Nærri öll skemmtiferðaskipin hafa afboðað komu til Ísafjarðar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 11. júlí 2020 14:00 Nærri öll skemmtiferðaskip sem áætluðu komu til Ísafjarðarbæjar í sumar hafa afboðað komu sína. Vísir/Egill Nánast öll skemmtiferðaskip sem áætluðu komu til hafna Ísafjarðarbæjar í sumar hafa afboðað. Hafnarstjórinn segir þetta eitt mesta tekjufall sem hafnir á landinu verða fyrir í sumar. Bæjarfélagið hyggur á framkvæmdir uppá milljarð til að geta tekið á móti fleiri skemmtiferðaskipum í framtíðinni. Mikill fjöldi skemmtiferðaskipa hefur komið til hafna Ísafjarðarbæjar undanfarin ár og í sumar var gert ráð fyrir 150 skemmtiferðaskipum. Guðmundur M. Kristjánsson hafnarstjóri segir að öll hafi afboðað sig nema 26. „Ég á von á að þessar tuttugu og eitthvað bókanir eigi eftir að verða afbókaðar innan skamms þegar nær dregur þeim dagsetningum sem við á,“ segir Guðmundur. Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri á Ísafirði. Vísir Þetta hafi veruleg áhrif á rekstur hafnarinnar. „Á milli 50-60% af tekjum hafnarinnar koma frá því að þjónustu skemmtiferðaskip þannig að þetta er gríðarlegt högg fyrir okkur hér. Sennilega það stærsta á landinu miðað við þær hafnir sem eru að taka á móti skemmtiferðaskipum,“ segir Guðmundur. „Þetta eru rútufyrirtæki, leiðsögumenn og allir ferðaþjónustuaðilar hér naga handabökin í dag.“ Guðmundur segir að bæjarstjórnin og hafnarsstjórn hafi hins vegar ákveðið að ráðast í framkvæmdir á Sundabakka höfn til að geta tekið á móti öllum skemmtiferðaskipum nær bænum í framtíðinni. „Þetta er framkvæmd upp á rúman milljarð sem er bara að detta í gang næstu misserin og innan þriggja ára gerum við ráð fyrir að taka á móti öllum skipum að bryggju. Ef við náum þeim að bryggju ætlum við að auka tekjur okkar um 40-50 milljónir á ári,“ segir Guðmundur. „Síðustu ár hefur rekstur hjá okkur gengið mjög vel þannig að við ætlum að vona að á næsta ári verði allt komið í eðlilegt horf og við erum komin með 150 skemmtiferðaskip bókuð til okkar á næsta ári.“ Ísafjarðarbær Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Franskt skemmtiferðaskip brýtur ísinn Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins í Reykjavík lagðist að Miðbakka í morgun. Farþegar skipsins flugu frá París og lentu á Keflavíkurflugvelli nú rétt fyrir hádegi. Þeir fá ekki að fara um borð nema niðurstaða skimunar fyrir Covid-19 reynist neikvæð. 11. júlí 2020 12:22 Faxaflóahafnir verða af hundruðum milljóna króna Algert hrun hefur orðið í komum skemmtiferðaskipa til Faxaflóahafna og annarra hafna í landinu á þessu ári vegna kórónuveirufaraldurins. 9. júlí 2020 19:20 Rafvæðingin að bresta á en kostnaðarsamt ef tengja á stóru skemmtiferðaskipin Framkvæmdir við rafvæðingu Tangabryggju á Akureyri eru vel á veg komnar. Þar verður hægt að tengja minni skemmtiferðaskip við rafmagn. Það mun þó kosta mikla fjármuni ef tengja á stærri skemmtiferðaskip við rafmagn. 5. júlí 2020 10:06 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar Sjá meira
