Óttast mest einkennalausar félagsverur Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. júlí 2020 14:50 Rögnvaldur Ólafsson, Þórólfur Guðnason og Páll Þórhallsson á fundi dagsins. Lögreglan Þórólfur Guðnason segir það hafa komið sér á óvart hversu vel „opnun landamæra“ Íslands hefur tekist til þessa. Ekkert innanlandssmit hefur greinst undanfarnar tvær vikur og eru aðeins 11 í einangrun sem stendur. Það segi þó ekki alla söguna, ekki þurfi nema einn víðförlan smitbera til að koma af stað hópsýkingu að sögn Þórólfs. Persónulega óttist hann mest einkennalausar félagsverur, þær séu líklegastar til að smita út frá sér. Þórólfur var spurður á almannavarnafundi dagsins hvort hann undraðist það að ferðamenn, sem komið hafa hingað til lands frá 15. júní þegar tilslakanir tóku gildi á landamærunum, hafi ekki smitað meira út frá sér en raun ber vitni. Sóttvarnalæknir sagðist alveg geta fallist á það, hann hafi jafnvel búist við því að smitin yrðu fleiri og að innanlandssmitum myndi fjölga eitthvað. Tekin hafa verið næstum 41 þúsund sýni á landamærunum og af þeim hafa 14 bent til virks smits. Engin hópsýking hefur komið upp frá 15. júní og eru 11 einstaklingar í einangrun sem stendur. „Maður er hræddur við þá einstaklinga“ Þórólfur segist þó ekki hafa verið þeirrar skoðunar að hér kæmi aftur upp stór faraldur með landamæratilslökununum. Tölurnar hér að ofan beri það þó með sér að landsmönnum hafi tekist að kæfa þær örfáu sýkingar sem komið hafa upp. Sá góði árangur hafi komið Þórólfi á óvart enda gat allt eins verið að fleiri sýkingar myndu berast hingað til lands með þeim tugum þúsunda ferðamanna sem lagt hafa leið sína hingað undanfarnar vikur. Þó sé ekki öll sagan sögð að mati Þórólfs. Lítið megi út af bregða til að hér blossi upp hópsýking. Margir smitberar séu einkennalausir og eru þeir, að mati Þórólfs, þeir hættulegustu þegar baráttan gegn veirunni er annars vegar. Þeir gætu farið á milli margra einstaklinga, án þess að átta sig á því að þeir séu smitaðir, og fyrir vikið smitað marga út frá sér. „Maður er hræddur við þá einstaklinga,“ sagði Þórólfur. Hann sagði jafnframt að Íslendingar séu enn að læra eitthvað nýtt um veiruna á hverjum degi. Mikilvægt sé að nýta þá þekkingu sem verður til í hverju skrefi baráttunnar og draga af henni lærdóm, áður en lengra er haldið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Telur tilefni til tilslakana eftir verslunarmannahelgi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir ýjar að því að hann muni leggja til að núverandi samkomubann verði rýmkað eftir verslunarmannahelgi. 16. júlí 2020 14:16 Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar vegna kórónuveirunnar klukkan 14 16. júlí 2020 13:51 Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent „Það er allt á floti“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent Fleiri fréttir Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Sjá meira
Þórólfur Guðnason segir það hafa komið sér á óvart hversu vel „opnun landamæra“ Íslands hefur tekist til þessa. Ekkert innanlandssmit hefur greinst undanfarnar tvær vikur og eru aðeins 11 í einangrun sem stendur. Það segi þó ekki alla söguna, ekki þurfi nema einn víðförlan smitbera til að koma af stað hópsýkingu að sögn Þórólfs. Persónulega óttist hann mest einkennalausar félagsverur, þær séu líklegastar til að smita út frá sér. Þórólfur var spurður á almannavarnafundi dagsins hvort hann undraðist það að ferðamenn, sem komið hafa hingað til lands frá 15. júní þegar tilslakanir tóku gildi á landamærunum, hafi ekki smitað meira út frá sér en raun ber vitni. Sóttvarnalæknir sagðist alveg geta fallist á það, hann hafi jafnvel búist við því að smitin yrðu fleiri og að innanlandssmitum myndi fjölga eitthvað. Tekin hafa verið næstum 41 þúsund sýni á landamærunum og af þeim hafa 14 bent til virks smits. Engin hópsýking hefur komið upp frá 15. júní og eru 11 einstaklingar í einangrun sem stendur. „Maður er hræddur við þá einstaklinga“ Þórólfur segist þó ekki hafa verið þeirrar skoðunar að hér kæmi aftur upp stór faraldur með landamæratilslökununum. Tölurnar hér að ofan beri það þó með sér að landsmönnum hafi tekist að kæfa þær örfáu sýkingar sem komið hafa upp. Sá góði árangur hafi komið Þórólfi á óvart enda gat allt eins verið að fleiri sýkingar myndu berast hingað til lands með þeim tugum þúsunda ferðamanna sem lagt hafa leið sína hingað undanfarnar vikur. Þó sé ekki öll sagan sögð að mati Þórólfs. Lítið megi út af bregða til að hér blossi upp hópsýking. Margir smitberar séu einkennalausir og eru þeir, að mati Þórólfs, þeir hættulegustu þegar baráttan gegn veirunni er annars vegar. Þeir gætu farið á milli margra einstaklinga, án þess að átta sig á því að þeir séu smitaðir, og fyrir vikið smitað marga út frá sér. „Maður er hræddur við þá einstaklinga,“ sagði Þórólfur. Hann sagði jafnframt að Íslendingar séu enn að læra eitthvað nýtt um veiruna á hverjum degi. Mikilvægt sé að nýta þá þekkingu sem verður til í hverju skrefi baráttunnar og draga af henni lærdóm, áður en lengra er haldið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Telur tilefni til tilslakana eftir verslunarmannahelgi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir ýjar að því að hann muni leggja til að núverandi samkomubann verði rýmkað eftir verslunarmannahelgi. 16. júlí 2020 14:16 Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar vegna kórónuveirunnar klukkan 14 16. júlí 2020 13:51 Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent „Það er allt á floti“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent Fleiri fréttir Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Sjá meira
Telur tilefni til tilslakana eftir verslunarmannahelgi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir ýjar að því að hann muni leggja til að núverandi samkomubann verði rýmkað eftir verslunarmannahelgi. 16. júlí 2020 14:16
Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar vegna kórónuveirunnar klukkan 14 16. júlí 2020 13:51