Innlent

Svona var 85. upp­lýsinga­fundur al­manna­varna

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, Alma Möller landlæknir og Páll Þórhallsson, verkefnastjóri hjá forsætisráðuneytinu.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, Alma Möller landlæknir og Páll Þórhallsson, verkefnastjóri hjá forsætisráðuneytinu. Vísir/vilhelm

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og landlæknir boðaði til upplýsingafundar fyrir fjölmiðla klukkan 14 í dag í húsnæði landlæknisembættisins að Katrínartúni 2 í Reykjavík. Á fundinum var farið yfir stöðu mála varðandi opnun landamæra og kórónuveirunnar hér á landi. Fundinum var streymt beint hér á Vísi nálgast má upptöku af honum í spilaranum hér fyrir neðan. Vegna mistaka vantar síðustu mínútur fundarins aftan á upptökuna.

Fimm greindust með veiruna við landamæraskimun í gær en þar af eru fjórir með mótefni og einn bíður niðurstöðu úr mótefnamælingu. Ekki hefur greinst innanlandssmit í ellefu daga. 

Hægt var að fylgjast með fundinum í spilaranum hér fyrir ofan og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísir. Einnig var fundurinn í beinni textalýsingu í vaktinni hér að neðan. 




Fleiri fréttir

Sjá meira
×