Meiri áhyggjur af Íslendingum á heimleið en erlendu ferðafólki Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Andri Eysteinsson skrifa 14. júlí 2020 20:10 Farþegar frá fjórum löndum til viðbótar sleppa við að fara í skimun eða sóttkví við komuna til landsins á fimmtudag. Sóttvarnarlæknir segir þetta gert fyrr en áætlað var vegna fjölgunar ferðamanna og vegna þess að löndin teljist örugg. Næstu daga er búist við flugfarþegum frá 15 löndum. Ríflega helmingi fleiri flugvélar hafa lent á Keflavíkurflugvelli í júlí en í júní en frá því skimun hófst á landamærunum hafa tæplega 50.000 manns komið til landsins. Þá er búist við mikilli fjölgun farþega á næstunni en auk Icelandair lenda þar þrettán erlend flugfélög með farþega frá 15 löndum í þessari viku. Þá ákvað dómsmálaráðherra í gær að afnema ferðatakmarkanir gagnvar íbúum fjórtán ríkja, þar á meðal Kanada. Icelandair byrjar að fljúga aftur til Toronto í Kanada í næstu viku. Nú er hægt að skima 2.000 ferðamenn á landamærunum en það stefnir í að ferðamenn verði mun fleiri en það á næstu dögum eða vikum. Í ljósi þessa og í ljósi skimana okkar og áreiðanlegra upplýsinga frá sóttvarnarstofnun Evrópu um útbreiðslu Covid-19 í einstaka löndum þá tel ég að það sé réttlætanlegt að breyta aðeins um áherslur og fara í að setja fleiri lönd í flokk öruggra landa,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Í ákvörðuninni felst að farþegar frá Noregi, Danmörku, Finnlandi og Þýskalandi þurfa ekki frá og með næsta fimmtudegi að sæta sóttkví eða skimun hér . Nú þegar sleppa íbúar frá Grænlandi og Færeyjum við ferlið. Þórólfur býst við að næstu vikur verði hægt að bæta fleiri þjóðum í þennan hóp. „Við teljum að við séum að gera þetta eins vísindalega og hægt er,“ sagði Þórólfur í samtali við Fréttastofu. Varðstjóri hjá almannavarnadeild segir lögregluna viðbúna fjölgun ferðamanna. „Við höfum í sjálfu sér ekki áhyggjur af ferðamönnunum hins vegar höfum við meiri áhyggjur af Íslendingum þegar þeir fara að ferðast meira og koma aftur heim, það er aðeins meira áhyggjuefni,“ segir Rögnvaldur Ólafsson hjá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. „Það vantar aðeins fleiri starfsmenn en áður þegar við tökum við allri sýnatökunni. Og skipulagið þarf að vera með aðeins öðrum hætti. Við höfum ráðið fólk frá öðrum fyrirtækjum. Við höfum bætt við allan tímann við vorum 60 en erum núna komin vel á annað hundrað og enn þá vantar fólk,“ sagði Óskar S. Reykdalsson forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Fleiri fréttir Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Sjá meira
Farþegar frá fjórum löndum til viðbótar sleppa við að fara í skimun eða sóttkví við komuna til landsins á fimmtudag. Sóttvarnarlæknir segir þetta gert fyrr en áætlað var vegna fjölgunar ferðamanna og vegna þess að löndin teljist örugg. Næstu daga er búist við flugfarþegum frá 15 löndum. Ríflega helmingi fleiri flugvélar hafa lent á Keflavíkurflugvelli í júlí en í júní en frá því skimun hófst á landamærunum hafa tæplega 50.000 manns komið til landsins. Þá er búist við mikilli fjölgun farþega á næstunni en auk Icelandair lenda þar þrettán erlend flugfélög með farþega frá 15 löndum í þessari viku. Þá ákvað dómsmálaráðherra í gær að afnema ferðatakmarkanir gagnvar íbúum fjórtán ríkja, þar á meðal Kanada. Icelandair byrjar að fljúga aftur til Toronto í Kanada í næstu viku. Nú er hægt að skima 2.000 ferðamenn á landamærunum en það stefnir í að ferðamenn verði mun fleiri en það á næstu dögum eða vikum. Í ljósi þessa og í ljósi skimana okkar og áreiðanlegra upplýsinga frá sóttvarnarstofnun Evrópu um útbreiðslu Covid-19 í einstaka löndum þá tel ég að það sé réttlætanlegt að breyta aðeins um áherslur og fara í að setja fleiri lönd í flokk öruggra landa,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Í ákvörðuninni felst að farþegar frá Noregi, Danmörku, Finnlandi og Þýskalandi þurfa ekki frá og með næsta fimmtudegi að sæta sóttkví eða skimun hér . Nú þegar sleppa íbúar frá Grænlandi og Færeyjum við ferlið. Þórólfur býst við að næstu vikur verði hægt að bæta fleiri þjóðum í þennan hóp. „Við teljum að við séum að gera þetta eins vísindalega og hægt er,“ sagði Þórólfur í samtali við Fréttastofu. Varðstjóri hjá almannavarnadeild segir lögregluna viðbúna fjölgun ferðamanna. „Við höfum í sjálfu sér ekki áhyggjur af ferðamönnunum hins vegar höfum við meiri áhyggjur af Íslendingum þegar þeir fara að ferðast meira og koma aftur heim, það er aðeins meira áhyggjuefni,“ segir Rögnvaldur Ólafsson hjá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. „Það vantar aðeins fleiri starfsmenn en áður þegar við tökum við allri sýnatökunni. Og skipulagið þarf að vera með aðeins öðrum hætti. Við höfum ráðið fólk frá öðrum fyrirtækjum. Við höfum bætt við allan tímann við vorum 60 en erum núna komin vel á annað hundrað og enn þá vantar fólk,“ sagði Óskar S. Reykdalsson forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Fleiri fréttir Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Sjá meira