Mánudagsþreytan í vinnunni Rakel Sveinsdóttir skrifar 27. júlí 2020 10:00 Ertu oft þreytt/ur í vinnunni á mánudögum? Vísir/Getty Það kannast margir við mánudagsþreytuna í vinnunni. Þetta eru morgnarnir þar sem erfiðast er að vakna og við komumst varla almennilega í gang. Auðvitað er skýringin í langflestum tilfellum hreinlega sú að við fórum of seint að sofa kvöldinu áður. Þetta á ekki síst við um á sumrin þegar bjart er úti. Hér eru nokkur ráð til að forðast þessa mánudagsþreytu. Þau höfða til skynseminnar og eru kannski ekkert endilega ráðin sem þig langar til að fara eftir en án efa þau sem geta hvað best dregið úr mánudagsþreytunni. 1. Hafðu reglu á svefninum Hér er átt við að hafa reglu á svefninum sjö daga vikuna, ekki bara á virkum dögum. Þetta þýðir hreinlega að fara þá líka snemma að sofa um helgar, að minnsta kosti eins oft og hægt er. 2. Stuttir lúrar Það koma auðvitað tilfelli þar sem við vökum lengur, vorum kannski í veislu eða boði og förum mun seinna að sofa en venjulega. Afleiðingarnar eru oft þær að við dottum eða leggjum okkur daginn eftir en galdurinn við stutta lúra er að leggja sig ekki eftir klukkan tvö á daginn því annars hefur lúrinn áhrif á kvöldsvefninn. Stuttur lúr þarf líka að takmarkast við 20 mínútur. 3. Ekki sofa út báða daga Þótt þú leyfir þér að sofa eitthvað út um helgar er ekki ráðlagt að sofa út bæði laugardag og sunnudag því þannig er svefninn strax kominn í óreglu. Einfalt ráð til að halda þessari reglu er að plana helgina þannig að þú farir ekki of seint að sofa bæði kvöldin. 4. Ræktin Enn eitt ráðið til að koma sér snemma fram úr um helgar er að skikka sjálfan sig í ræktina á sunnudagsmorgni. Það mun hressa þig svo vel við að þú gleymir því að þú hafir sleppt því að sofa út þann morguninn. 5. Farðu út í sólina Þegar það er sól og gott veður er um að gera að nýta tækifærið og láta veðrið sjá um að draga þig fyrr fram úr á morgnana um helgar. Að nýta daginn í garðinum, útivist, ferðarlög eða með krökkunum er eitthvað sem hægt er að setja inn í skipulagið. 6. Ekkert koffín eftir klukkan tvö Þótt þreytan geri vart við sig á sunnudögum er ekki æskilegt að hressa sig við með koffíni ef klukkan er meira en tvö því eftir það aukast líkurnar á að þú sofnir seint um kvöldið. Góðu ráðin Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
Það kannast margir við mánudagsþreytuna í vinnunni. Þetta eru morgnarnir þar sem erfiðast er að vakna og við komumst varla almennilega í gang. Auðvitað er skýringin í langflestum tilfellum hreinlega sú að við fórum of seint að sofa kvöldinu áður. Þetta á ekki síst við um á sumrin þegar bjart er úti. Hér eru nokkur ráð til að forðast þessa mánudagsþreytu. Þau höfða til skynseminnar og eru kannski ekkert endilega ráðin sem þig langar til að fara eftir en án efa þau sem geta hvað best dregið úr mánudagsþreytunni. 1. Hafðu reglu á svefninum Hér er átt við að hafa reglu á svefninum sjö daga vikuna, ekki bara á virkum dögum. Þetta þýðir hreinlega að fara þá líka snemma að sofa um helgar, að minnsta kosti eins oft og hægt er. 2. Stuttir lúrar Það koma auðvitað tilfelli þar sem við vökum lengur, vorum kannski í veislu eða boði og förum mun seinna að sofa en venjulega. Afleiðingarnar eru oft þær að við dottum eða leggjum okkur daginn eftir en galdurinn við stutta lúra er að leggja sig ekki eftir klukkan tvö á daginn því annars hefur lúrinn áhrif á kvöldsvefninn. Stuttur lúr þarf líka að takmarkast við 20 mínútur. 3. Ekki sofa út báða daga Þótt þú leyfir þér að sofa eitthvað út um helgar er ekki ráðlagt að sofa út bæði laugardag og sunnudag því þannig er svefninn strax kominn í óreglu. Einfalt ráð til að halda þessari reglu er að plana helgina þannig að þú farir ekki of seint að sofa bæði kvöldin. 4. Ræktin Enn eitt ráðið til að koma sér snemma fram úr um helgar er að skikka sjálfan sig í ræktina á sunnudagsmorgni. Það mun hressa þig svo vel við að þú gleymir því að þú hafir sleppt því að sofa út þann morguninn. 5. Farðu út í sólina Þegar það er sól og gott veður er um að gera að nýta tækifærið og láta veðrið sjá um að draga þig fyrr fram úr á morgnana um helgar. Að nýta daginn í garðinum, útivist, ferðarlög eða með krökkunum er eitthvað sem hægt er að setja inn í skipulagið. 6. Ekkert koffín eftir klukkan tvö Þótt þreytan geri vart við sig á sunnudögum er ekki æskilegt að hressa sig við með koffíni ef klukkan er meira en tvö því eftir það aukast líkurnar á að þú sofnir seint um kvöldið.
Góðu ráðin Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira