Þjóðhátíð formlega aflýst Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. júlí 2020 15:44 Engin formleg dagskrá verður í Herjólfsdal í ár, að minnsta kosti ekki á vegum Þjóðhátíðarnefndar. Vísir/sigurjón Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum hefur verið blásin af með einu og öllu. „ÍBV mun ekki standa fyrir einum einasta viðburði um Verslunarmannahelgina; hvort sem um er að ræða dansleiki, tónleika, brennu, brekkusöng eða hvað eina,“ segir í yfirlýsingu frá Þjóðhátíðarnefnd sem send var fjölmiðlum nú seinni partinn. Með ákvörðun sinni vill Þjóðhátíðarnefnd sýna „fulla ábyrgð og taka af allan vafa um að ÍBV muni standa fyrir viðburði sem kynni að storka fjöldatakmörkunum.“ Eins og fram hefur komið munu 500 manna samkomutakmörk vera í gildi á Íslandi út ágústmánuð, en eins og venja er fer Þjóðhátíð fram fyrstu helgina í ágúst. Þau sem keypt hafa miða á Þjóðhátíð 2020 mun gefast kostur á að flytja miðann á næsta ár, „enda ljóst að miðaverð á Þjóðhátíð 2021 mun verða hærra en í ár,“ segir Þjóðhátíðarnefnd. Fólk mun þó geta farið fram á endurgreiðslu og standa vonir til að fyrirkomulag endurgreiðslna verði kynnt í lok mánaðar. „Ef fólk kýs að fá miðann sinn ekki endurgreiddan er slíkur stuðningur gríðarlega vel þeginn á þessum erfiðu tímum í rekstri barna- og unglingastarfs og ljóst að slíkur stuðningur hvetur okkur áfram til góðra verka. Einnig verður áfram í boði að kaupa miða á Þjóðhátíð 2020 fyrir þá sem vilja styrkja félagið.“ Þjóðhátíðarlagið og blaðið á sínum stað Þó svo að hátíðin fari ekki fram í ár kemur það ekki í veg fyrir að hið svokallaða Þjóðhátíðarlag ársins líti dagsins ljós. Það verður frumflutt í Brennslunni á FM957 á föstudaginn en höfundar lags og texta eru bræðurnir Ingólfur og Guðmundur Þórarinssynir. „Bræðurnir og Þjóðhátíðarnefnd voru algerlega sammála um að gefa út lagið þrátt fyrir þessi örlög,“ segir í fyrrnefndri yfirlýsingu. Þá mun Þjóðhátíðarblað Vestmannaeyja jafnframt koma út, þrátt fyrir að Þjóðhátíð falli niður. Áætlað er að blaðið komi út 31. júlí og verður hægt að nálgast blaðið í Eyjum og á fastalandinu. Gefst velunnurum Þjóðhátíðar þannig færi á að styðja við ÍBV með kaupum á blaðinu. Þjóðhátíð í Eyjum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira
Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum hefur verið blásin af með einu og öllu. „ÍBV mun ekki standa fyrir einum einasta viðburði um Verslunarmannahelgina; hvort sem um er að ræða dansleiki, tónleika, brennu, brekkusöng eða hvað eina,“ segir í yfirlýsingu frá Þjóðhátíðarnefnd sem send var fjölmiðlum nú seinni partinn. Með ákvörðun sinni vill Þjóðhátíðarnefnd sýna „fulla ábyrgð og taka af allan vafa um að ÍBV muni standa fyrir viðburði sem kynni að storka fjöldatakmörkunum.“ Eins og fram hefur komið munu 500 manna samkomutakmörk vera í gildi á Íslandi út ágústmánuð, en eins og venja er fer Þjóðhátíð fram fyrstu helgina í ágúst. Þau sem keypt hafa miða á Þjóðhátíð 2020 mun gefast kostur á að flytja miðann á næsta ár, „enda ljóst að miðaverð á Þjóðhátíð 2021 mun verða hærra en í ár,“ segir Þjóðhátíðarnefnd. Fólk mun þó geta farið fram á endurgreiðslu og standa vonir til að fyrirkomulag endurgreiðslna verði kynnt í lok mánaðar. „Ef fólk kýs að fá miðann sinn ekki endurgreiddan er slíkur stuðningur gríðarlega vel þeginn á þessum erfiðu tímum í rekstri barna- og unglingastarfs og ljóst að slíkur stuðningur hvetur okkur áfram til góðra verka. Einnig verður áfram í boði að kaupa miða á Þjóðhátíð 2020 fyrir þá sem vilja styrkja félagið.“ Þjóðhátíðarlagið og blaðið á sínum stað Þó svo að hátíðin fari ekki fram í ár kemur það ekki í veg fyrir að hið svokallaða Þjóðhátíðarlag ársins líti dagsins ljós. Það verður frumflutt í Brennslunni á FM957 á föstudaginn en höfundar lags og texta eru bræðurnir Ingólfur og Guðmundur Þórarinssynir. „Bræðurnir og Þjóðhátíðarnefnd voru algerlega sammála um að gefa út lagið þrátt fyrir þessi örlög,“ segir í fyrrnefndri yfirlýsingu. Þá mun Þjóðhátíðarblað Vestmannaeyja jafnframt koma út, þrátt fyrir að Þjóðhátíð falli niður. Áætlað er að blaðið komi út 31. júlí og verður hægt að nálgast blaðið í Eyjum og á fastalandinu. Gefst velunnurum Þjóðhátíðar þannig færi á að styðja við ÍBV með kaupum á blaðinu.
Þjóðhátíð í Eyjum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira