Katrín Tanja tekur á því: Ég dó næstum því eftir þessa æfingu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júlí 2020 08:00 Katrín Tanja Davíðsdóttir þurfti langan tíma til að jafna sig eftir æfinguna sem var reyndi mikið á hana. Skjámynd/Instagram Íslenska CrossFit konan Katrín Tanja Davíðsdóttir er að taka á því þessa dagana og sýnir aðdáendum sínum frá því á miðlum sínum. Katrín Tanja Davíðsdóttir stóð í ströngu í síðustu mánuðum í baráttunni fyrir framtíð CrossFit íþróttarinnar en hún hefur undanfarnar vikur sett allt á fullt í æfingum þar sem hún hefur aðstöðu hjá þjálfara sínum í Bandaríkjunum. Það lítur út fyrir að okkar kona sé að undirbúa sig fyrir einhvers konar keppni og vonandi verður sú keppni heimsleikarnir í CrossFit nú þegar nýr eigandi hefur tekið við hjá CrossFit samtökunum. Katrín Tanja sagðist ekki ætla að keppa á heimsleikunum á meðan ætti CrossFit og sama yfirstjórn réði ríkjum en Greg Glassman seldi svo CrossFit samtökin til Eric Roza. Síðan þá hefur storminn lægt í CrossFit heiminum enda vinnur umræddur Eric Roza markvisst af því að setja upp framtíðarútgáfu CrossFit í nánu samstarfi við þá sem koma að íþróttinni. Katrín Tanja hefur ekki verið með neinar yfirlýsingar síðustu vikur en einbeitt sér þeim mun meira að æfingunum. Fyrr í vikunni sýndi Katrín Tanja frá því þegar þjálfari hennar Ben Bergeron var að herða hana upp með því að kasta yfir hana sandi í miðri þolæfingu hennar. Að þessu sinni setti hann saman svakalega æfingu fyrir Katrínu sem reyndi verulega á hana. Katrín Tanja sýndi ekki aðeins frá endakafla æfingarinnar heldur sagði einnig frá því hvað hún gerði á þessum rosalegu fimm mínútum. Á þeim átti Katrín að ná 30 skiptum af jafnhöttun með 43 kíló, 30 skiptum af snörum með 43 kíló, 30 skiptum af hnébeygju og axlarpressu með 43 kíló, eyða 30 kaloríum í róðrarvélinni, eyða 30 kaloríum á þrekhjóli og loks eyða kaloríum í skíðavél. Það er því kannski ekkert skrýtið að hún hafi verið búin á því og þurft 40 mínútur til að jafna sig. „Hér er ég næstum því að deyja á æfingunni í dag. Þetta var sjötti og síðasti hlutinn og ég eyddi síðan 40 mínútum á einmitt þessu horni að jafna mig,“ skrifaði Katrín Tanja í Instagram færslu sinni. Hér fyrir neðan má sjá þennan síðasta hluta af æfingu Katrínar Tönju og hvernig hún var gjörsamlega útkeyrð eftir þessa sex krefjandi æfingar. View this post on Instagram Hi, here is me (almost) dying in today s training ???????????? This was my last of 6 intervals & that lil corner is exactly where I stayed for 40 mins after. - @comptrain.co #CompTrainAthlete #BuiltByBergeron @benbergeron - On the 5:00 minutes: A. 30 C+J, 135/95 B. 30 Snatches, 135/95 C. 30 Thrusters, 135/95 D. 30 cal Row E. 30 cal assault bike F. 30 cal ski erg - One times through each, ALL YOU GOT each time ?????? A post shared by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja) on Jul 15, 2020 at 4:03pm PDT CrossFit Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Íslenska CrossFit konan Katrín Tanja Davíðsdóttir er að taka á því þessa dagana og sýnir aðdáendum sínum frá því á miðlum sínum. Katrín Tanja Davíðsdóttir stóð í ströngu í síðustu mánuðum í baráttunni fyrir framtíð CrossFit íþróttarinnar en hún hefur undanfarnar vikur sett allt á fullt í æfingum þar sem hún hefur aðstöðu hjá þjálfara sínum í Bandaríkjunum. Það lítur út fyrir að okkar kona sé að undirbúa sig fyrir einhvers konar keppni og vonandi verður sú keppni heimsleikarnir í CrossFit nú þegar nýr eigandi hefur tekið við hjá CrossFit samtökunum. Katrín Tanja sagðist ekki ætla að keppa á heimsleikunum á meðan ætti CrossFit og sama yfirstjórn réði ríkjum en Greg Glassman seldi svo CrossFit samtökin til Eric Roza. Síðan þá hefur storminn lægt í CrossFit heiminum enda vinnur umræddur Eric Roza markvisst af því að setja upp framtíðarútgáfu CrossFit í nánu samstarfi við þá sem koma að íþróttinni. Katrín Tanja hefur ekki verið með neinar yfirlýsingar síðustu vikur en einbeitt sér þeim mun meira að æfingunum. Fyrr í vikunni sýndi Katrín Tanja frá því þegar þjálfari hennar Ben Bergeron var að herða hana upp með því að kasta yfir hana sandi í miðri þolæfingu hennar. Að þessu sinni setti hann saman svakalega æfingu fyrir Katrínu sem reyndi verulega á hana. Katrín Tanja sýndi ekki aðeins frá endakafla æfingarinnar heldur sagði einnig frá því hvað hún gerði á þessum rosalegu fimm mínútum. Á þeim átti Katrín að ná 30 skiptum af jafnhöttun með 43 kíló, 30 skiptum af snörum með 43 kíló, 30 skiptum af hnébeygju og axlarpressu með 43 kíló, eyða 30 kaloríum í róðrarvélinni, eyða 30 kaloríum á þrekhjóli og loks eyða kaloríum í skíðavél. Það er því kannski ekkert skrýtið að hún hafi verið búin á því og þurft 40 mínútur til að jafna sig. „Hér er ég næstum því að deyja á æfingunni í dag. Þetta var sjötti og síðasti hlutinn og ég eyddi síðan 40 mínútum á einmitt þessu horni að jafna mig,“ skrifaði Katrín Tanja í Instagram færslu sinni. Hér fyrir neðan má sjá þennan síðasta hluta af æfingu Katrínar Tönju og hvernig hún var gjörsamlega útkeyrð eftir þessa sex krefjandi æfingar. View this post on Instagram Hi, here is me (almost) dying in today s training ???????????? This was my last of 6 intervals & that lil corner is exactly where I stayed for 40 mins after. - @comptrain.co #CompTrainAthlete #BuiltByBergeron @benbergeron - On the 5:00 minutes: A. 30 C+J, 135/95 B. 30 Snatches, 135/95 C. 30 Thrusters, 135/95 D. 30 cal Row E. 30 cal assault bike F. 30 cal ski erg - One times through each, ALL YOU GOT each time ?????? A post shared by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja) on Jul 15, 2020 at 4:03pm PDT
CrossFit Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira