Haaland hent út af skemmtistað – Í skógarhögg eftir skilaboð frá pabba Sindri Sverrisson skrifar 13. júlí 2020 16:30 Erling Braut Haaland sló í gegn á fyrsta misseri sínu sem leikmaður Dortmund. Hann er nú í stuttu sumarfríi. VÍSIR/GETTY Hinum 19 ára gamla markahrók Erling Braut Haaland var vísað út af skemmtistað heima í Noregi um helgina þar sem hann hafði skemmt sér með vinum sínum. Fjöldi fólks varð vitni að því þegar öryggisvörður kom Haaland út og atvikið náðist einnig á myndband sem farið hefur víða á samfélagsmiðlum. Þar sést Haaland einnig láta öryggisvörðinn heyra það áður en félagar hans koma honum í burtu. Haaland just got kicked out of the club in Norway pic.twitter.com/AKI4IwrGJS— Nikolai (@NRypdal) July 11, 2020 Hvorki Haaland né Dortmund, félag hans í Þýskalandi, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins en Alf Inge, faðir leikmannsins, sló á létta strengi á Twitter og sagði syni sínum að koma sér aftur til vinnu í sveitinni – næturlífið í borginni væri ekki fyrir hann. Framherjinn birti svo mynd af sér með keðjusög, klár í að saga niður við fyrir veturinn. View this post on Instagram The winter is coming let's chop some wood #GOTfeelings #arbaiskar A post shared by Erling Braut Haaland (@erling.haaland) on Jul 11, 2020 at 8:10am PDT Samkvæmt Öyvind Sörensen, vini Haaland, og yfirmanni öryggisgæslunnar á skemmtistaðnum, var Haaland vísað út til að koma í veg fyrir að fólk hópaðist enn frekar í kringum hann. Í Noregi eru í gildi reglur vegna kórónuveirufaraldursins og þó að 200 manns megi koma saman þá er ætlast til þess að fjarlægðamörk séu virt. „Vegna þeirra regla sem eru í gildi vegna Covid-19 fylgdist öryggisgæslan með hópnum í kringum Erling Braut Haaland. Menn vissu að aðdáendurnir myndu ekki hætta að hópast í kringum hann, biðja um myndir og tala við hann. Á endanum var troðningurinn orðinn svo mikill að við urðum að biðja hann um að fara,“ sagði yfirmaður öryggisgæslunnar við Bild og fullyrti að Haaland hefði ekki verið drukkinn. Haaland er í stuttu sumarfríi eftir að tímabilinu í Þýskalandi lauk í lok síðasta mánaðar. Hann skoraði 13 mörk í 15 deildarleikjum fyrir Dortmund sem endaði í 2. sæti. Áætlað er að ný leiktíð í Þýskalandi hefjist 21. ágúst. Þýski boltinn Noregur Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Sjá meira
Hinum 19 ára gamla markahrók Erling Braut Haaland var vísað út af skemmtistað heima í Noregi um helgina þar sem hann hafði skemmt sér með vinum sínum. Fjöldi fólks varð vitni að því þegar öryggisvörður kom Haaland út og atvikið náðist einnig á myndband sem farið hefur víða á samfélagsmiðlum. Þar sést Haaland einnig láta öryggisvörðinn heyra það áður en félagar hans koma honum í burtu. Haaland just got kicked out of the club in Norway pic.twitter.com/AKI4IwrGJS— Nikolai (@NRypdal) July 11, 2020 Hvorki Haaland né Dortmund, félag hans í Þýskalandi, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins en Alf Inge, faðir leikmannsins, sló á létta strengi á Twitter og sagði syni sínum að koma sér aftur til vinnu í sveitinni – næturlífið í borginni væri ekki fyrir hann. Framherjinn birti svo mynd af sér með keðjusög, klár í að saga niður við fyrir veturinn. View this post on Instagram The winter is coming let's chop some wood #GOTfeelings #arbaiskar A post shared by Erling Braut Haaland (@erling.haaland) on Jul 11, 2020 at 8:10am PDT Samkvæmt Öyvind Sörensen, vini Haaland, og yfirmanni öryggisgæslunnar á skemmtistaðnum, var Haaland vísað út til að koma í veg fyrir að fólk hópaðist enn frekar í kringum hann. Í Noregi eru í gildi reglur vegna kórónuveirufaraldursins og þó að 200 manns megi koma saman þá er ætlast til þess að fjarlægðamörk séu virt. „Vegna þeirra regla sem eru í gildi vegna Covid-19 fylgdist öryggisgæslan með hópnum í kringum Erling Braut Haaland. Menn vissu að aðdáendurnir myndu ekki hætta að hópast í kringum hann, biðja um myndir og tala við hann. Á endanum var troðningurinn orðinn svo mikill að við urðum að biðja hann um að fara,“ sagði yfirmaður öryggisgæslunnar við Bild og fullyrti að Haaland hefði ekki verið drukkinn. Haaland er í stuttu sumarfríi eftir að tímabilinu í Þýskalandi lauk í lok síðasta mánaðar. Hann skoraði 13 mörk í 15 deildarleikjum fyrir Dortmund sem endaði í 2. sæti. Áætlað er að ný leiktíð í Þýskalandi hefjist 21. ágúst.
Þýski boltinn Noregur Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Sjá meira