Manchester City heimsótti Brighton & Hove Albion í ensku úrvalsdeildinni í gær. Fór það svo að City vann stórsigur. Lokatölur 5-0 þökk sé mörkum Raheem Sterling (2), Gabriel Jesus og Bernardo Silva.
Var þetta í 32. sinn sem Manchester City skorar fjögur mörk eða meira síðan Pep Guardiola tók við liðinu sumarið 2016. Ekkert lið í ensku deildinni hefur leikið það eftir.
Tímabilið 2016/2017 skoraði City fjögur mörk eða meira gegn Stoke City, Bournemouth, West Bromwich Albion, West Ham United, Crystal Palace og Watford.
Tímabilið 2017/2018 skoraði City fjögur mörk eða meira gegn Liverpool, Watford, Crystal Palace, Stoke City, Swansea City (2), Tottenham Hotspur, Bournemouth, Leicester City og West Ham United.
Á síðasta tímabilið skoraði City fjögur mörk eða meira gegn Huddersfield Town, Cardiff City, Burnley, Southampton, West Ham United, Chelsea og Brighton & Hove Albion.
Á þessu tímabili hefur City fjögur mörk eða meira gegn West Ham, Brighton (2), Watford, Burnley (2), Aston Villa, Liverpool og Newcastle United.
City jafnaði einnig eigið met í gær en þeir eru eina liðið sem hefur unnið tvo leiki í röð með markatölunni 5-0. Þeir gerðu það síðast í september 2017.