Nánast öll skemmtiferðaskip sem áætluðu komu til hafna Ísafjarðarbæjar í sumar hafa afboðað. Hafnarstjórinn segir þetta eitt mesta tekjufall sem hafnir á landinu verða fyrir í sumar. Bæjarfélagið hyggur á framkvæmdir uppá milljarð til að geta tekið á móti fleiri skemmtiferðaskipum í framtíðinni. Mikill fjöldi skemmtiferðaskipa hefur komið til hafna Ísafjarðarbæjar undanfarin ár og í sumar var gert ráð fyrir 150 skemmtiferðaskipum. Guðmundur M. Kristjánsson hafnarstjóri segir að öll hafi afboðað sig nema 26. „Ég á von á að þessar tuttugu og eitthvað bókanir eigi eftir að verða afbókaðar innan skamms þegar nær dregur þeim dagsetningum sem við á,“ segir Guðmundur. Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri á Ísafirði. Vísir Þetta hafi veruleg áhrif á rekstur hafnarinnar. „Á milli 50-60% af tekjum hafnarinnar koma frá því að þjónustu skemmtiferðaskip þannig að þetta er gríðarlegt högg fyrir okkur hér. Sennilega það stærsta á landinu miðað við þær hafnir sem eru að taka á móti skemmtiferðaskipum,“ segir Guðmundur. „Þetta eru rútufyrirtæki, leiðsögumenn og allir ferðaþjónustuaðilar hér naga handabökin í dag.“ Guðmundur segir að bæjarstjórnin og hafnarsstjórn hafi hins vegar ákveðið að ráðast í framkvæmdir á Sundabakka höfn til að geta tekið á móti öllum skemmtiferðaskipum nær bænum í framtíðinni. „Þetta er framkvæmd upp á rúman milljarð sem er bara að detta í gang næstu misserin og innan þriggja ára gerum við ráð fyrir að taka á móti öllum skipum að bryggju. Ef við náum þeim að bryggju ætlum við að auka tekjur okkar um 40-50 milljónir á ári,“ segir Guðmundur. „Síðustu ár hefur rekstur hjá okkur gengið mjög vel þannig að við ætlum að vona að á næsta ári verði allt komið í eðlilegt horf og við erum komin með 150 skemmtiferðaskip bókuð til okkar á næsta ári.“
Ísafjarðarbær Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Franskt skemmtiferðaskip brýtur ísinn Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins í Reykjavík lagðist að Miðbakka í morgun. Farþegar skipsins flugu frá París og lentu á Keflavíkurflugvelli nú rétt fyrir hádegi. Þeir fá ekki að fara um borð nema niðurstaða skimunar fyrir Covid-19 reynist neikvæð. 11. júlí 2020 12:22 Faxaflóahafnir verða af hundruðum milljóna króna Algert hrun hefur orðið í komum skemmtiferðaskipa til Faxaflóahafna og annarra hafna í landinu á þessu ári vegna kórónuveirufaraldurins. 9. júlí 2020 19:20 Rafvæðingin að bresta á en kostnaðarsamt ef tengja á stóru skemmtiferðaskipin Framkvæmdir við rafvæðingu Tangabryggju á Akureyri eru vel á veg komnar. Þar verður hægt að tengja minni skemmtiferðaskip við rafmagn. Það mun þó kosta mikla fjármuni ef tengja á stærri skemmtiferðaskip við rafmagn. 5. júlí 2020 10:06 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar Sjá meira
Franskt skemmtiferðaskip brýtur ísinn Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins í Reykjavík lagðist að Miðbakka í morgun. Farþegar skipsins flugu frá París og lentu á Keflavíkurflugvelli nú rétt fyrir hádegi. Þeir fá ekki að fara um borð nema niðurstaða skimunar fyrir Covid-19 reynist neikvæð. 11. júlí 2020 12:22
Faxaflóahafnir verða af hundruðum milljóna króna Algert hrun hefur orðið í komum skemmtiferðaskipa til Faxaflóahafna og annarra hafna í landinu á þessu ári vegna kórónuveirufaraldurins. 9. júlí 2020 19:20
Rafvæðingin að bresta á en kostnaðarsamt ef tengja á stóru skemmtiferðaskipin Framkvæmdir við rafvæðingu Tangabryggju á Akureyri eru vel á veg komnar. Þar verður hægt að tengja minni skemmtiferðaskip við rafmagn. Það mun þó kosta mikla fjármuni ef tengja á stærri skemmtiferðaskip við rafmagn. 5. júlí 2020 10:06