Guðlaug Edda safnar Íslandsmeistaratitlum þessa dagana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2020 12:30 Guðlaug Edda Hannesdóttir er að safna Íslandsmeistaratitlum þessa dagana. Skjámynd/Instagram Þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir varð í gær Íslandsmeistari í sprettþraut og vann sinn annan Íslandsmeistaratitil í júlímánuði. Guðlaug Edda Hannesdóttir er í sumar að keppa í sínum fyrstu þrautum á Íslandi en hún hefur undanfarin ár keppt eingöngu erlendis. Kórónuveirufaraldurinn hefur breytt miklu fyrir marga og þar á meðal fyrir Eddu sem var á fullu að safna sér stigum inn á Ólympíuleikana í Tókýó. Guðlaug Edda er í frábæru formi þessa dagana þrátt fyrir skrítnar aðstæður vegna COVID-19 og sýndi það með glæsilegri sprettþraut sinni í Hafnarfirði í gær. Guðlaug Edda sagði frá þrautinni á Instagram síðu sinni sem og að hún hafi endað í þriðja sæti af öllum sem þýðir aðeins tveir karlar náðu að klára á undan Eddu. Guðlaug Edda kom líka í mark á minna en klukkutíma því sigurtími hennar var 59 mínútur og 35 sekúndur. Sprettþrautin í Hafnarfirði í gær innihélt 750 metra sund, 20 kílómetra á hjóli og svo að lokum 5 kílómetra hlaup. Vegalengdin er stöðluð hálf-ólympísk vegalengd. Guðlaug Edda kláraði sundið á 9 mínútum og 22 sekúndum og var búin með hjólahlutann eftir 31 mínútu og 27 sekúndu. Guðlaug Edda var að vinna sinn annan Íslandsmeistaratitil á einni viku því um síðustu helgi varð hún Íslandsmeistari í 10 kílómetra götuhlaupi. Hún kláraði þá á tímanum 34:55 mínútum sem er annar besti tími íslenskrar konu frá upphafi. View this post on Instagram Íslandsmeistari í sprettþraut á 59:35 ?? Var líka þriðja overall (af konum og körlum) ????????Elska þríþraut, elska að keppa og elska Ísland ?? A post shared by Guðlaug Edda Hannesdo´ttir (@eddahannesd) on Jul 12, 2020 at 6:32am PDT Þríþraut Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Big Ben í kvöld: Heimir Guðjóns og Steini Arndal Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Donni þarf líka að fara í aðgerð Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Dagskráin: Big Ben, Skiptiborð, Íslendingaslagur í Evrópu og Körfuboltakvöld Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Mætti ekki í viðtöl eftir tap Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag „Þetta er alltaf leikur sem þú munt vilja sjá“ Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Sjá meira
Þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir varð í gær Íslandsmeistari í sprettþraut og vann sinn annan Íslandsmeistaratitil í júlímánuði. Guðlaug Edda Hannesdóttir er í sumar að keppa í sínum fyrstu þrautum á Íslandi en hún hefur undanfarin ár keppt eingöngu erlendis. Kórónuveirufaraldurinn hefur breytt miklu fyrir marga og þar á meðal fyrir Eddu sem var á fullu að safna sér stigum inn á Ólympíuleikana í Tókýó. Guðlaug Edda er í frábæru formi þessa dagana þrátt fyrir skrítnar aðstæður vegna COVID-19 og sýndi það með glæsilegri sprettþraut sinni í Hafnarfirði í gær. Guðlaug Edda sagði frá þrautinni á Instagram síðu sinni sem og að hún hafi endað í þriðja sæti af öllum sem þýðir aðeins tveir karlar náðu að klára á undan Eddu. Guðlaug Edda kom líka í mark á minna en klukkutíma því sigurtími hennar var 59 mínútur og 35 sekúndur. Sprettþrautin í Hafnarfirði í gær innihélt 750 metra sund, 20 kílómetra á hjóli og svo að lokum 5 kílómetra hlaup. Vegalengdin er stöðluð hálf-ólympísk vegalengd. Guðlaug Edda kláraði sundið á 9 mínútum og 22 sekúndum og var búin með hjólahlutann eftir 31 mínútu og 27 sekúndu. Guðlaug Edda var að vinna sinn annan Íslandsmeistaratitil á einni viku því um síðustu helgi varð hún Íslandsmeistari í 10 kílómetra götuhlaupi. Hún kláraði þá á tímanum 34:55 mínútum sem er annar besti tími íslenskrar konu frá upphafi. View this post on Instagram Íslandsmeistari í sprettþraut á 59:35 ?? Var líka þriðja overall (af konum og körlum) ????????Elska þríþraut, elska að keppa og elska Ísland ?? A post shared by Guðlaug Edda Hannesdo´ttir (@eddahannesd) on Jul 12, 2020 at 6:32am PDT
Þríþraut Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Big Ben í kvöld: Heimir Guðjóns og Steini Arndal Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Donni þarf líka að fara í aðgerð Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Dagskráin: Big Ben, Skiptiborð, Íslendingaslagur í Evrópu og Körfuboltakvöld Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Mætti ekki í viðtöl eftir tap Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag „Þetta er alltaf leikur sem þú munt vilja sjá“ Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu