angela Merkel þýskalandskanslari og Emmanuel Macron Frakklands hafa kynnt áætlun sem er sambland lána og styrkja til ríkjanna. Aðgerðirnar hljóða upp á 750 milljarða evra. En deilt er um hlutfall lána og styrkja og skilyrði fyrir þeim, ekki hvað síst vegna þess að sambandið þarf að taka lán fyrir björgunarpakkanum. Emmanuel Macron forseti Frakklands er sagður aðal hugmyndafræðilegi arkitektinn á bakvið aðgerðirnar.Pool/Getty Images „Stund sannleikans er runnin upp fyrir Evrópu. Við erum að upplifa fordómalaust neyðarástand í heilbrigðis- og efnahagsmálum. Þessi staða kallar á enn meiri samstöðu og metnað af okkar hálfu en áður,” sagði Macron þegar hann mætti til leiðtogafundarins í dag. Grikkir sem eins og fleiri ríki suður Evrópu standa illa vegna faraldursins og voru þar af auki stórskuldugir fyrir Kyriakos Mitsotakis forsætisráðherra Grikklands segir ekkert því til fyrirstöðu að leiðtogarnir nái samkomulagi um aðgerðir nú um helgina. Forsætisráðherra Grikklands hefur fundað með einstökum leiðtogum norður evrópuríkja sambandsins undanfarna viku til að hvetja þá til stuðnings við björgunarpakkann.Panayotis Tzamaros/NurPhoto/Getty “Samstaða og eining Evrópusambandsins eru að veði. Við meigum ekki missa augun af stóru myndinni og stóra myndin er að við stöndum frammi fyrir alvarlegustu efnahagskreppu frá því í seinni heimsstyrjöldinni,” sagði Mitsotakis. Angela Merkel kanslari Þýskalands dregur enga fjöður yfir að viðræður leiðtoganna verði erfiðar en þeir muni leggja sig alla fram um að ná samkomulagi. Angela Merkel styður í fyrsta skipti að einstaka aðildarríkjum séu veitt styrkir en ekki eingöngu lán á krepputímum.Thierry Monasse/Getty “Nú þurfa allir að sýna mikinn vilja til að ná fram málamiðlunum til að ná niðurstöðu sem er góð fyrir Evrópu. Góð fyrir íbúa Evrópu í ljósi faraldursins og viðeigandi viðbragð við þeim efnahagslegu erfiðleikum sem við er að eiga. En ég býst við mjög erfiðum samningaviðræðum,” sagði Merkel, Auk björgunarpakkans liggur fyrir leiðtogunum tuttugu og sjö að ná samanum um fjárhagsáætlun Evrópusambandsins upp á rúmlega trilljón evra til næstu sjö ára. Fastlega er reiknað með að dagurinn í dag muni ekki duga leiðtogunum og þeir þurfi að funda áfram á morgun að minnsta kosti. Evrópusambandið Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Leiðtogar Evrópusambandsins gera úrslitatilraun til að ná saman um risavaxinn björgunarpakka til aðildarríkjanna vegna efnahagsáfallsins að völdum kórónuveirufaraldurins. Suðurríki álfunnar leggja áherslu á skjótar aðgerðir og styrki en nokkur ríki í norðurálfunni vilja skilyrði fyrir þeim. Leiðtogar 27 aðildarríkja Evrópusambandsins komu saman við sama borð í dag í fyrsta skipti frá því í febrúar.Thierry Monasse/Getty Leiðtogaranir komu saman til helgarfundar í Brussel í dag í fyrsta skipti frá því í febrúar. Öll tuttugu og sjö ríki Evrópusambandsins hafa orðið fyrir miklum búsifjum vegna kórónuveirufaraldurins þar sem atvinnulíf hefur meira og minna verið lamað síðustu mánuði. Angela Merkel þýskalandskanslari og Emmanuel Macron Frakklands hafa kynnt áætlun sem er sambland lána og styrkja til ríkjanna. Aðgerðirnar hljóða upp á 750 milljarða evra. En deilt er um hlutfall lána og styrkja og skilyrði fyrir þeim, ekki hvað síst vegna þess að sambandið þarf að taka lán fyrir björgunarpakkanum. Emmanuel Macron forseti Frakklands er sagður aðal hugmyndafræðilegi arkitektinn á bakvið aðgerðirnar.Pool/Getty Images „Stund sannleikans er runnin upp fyrir Evrópu. Við erum að upplifa fordómalaust neyðarástand í heilbrigðis- og efnahagsmálum. Þessi staða kallar á enn meiri samstöðu og metnað af okkar hálfu en áður,” sagði Macron þegar hann mætti til leiðtogafundarins í dag. Grikkir sem eins og fleiri ríki suður Evrópu standa illa vegna faraldursins og voru þar af auki stórskuldugir fyrir Kyriakos Mitsotakis forsætisráðherra Grikklands segir ekkert því til fyrirstöðu að leiðtogarnir nái samkomulagi um aðgerðir nú um helgina. Forsætisráðherra Grikklands hefur fundað með einstökum leiðtogum norður evrópuríkja sambandsins undanfarna viku til að hvetja þá til stuðnings við björgunarpakkann.Panayotis Tzamaros/NurPhoto/Getty “Samstaða og eining Evrópusambandsins eru að veði. Við meigum ekki missa augun af stóru myndinni og stóra myndin er að við stöndum frammi fyrir alvarlegustu efnahagskreppu frá því í seinni heimsstyrjöldinni,” sagði Mitsotakis. Angela Merkel kanslari Þýskalands dregur enga fjöður yfir að viðræður leiðtoganna verði erfiðar en þeir muni leggja sig alla fram um að ná samkomulagi. Angela Merkel styður í fyrsta skipti að einstaka aðildarríkjum séu veitt styrkir en ekki eingöngu lán á krepputímum.Thierry Monasse/Getty “Nú þurfa allir að sýna mikinn vilja til að ná fram málamiðlunum til að ná niðurstöðu sem er góð fyrir Evrópu. Góð fyrir íbúa Evrópu í ljósi faraldursins og viðeigandi viðbragð við þeim efnahagslegu erfiðleikum sem við er að eiga. En ég býst við mjög erfiðum samningaviðræðum,” sagði Merkel, Auk björgunarpakkans liggur fyrir leiðtogunum tuttugu og sjö að ná samanum um fjárhagsáætlun Evrópusambandsins upp á rúmlega trilljón evra til næstu sjö ára. Fastlega er reiknað með að dagurinn í dag muni ekki duga leiðtogunum og þeir þurfi að funda áfram á morgun að minnsta kosti.
Evrópusambandið Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira