Veður versnar víðar Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. júlí 2020 15:58 Gular viðvaranir næsta sólarhringinn. Veðurstofa Íslands Veðrið verður verra á landinu næsta sólarhringinn en upphaflegar spár Veðurstofunnar gerðu ráð fyrir. Af þeim sökum hefur verið tekin ákvörðun um að gefa út fleiri gular veðurviðvaranir; þær gilda nú fyrir Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra, auk hinnar áður boðuðu gulu viðvörunar á miðhálendinu. Spáð er allhvössum vindi á hálendinu í kvöld og á norðvestanverðu landinu á morgun. Viðvörun fyrir miðhálendið tekur gildi klukkan 19:00 í kvöld. Viðvörun fyrir Vestfirði og norðvesturland tekur gildi klukkan 13:00 á morgun. Ferðalangar og útivistarfólk er hvatt til þess að kynna sér veðurspár vel áður en lagt er af stað í ferðalög. Slæmt veður er til útivistar á landinu öllu næstu daga. „Það er kannski ekki skemmtilegt veður til útivistar neins staðar á landinu um helgina. Á laugardag og sunnudag verður skásta veðrið á Suðurlandi. Þar ætti að hanga þurrt en strekkingsvindur eða jafnvel allhvass,“ sagði Haraldur Eiríksson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við fréttastofu í morgun. Veðurstofan gerir þannig ráð fyrir hvössum vindi, talsverðri eða mikilli rigningu og búast má við auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum. Þá verður varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. Gangi spár eftir er varasamt fyrir göngufólk að vera á ferli og þá sem hafast við í tjöldum. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á föstudag: Norðan 13-20 m/s, en mun hægari um landið A-vert. Talsverð rigning N-lands og slydda eða snjókoma til fjalla NV-til á landinu, en úrkomuminna sunnan heiða. Hiti 5 til 14 stig, hlýjast syðst. Á laugardag: Norðan 10-18 með kalsarigningu á N-verðu landinu og slyddu eða snjókomu til fjalla, en þurrt og bjart veður S-lands. Hiti 3 til 14 stig, mildast á SA-landi. Á sunnudag: Minnkandi norðanátt. Léttskýjað S-lands og dregur úr vætu N-til á landinu. Hiti 5 til 15 stig, hlýjast á S- og V-landi. Á mánudag og þriðjudag: Vestlæg eða breytileg átt, skýjað með köflum og líkur á síðdegisskúrum. Hiti 8 til 15 stig. Veður Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðalangar hvattir til þess að kynna sér veðurspár vel áður en lagt er af stað í ferðalög Ferðalangar og útivistarfólk er hvatt til þess að kynna sér veðurspár vel áður en lagt er af stað í ferðalög. Slæmt veður er til útivistar á landinu öllu næstu daga að sögn veðurfræðings og er göngufólk og fólk í tjöldum sérstaklega varað við aðstæðum á miðhálendinu þar sem gul viðvörun er í gildi. 15. júlí 2020 13:25 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Veðrið verður verra á landinu næsta sólarhringinn en upphaflegar spár Veðurstofunnar gerðu ráð fyrir. Af þeim sökum hefur verið tekin ákvörðun um að gefa út fleiri gular veðurviðvaranir; þær gilda nú fyrir Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra, auk hinnar áður boðuðu gulu viðvörunar á miðhálendinu. Spáð er allhvössum vindi á hálendinu í kvöld og á norðvestanverðu landinu á morgun. Viðvörun fyrir miðhálendið tekur gildi klukkan 19:00 í kvöld. Viðvörun fyrir Vestfirði og norðvesturland tekur gildi klukkan 13:00 á morgun. Ferðalangar og útivistarfólk er hvatt til þess að kynna sér veðurspár vel áður en lagt er af stað í ferðalög. Slæmt veður er til útivistar á landinu öllu næstu daga. „Það er kannski ekki skemmtilegt veður til útivistar neins staðar á landinu um helgina. Á laugardag og sunnudag verður skásta veðrið á Suðurlandi. Þar ætti að hanga þurrt en strekkingsvindur eða jafnvel allhvass,“ sagði Haraldur Eiríksson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við fréttastofu í morgun. Veðurstofan gerir þannig ráð fyrir hvössum vindi, talsverðri eða mikilli rigningu og búast má við auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum. Þá verður varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. Gangi spár eftir er varasamt fyrir göngufólk að vera á ferli og þá sem hafast við í tjöldum. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á föstudag: Norðan 13-20 m/s, en mun hægari um landið A-vert. Talsverð rigning N-lands og slydda eða snjókoma til fjalla NV-til á landinu, en úrkomuminna sunnan heiða. Hiti 5 til 14 stig, hlýjast syðst. Á laugardag: Norðan 10-18 með kalsarigningu á N-verðu landinu og slyddu eða snjókomu til fjalla, en þurrt og bjart veður S-lands. Hiti 3 til 14 stig, mildast á SA-landi. Á sunnudag: Minnkandi norðanátt. Léttskýjað S-lands og dregur úr vætu N-til á landinu. Hiti 5 til 15 stig, hlýjast á S- og V-landi. Á mánudag og þriðjudag: Vestlæg eða breytileg átt, skýjað með köflum og líkur á síðdegisskúrum. Hiti 8 til 15 stig.
Veður Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðalangar hvattir til þess að kynna sér veðurspár vel áður en lagt er af stað í ferðalög Ferðalangar og útivistarfólk er hvatt til þess að kynna sér veðurspár vel áður en lagt er af stað í ferðalög. Slæmt veður er til útivistar á landinu öllu næstu daga að sögn veðurfræðings og er göngufólk og fólk í tjöldum sérstaklega varað við aðstæðum á miðhálendinu þar sem gul viðvörun er í gildi. 15. júlí 2020 13:25 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Ferðalangar hvattir til þess að kynna sér veðurspár vel áður en lagt er af stað í ferðalög Ferðalangar og útivistarfólk er hvatt til þess að kynna sér veðurspár vel áður en lagt er af stað í ferðalög. Slæmt veður er til útivistar á landinu öllu næstu daga að sögn veðurfræðings og er göngufólk og fólk í tjöldum sérstaklega varað við aðstæðum á miðhálendinu þar sem gul viðvörun er í gildi. 15. júlí 2020 13:25