„Það er enginn að greiða sér arð núna“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. júlí 2020 08:25 Sel-Hótel í Mývatnssveit opnaði þann 4. júní eftir tæpra þriggja mánaða lokun. Facebook/Sel-Hótel Yngvi Ragnar Kristjánsson, sem rekur Sel-Hótel í Mývatnssveit, segir rekstur hótelsins hafa farið rólega af stað eftir að skimun ferðamanna hófst á Keflavíkurflugvelli fyrir tæpum mánuði síðan. Hann segir reksturinn hafa tekið ágætis kipp á síðustu tíu dögum, en er ekki bjartsýnn á komandi vetur. Í samtali við Vísi upplýsti Yngvi Ragnar um að hótelið hefði opnað 4. júní síðastliðinn, en dyr þess höfðu verið lokaðar síðan 19. mars, en þá var faraldur kórónuveirunnar farinn að sækja allverulega í sig veðrið hér á landi. „Miðað við allt og allt þá erum við með ágætis nýtingu núna,“ segir Yngi en bendir á að verð á gistingu nú sé lægra en gengur og gerist á sama tíma í því árferði sem þekkst hefur hér á landi síðustu ár. Hann segir einhver hótel og aðra gististaði á svæðinu ekki vera opin eins og stendur. „Eins og þetta lítur út þá eru náttúrulega flestallir að sigla í skjól í haust,“ segir Yngvi, sem segist búa sig undir dapran vetur í ferðaþjónustunni. „Menn hafa verið að nota öll ráð sem til eru, aðstoð frá ríkinu, stuðningslán og að semja við banka. Það er enginn að greiða sér arð núna. Þetta snýst bara um að halda sjó.“ Íslendingar ferðast innanlands fram að verslunarmannahelgi Yngvi segir að töluvert sé um Íslendinga sem komi og skipti við hótelið, en það sé þó skammgóður vermir. „Maður reiknar ekki með Íslendingum mikið lengur en eftir verslunarmannahelgi,“ segir hann. Yngvi Ragnar gerir ráð fyrir erfiðum vetri í ferðamannabransanum.Vísir/Aðsend Tímaramminn sem Yngvi lýsir hvað varðar innanlandsferðalög Íslendinga er þá heldur lítill. Hann segir ekkert gerast í þeim málum fyrr en 17. júní. Þá detti allt í dúnalogn eftir verslunarmannahelgi, nema mögulega ef veðrið er gott helgina eftir, sem bætist þá við Íslendingavertíðina. Þá segir hann vetrartíðina vera allt aðra í Mývatnssveit heldur en nær höfuðborgarsvæðinu. Lítið sé um erlenda ferðamenn á þeim slóðum frá lokum september og fram í febrúar. „Það kemur smá kippur í kring um febrúar eða mars, en veturinn hefur ekki verið að skila þeim tekjum sem maður hefur heyrt að hann sé að gera í fyrir sunnan.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Hugsa þurfi með gagnrýnum hætti um fólksfjölgun síðustu ára Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Yngvi Ragnar Kristjánsson, sem rekur Sel-Hótel í Mývatnssveit, segir rekstur hótelsins hafa farið rólega af stað eftir að skimun ferðamanna hófst á Keflavíkurflugvelli fyrir tæpum mánuði síðan. Hann segir reksturinn hafa tekið ágætis kipp á síðustu tíu dögum, en er ekki bjartsýnn á komandi vetur. Í samtali við Vísi upplýsti Yngvi Ragnar um að hótelið hefði opnað 4. júní síðastliðinn, en dyr þess höfðu verið lokaðar síðan 19. mars, en þá var faraldur kórónuveirunnar farinn að sækja allverulega í sig veðrið hér á landi. „Miðað við allt og allt þá erum við með ágætis nýtingu núna,“ segir Yngi en bendir á að verð á gistingu nú sé lægra en gengur og gerist á sama tíma í því árferði sem þekkst hefur hér á landi síðustu ár. Hann segir einhver hótel og aðra gististaði á svæðinu ekki vera opin eins og stendur. „Eins og þetta lítur út þá eru náttúrulega flestallir að sigla í skjól í haust,“ segir Yngvi, sem segist búa sig undir dapran vetur í ferðaþjónustunni. „Menn hafa verið að nota öll ráð sem til eru, aðstoð frá ríkinu, stuðningslán og að semja við banka. Það er enginn að greiða sér arð núna. Þetta snýst bara um að halda sjó.“ Íslendingar ferðast innanlands fram að verslunarmannahelgi Yngvi segir að töluvert sé um Íslendinga sem komi og skipti við hótelið, en það sé þó skammgóður vermir. „Maður reiknar ekki með Íslendingum mikið lengur en eftir verslunarmannahelgi,“ segir hann. Yngvi Ragnar gerir ráð fyrir erfiðum vetri í ferðamannabransanum.Vísir/Aðsend Tímaramminn sem Yngvi lýsir hvað varðar innanlandsferðalög Íslendinga er þá heldur lítill. Hann segir ekkert gerast í þeim málum fyrr en 17. júní. Þá detti allt í dúnalogn eftir verslunarmannahelgi, nema mögulega ef veðrið er gott helgina eftir, sem bætist þá við Íslendingavertíðina. Þá segir hann vetrartíðina vera allt aðra í Mývatnssveit heldur en nær höfuðborgarsvæðinu. Lítið sé um erlenda ferðamenn á þeim slóðum frá lokum september og fram í febrúar. „Það kemur smá kippur í kring um febrúar eða mars, en veturinn hefur ekki verið að skila þeim tekjum sem maður hefur heyrt að hann sé að gera í fyrir sunnan.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Hugsa þurfi með gagnrýnum hætti um fólksfjölgun síðustu ára Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira